24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir RV U n iq u e 06 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukið öryggi á vinnustað 3M gluggafilmurfyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RVsjá um uppsetningu N1 VERSLUN BÍLDSHÖÐA 9 SÍMI 440 1220 Husaberg FS 450 og FS 650 Verð frá 960.000 kr. 100% FJÁRM ÖGNU N SUPERMOTO Skógráð ehf. og Skógrækt ríkisins standa nú að und- irbúningi viðarkyndistöðvar á Hallormsstað sem til að byrja með mun hita vatn til kyndingar Hallormsstaða- skóla, Hússtjórnarskólans, Íþróttahússins og sund- laugarinnar. Verkefnið hefur fengið fjölmarga styrki, nú seinast tvær og hálfa milljón frá Orkusjóði. Loftur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógráðs, segir viðarkyndistöðina aðeins byrjunina. „Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur, það þarf örugglega að fínpússa eitt og annað. Síðan er hugmyndin að í framtíðinni verði lögð hitaveita á Hallormsstað og hefur Hitaveita Egilsstaða og Fella ákveðið að verða kjölfestufjárfestir í því,“ segir hann. Loftur bendir á að miðlæg hitaveita sé hagkvæmari en að hvert hús sé með rafmagnstúbu, eins og flest eru nú. Þá segir hann Hallormsstað vera að færast í umhverfisvænni áttir því enn eru einhver hús þar kynt með olíu. Um níu af hverjum tíu íslenskum heimilum eru kynt með jarðhita og því eitt af hverjum tíu sem kynt er með öðru. Loftur bendir á að þó viðarkynding sé helst raunhæfur möguleiki þar sem skógur er, gæti við- ur leyst af aðrar kyndingarleiðir hjá um eitt prósent landsmanna. thorakristin@24stundir.is Uppsetning viðarkyndistöðvar er í undirbúningi á Hallormsstað Ný hitaveita á Hallormsstað Grisjanir úr Hall- ormsstaðaskógi verða framvegis not- aðar til húshitunar. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttardómari segir dóma sem fallið hafi í kynferðisbrotamálum á und- anförnum árum benda til að slakað hafi verið á sönnunarkröfum í þessum málaflokki. „Því ráða ef til vill háværar um- ræður í fjölmiðlum, þar sem stund- um er beinlínis krafist að sönnun- arbyrði sé snúið við og sökuðum mönnum gert að sanna sakleysi sitt. Lætur nærri að undan þessu hafi verið látið í einstökum málum, þó að fyrir slíku sé engin heimild að lögum,“ segir Jón Steinar í grein í nýjasta hefti Tímarits Lögréttu, riti Félags laganema við Háskólann í Reykjavík. Gagnrýndi mat dómarans Grein Jóns Steinars er svar við grein Eiríks Tómassonar prófessors, sem birtist í Úlfljóti árið 2007. Þar gagnrýndi prófessorinn sératkvæði hæstaréttardómarans í dómi sem féll í kynferðisafbrotamáli árið 2005. Í sératkvæðinu gagnrýnir Jón Steinar héraðsdóm fyrir sakfelling- ar sem voru „eingöngu byggðar á vitnisburði ætlaðs brotaþola.“ Segir Jón Steinar í sératkvæðinu það ekki geta haft sjálfstætt sönn- unargildi í sakamáli að kærandi hafi skýrt fleirum en lögreglu frá þeim brotum sem kært er fyrir, en í því máli sem um ræðir hafði stúlka greint tveimur vinkonum sínum frá meintu kynferðisofbeldi sambýlis- manns móður sinnar. Eiríkur gagnrýnir eins og áður sagði sératkvæðið, og segir að ef ekki sé unnt að styðjast við t.d. framburð vitna á borð við áður- nefndra vina í kynferðisafbrota- málum, verði óhjákvæmilega að sýkna ákærða ef hann heldur fram sakleysi sínu. Sömu sönnunarkröfur gildi Jón Steinar svarar því til að ekki eigi að gilda annað sönnunarmat í kynferðisbrotamálum en öðrum málum, og bendir á að í lögum um meðferð opinberra mála sé ekki gerður greinarmunur á sönnunar- færslu og sönnunarmati eftir brota- flokkum. Upplýsingar um að kærandi hafi skýrt vinkonum sínum frá brotun- um áður en þau voru kærð til lög- reglu geti ekki haft sjálfstætt sönn- unargildi í sakamálum, og sama gildi um greinargerð forstöðu- manns Barnahúss sem byggði á viðtölum við kæranda eftir að kært var til lögreglu. Gagnrýnir notkun greininga Þó hafa dómstólar í reynd slakað á sönnunarbyrði í kynferðisbrota- málum, segir Jón Steinar. Nefnir hann sérstaklega notkun greininga á áfallastreituröskun meints fórn- arlambs kynferðisofbeldis sem sönnunargögn fyrir dómi. „Nú liggur það auðvitað í hlut- arins eðli að sjaldnast er unnt með vissu að vita hvað það er sem veld- ur þeirri vanlíðan eða röskun sem mæld er. [...] Í stöku tilvikum kann meira að segja kæra um brot og sú niðurlæging sem ætlaðir brotaþolar upplifa oft í framhaldinu að valda röskun á andlegri líðan,“ segir Jón Steinar í greininni. Nauðsynleg úrræði Ágúst Ólafur Ágústsson, lög- fræðingur og varaformaður Sam- fylkingarinnar, segist ekki sammála þeirri skoðun sem Jón Steinar lýsir í greininni. Ekki sé rétt að tala niður gildi skýrslna sérfræðinga með þeim hætti sem dómarinn geri. „Ég tel þessi mál hafa ákveðna sérstöðu, og ef við styðjumst aðeins við hefðbundnar sannanir, eins og játningu eða lífsýni, er nánast úti- lokað að fá sakfellingu í þessum málaflokki. Því tel ég að dómarar þurfi að líta til fleiri þátta, eins og trúverðugleika framburðs og vitna, en einnig skýrslna sérfræðinga.“ Hæstaréttardóm- ari Segir að látið hafi verið undan kröfum fjölmiðla um að snúa sönnunarbyrði við. Slakað á sönn- unarkröfum?  Hæstaréttardómari deilir við lagaprófessor um dóma í kynferð- isbrotamálum  Dómarinn gagnrýnir notkun sálfræðiskýrslna ➤ Grein Jóns Steinars birtist ínýjasta hefti Tímarits Lög- réttu. ➤ Grein Eiríks birtist í afmæl-isriti Úlfljóts í fyrra. DEILAN „Við erum bjartsýn á að samn- ingar takist miðað við fund okkar í gær,“ segir Elsa B. Friðfinns- dóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um fund þeirra með samninganefnd rík- isins í gær. Fundurinn stóð yfir í um sex tíma en ætlunin er að funda áfram í dag. „Það eru komnar hugmyndir á borðið sem við teljum áríðandi að skoða áfram í dag,“ segir hún. „Miðað við stöðuna ætlum við að reyna að komast á leiðarenda í þessari lotu,“ segir Elsa og bætir við að hún sé bjartsýn á að samn- ingar náist. Hún segir að ákveðin atriði bendi til þess að ásættanlegir samn- ingar náist fyrir hjúkrunarfræð- inga áður en boðað yfirvinnu- bann stéttarinnar hefst. „Þetta þokast allavega allt í rétta átt og því er líklegt að samningar náist,“ segir Elsa. áb Bjartsýn á að samningar náist

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.