24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 1
„Við ætlum okkur að afhenda undirskriftarlistann niður í ráðhúsi á morgun. Við krefjumst þess að borgin skýri málið fyrir okkur og svari spurningum okkar. Við, íbúarnir hér í hverfinu, erum á móti staðsetningu þessa heimilis,“ segir Hafsteinn Þór Eggertsson (annar frá hægri á myndinni) íbúi í Norðlingaholti í Reykjavík. Íbúar í hverfinu eru ósáttir við að borgaryfirvöld ætli sér að koma upp áfangaheimili inni í íbúabyggðinni, í Hólavaði. Íbúarnir ræddu málin í blíðunni í gær þegar ljósmyndara bar að garði. Íbúarnir heimta skýringar 24stundir/Frikki „Við erum á móti staðsetningu þessa heimilis“ 24stundirþriðjudagur8. júlí 2008127. tölublað 4. árgangur . . . þjónusta í þína þágu Kjötfarstilboð alla þriðjudaga Melabúðin Hagamel Reykjavík Þín verslun Seljabraut Reykjavík Spar Bæjarlind Kópavogi Kassinn Norðurtanga Ólafsvík Kostur Holtsgötu Njarðvík kg Aðeins498.- BILALAND.IS GRJÓTHÁLSI 1 & SÆVARHÖFÐA 2 FINNDU RÉTTA BÍLINN Á WWW.BILALAND.IS! Á nýja vefnum okkar, bilaland.is, geturðu fundið nákvæmlega þann bíl sem þú leitar að með einfaldri leit. Þú gramsar og rótar og færð allar upplýsingar um hvern bíl og skoðar fjölda mynda áður en þú kemur á staðinn - þannig verða bílakaupin miklu markvissari. Yngvi Björnsson og fylgdarlið hans halda senn á AAAI- ráðstefnuna í Chicago. Verkefnið: að verja heimsmeistaratitilinn í gervigreind. Titilvörn í Chicago FÓLK»38 Hljómsveitin JJ Soul Band hefur nú gefið út sína fjórðu plötu, Bright Lights, en það er Ingvi Þór Kormáks- son sem á heiðurinn af lögunum. Sveitin hefur leikið frá árinu 1993. Blús-bræðingur MENNING»26 Vinnuvélar og tæki 9 12 12 9 12 VEÐRIÐ Í DAG »2 Þjálfun og fræðsla vegna eitur- efnaslysa fer reglulega fram hjá slökkviliðinu og reglulega eru haldnar æfingar þar sem slík slys eru sviðsett. Eiturefnaslys æfð »18 Fangar á Litla-Hrauni stunda nú garðrækt af miklum móð en hún er sögð hafa góð áhrif á sálarlífið og í henni felst betrun að mati Auðar I. Ottesen. Fangar rækta garðinn »27 Ungt fólk fer í auknum mæli til framandi landa í hjálparstörf. Ingi- björg Sigurðardóttir fór til Indlands þar sem hún kynntist ólíkri menningu. Ólík menning »28 SÉRBLAÐ NEYTENDAVAKTIN »4 50% munur á sýrðum rjóma Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Dómstólar virðast hafa látið undan kröfum um að sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum sé snúið við og sökuðum mönnum gert að sanna sakleysi sitt, segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari. Í grein í nýjasta hefti Tímarits Lögréttu segist hann telja að slakað hafi verið verulega á sönnunarkröf- um í flokki kynferðisbrota. Halldóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að frá henn- ar bæjardyrum séð hafi ekki verið slakað á kröfum í kynferðisbrota- málum. „Það er mjög erfitt að leita réttar síns í þessum málum. Tölur um hversu margir leita til okkar, en hversu fá málanna enda með sak- fellingu, segja sína sögu.“ Í greininni gagnrýnir Jón Steinar jafnframt notkun greininga á áfallastreituröskun sem sönnunar- gögn. Ágúst Ólafur Ágústsson þing- maður segist ekki sammála Jóni Steinari. „Ég tel þessi mál hafa ákveðna sérstöðu. Ef við styðjumst aðeins við hefðbundnar sannanir eins og játningar eða lífsýni er nán- ast útilokað að fá sakfellingu í þess- um málaflokki.“ Dómari segir slakað á kröfum  Hæstaréttardómari segir dómstóla virðast hafa látið undan kröfu um að sönnunarbyrði sé snúið við í kynferðisbrotamálum ➤ 12,9% þeirra mála sem komutil Stígamóta 2007 voru kærð. ➤ 1,4% þeirra enduðu meðfangelsisdómi og 1% með skilorðsbundnum dómi. ENDA SJALDAN MEÐ DÓMI SLAKAÐ Á SÖNNUNARKRÖFUM?»6 Einkaflugmenn undrast nær 100 prósenta hækkun á verði á lækn- isskoðun hjá fluglæknum í Reykja- vík. Grunnskoðunin í fyrra kostaði rúmar 8.000 krónur en kostar nú 16.000. Heildarverðið getur orðið 26.000 kr. 100% hækkun á læknisskoðun »8 Hjartamiðstöð Íslands hefur áhuga á að bjóða upp á hjartaþræðingar á hjartamóttöku sinni í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg. Hjartaþræðingar hafa aldrei verið gerðar utan Landspít- alans á Íslandi. Vilja bjóða upp á hjartaþræðingar »2 Fræðsla síðustu árin hefur haft töluverð áhrif á líðan ungmenna að mati Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings. Sjálfsvígum hefur fækkað hlutfalls- lega mest hjá strákum yngri en 25 ára. Sjálfsvígum drengja fækkar »4 Vegasjoppur á þjóðvegum landsins eru margar hverjarhálfgerðar stofnanir út af fyrir sig þar sem at-vinnubílstjórar koma saman og treysta því aðþeir fái þar gott veganesti fyrir langa ferð.Litla kaffistofan virðist njóta sérstakra vin-sælda meðal atvinnu-ökumanna. Vegasjoppur landsins »20 Búist er við að evrópskir vörubílstjórar muniflykkjast út á breska vegi samþykki Evr-ópuþingið ný samkeppnislög. Erlendum bíl-stjórum er óheimilt að taka að sér verkefni íEnglandi eftir að hafa skilað afsér vörum. Evrópskir fá ekki aðkeyra í Bretlandi »24 Hugmyndir starfshóps sem skipaður varaf fjármálaráðherra fela í sér grundvall-arbreytingu á skattlagningu bíla og öku-tækja. „Sérkennilegt að ekkert er minnstá þungaiðnað,“ segir Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri FÍB, umbreytingarnar. Umhverfissjónarmið »22 24stundir/Golli VINNUVÉLARAUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS »12 Paul Ramses kvíðir því að fá ekki hæli á Ítalíu en hann var í gær beð- inn um gögn til að sýna fram á stjórnmálaþátttöku í Kenía. Þau gögn eru hins vegar hér- lendis. Ramses óörugg- ur um hæli »2

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.