Sunnudagsblaðið - 07.06.1964, Side 16

Sunnudagsblaðið - 07.06.1964, Side 16
í Dölunum Frh. af bls. 447. hefur verið víkkað. Eg hugsaði um það niðri í þessum kjallara, hve djúpum og dulrömmum áhrifum ungur Svíi hlýtur að verða fyrir á slíkum stað. Og mér skildist, hve við íslendingar eigum mörg slík heilög vé, bundin stórfeng- legum atburðum úr sögu þjóðar vorrar. En það er ekki nóg, að frásagnir um þessa atburði sé að finna í bókum. Við verðum að sýna þessum stöðum ræktarsemi. Þar verður að standa eitthvert sýnilegt tákn, — að minnsta kosti áletrun. Ættu ungmennafélög landsins að gangast fyrir slíku, hvert í sínu byggðarlagi. í Mora er hið fræga Zorn-lista- safn. Anders Zorn fæddist 1860 og lézt 1920. Hann varð einn af hinum miklu meisturum málara- listarinnar. List hans grundvall- ast á franska impressionismanum, en mest ber þó á frumleik lista- mannsins sjálfs og skapandi mætti. Verk hans sverja sig í ætt við Dalakarlinn og heimsborgar- ann Zorn. Birtu og hlýleika lit- anna stafar út frá flestum mynd- um hans, ekki sízt, þegar hann málar sínar kæru ,,Dalakullur”, iivort þær nú eru í hinum marg litu þjóðbúningum sínum eða nakt ar í baði úti í sólbjörtum sumar- skógum. Hjá safnhúsinu stendur Zorngárden, þar sem Zorn bjó. Þar er aragrúi af ýmsum munum, t. d. frá Grikklandi og Egypta- landi. Zorn keypti þá á ferðum sínum þar. Það er eitthvað forn eskjulegt og voldugt við þessi húsa kynni, og allt er með sömu um- merkjum og þegar Zorn bjó þar. Morakirkja stendur skammt frá með sínum frægu alþýðumálverk um. í Mora er einnig Zorns gammalgárd, sem svo er nefndur. Þjóðminjasöfnin hafa það hlut- verk að bregða upp myndum af þjóðlífinu og menningarháttum horfinna kynslóða. Þar er sá grundvöllur, sem nútíminn hefur byggt á. Þar er vitnisburður um líf, kjör og baráttu mæðra og feðra. Þetta var li&tamanninum Ijóst. Hann safnaði fjöldamörgum byggingum frá 12., 14. og 17. öjd. í 12. aldar byggingunni eru W° ir á miðju gólfi, og hangir pottur yfir á hó úr lofti. Þröskuldar allir eru mjög háir í fyrri alci® byggingum, svo að nauðsyn ber ti að beygja sig vel, þegar inn cr gerigið, og taka fætur hátt upP- Galdrarúnir eru sums staðar rist- ar við dyr. til þess að skógarvastt ir skuli ekki slæðast inn. Rúm öll eru mjög stutt. Sennilega hcf ur fólk verið miklu lægra vexti en nú og auk þess liklega fremui setið en legið í rúmunum. Á vorum dögum fara hinir nyJu timar yfir Dalina og hin gömlu bændaþorp eins og stormviðri. Ludvika, sem er járnbrautarmið' stöð sunnarlega í Dölunum, hafa nú síðustu árin risið upp stórbýsh sem eru 9—12 hæða há við hli® iria á gömlu bjálkahúsunum. En því norðar og vestar sem dregur í Dölum fjara þessi áhrif út eins og löður hniginnar bylgju. ^f þessum ástæðum fer nú sterk hreyfing um Dalina að vernda fórn einkenni og menningu. SjáR bændaþorpin í Dölunum eru hinir bcztu verðir. En þess ber að gaeta og minnast, að þar, sem f°rn raenning er ríkjandi, livort Þa® nú er i Dölum Svíþjóðar eða sveit um íslands, þá cr þar ekki um neitt forngripa eða þjóðfræðisaf'1 að ræða, lfeldur byggð iifandi manna. Þess vegna lilýtur lífi® í sínum margbreytilegu myndum að renna úr ýmsum þeim farveg- um, sem það áður hefur runnid í, oft af illri nauðsyn og vegna skorts og vankunnáttu. Allt slíkt hlýtur að víkja fyrir því, sem liagkvæmara er og samhæfir bet- ur kröfum tímanna. Annað getur haldið áfram að lifa í nýrri mynd og veitt nýmynduninni styrk ganl allar erfðavenju. En á þann hátt cr á margan veg hægt að hjálpa þcirri menningu, sem nú er 1 örum vexti. Og oftast er það þann ig, að öllu því bezta í sannri menn ingu tekst að halda velli og standa af sér boðaföll timanna, ekki sízt, ef um það er staðinn vörður af þeim,- sem gera sér grein fyrir skyldu sinni og finna, að það er fengt þvi innstá og bezta með þein1 sjálfum. Einar M. Joussou. 448 SUNNUDAGS8LAÐ - AtÞÝSUBLAÐH)

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.