Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 14

Sunnudagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 14
í Dölunum Frh. 'af bls. 445. og gaddaflugu). í nánd við Ljós- búðasel, eru tvö vötn. Við róum út á þau og syndum þar, eftir að hafa legið í sólbaði, og það er aevintýri likast að horfa ofan af ásnum, sem er milli vatnanna lit yfir hávaxinn barrskóginn og silfurgljáandi völn og tjarnir.” Rattvíkurkirkja stendur á mjög fögrum stað á odda, sem gengur út í Siljuna. Hún er byggð í got- neskum stíl og elzta kirkja í Döl- unum, upprunalega helguð Ólafi konungi helga. Elzti hluti kirkj- unnar er frá 13. öld. í þessari kirkju eru margir dýrgripir geymd ir,;‘ bæði höggnir, skornir, málað- ir og saumaðir. Steinn einn stendur inni í Rattvíkurkirkju, og er á honum áletrun. Hann er til minja um víg prests eins, sem veginn var þarna inni í kirkjunni árið 1520. Þetta var á þeim dögum, sem Svíar vörðu land sitt fyrir ágengni Dana. En í öllum löndum eru föðurlandssvikarar og á öll- um tímum. Presturinn, sem var hlynntur Ðönum, vissi, að þeir voru að koma og hélt söfnuðinum inni yfir langri stólræðu, en vopn öll voru geymd úti fyrir dyrum. Loks fór aðalsmaður einn út, og sá hann hvar Danir komu. Gerði hann. söfnuðinum viðvart og stakk prestinn í gegn með sverði sínu. Sverðið er ennþá geymt í kirkjunni og steinninn stendur enn á þeim stað, sem vígið fór fram. Ég hugsaði með mér: Gam- an væri, ef við íslendingar ætt- um cnnþá Skálholtskirkjuna þá hina sömu, sem Jón Gerreksson var handtekinn í og gætum bent á staðinn og sagt: Þarna var það. Ekki mundi það heldur spilla, að við' ættum ennþá einhver slitur úr þeim fræga poka, sem við það tæklfæri var steypt yfir liöfuð hontirn. Það er margt að sjá í þessari frægu kirkju, þar á rneðal brúðarbekk einn prýddan mynd- um, því Dalamenn hafa víða sýnt hagleik sinn. Einnig var þar gam- all pískur, sem syndararnir hafa fengið að kenna á forðum daga, sennilega fyrir yfirsjónir við kirkjuna. En það skal ég játa, að ég fann, að skinnið í honum var frekar mjúkt. í kirkjunni eru margs konar messuskrúðar og höklar, sá elzti frá 1732. Einn þeirra, langafrjádagshökull, var mcð ásaumaðri gullinni þyrnikór- ónu. Eg hafði orð á því við kirkju vörðinn, sem sýndi mér þessa muni, að þetta þætti mér óvið- eigandi, að presturinn væri látinn bera á bakinu þyrnikórónu úr gulli fyrir altari kirkjunnar á þeim degi, sem Kristur hefði bor- ið þyrnikórónu kvalanna á höfði sér. Kirkjuvörðurinn sagðist vera alveg á sama máli, og þar 3 auki mundi þetta djásn kosta 0 fjár. í turni kirkjunnar eru vol ' ugar klukkur, sem ganga ft'rir rafmagni, og þaðan er yndisleS útsýni. Nú á tímum koma flestir gang andi eða í bifreiðum til kirkjd- En rétt við kirkjuna er fjöW1 hesthúsa frá þeim tímum, þeg3* menn sóttu helgar tiðir ríðandl- Hey er í stöllum og hrossatað gólfurn. Sum þessara húsa erl3 orðin allhrörleg, en engum Svia kæmi til hugar að láta rífa ÞaU‘ Ilúsin eru merkur forngripur. "" Þannig hugsa Svíar. Þegar naynd" ir eru teknar af kirkjunni, hag® flestir myndatöku þannig, a hesthúsin sjáist fremst á myn(|' inni og fer vel á því. Gnæí*r kirkjan þá bak við, umlukin sín* ’im fagra trjálundi. Eg var tvisvar við messu Rattvíkurkirkju. Allmargir kirkjd' gesta voru í Dalabúningi, b®8 karlar og konur, þó sérstakle®3 roskið fólk. Kvenbúningurinn er ekki ósvipaður upphluti lS' íslenzkra kvenna, en hver sókn hefur sína sérstöku liti og Öcfö á búningum, þótt heildarsvipur' inn sé hinn sami. Sparipils*U hafa í mörgum sóknum veri® rauð, t. d. £ Rattvík. Svuntur erU bláar eða hvltar og einatt ú5®? breiðum lang- eða þverröndum- Sjálfur upphluturinn er oft rauþ' ur með smágerðum röndum. Uni 445 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÍBÚÐARIIÉS málarans ZORNS AP vetrarlaGI

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.