24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur verða einnig að fá tengingu í bæinn. Allt í allt gríð- arlega margir kílómetrar, og má því ætla að stofnkostnaðurinn yrði einhvers staðar á bilinu 200 milljarðar til um 1.000 milljarðar króna. Leysa ekki vandann Í ofannefndum tölum er ein- ungis stofnkostnaður vegna bygg- ingarframkvæmda. Ekki er reikn- að með kaupum á lestum eða með rekstri kerfisins. Ekki má heldur ætla að létt- lestar eða metrólestar leysi allan samgönguvanda á höfuðborgar- svæðinu. Eðli sínu samkvæmt verður mun lengra á biðstöðina fyrir langflesta notendur kerfisins, og reynslan erlendis sýnir að lest- arkerfin eru einungis einn af val- möguleikunum á ferðahætti fyrir þá sem eru á ferðinni. Ljóst er að til að komast „dýpra“ inn í hverf- in þarf strætisvagna, og það gildir um nánast öll úthverfi Reykjavík- ur, auk nágrannasveitarfélaganna. Ef trúin er sú að léttlestar eða metrólestar leysi strætisvagna af, þá er reyndin önnur. Hver vagn kostar 30 milljónir í rekstri Rekstur Strætó bs., sem sér um almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu, kostar um 3 millj- arða á ári. Um 700 milljónir koma inn í fyrirtækið sem farmiðatekjur en mismunurinn sem eru 2,3 milljarðar kr. kemur sem framlag frá aðildarsveitarfélögunum á höf- uðborgarsvæðinu, sem jafnframt eru eigendur Strætó bs. Sveitar- félögin eru: Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mos- fellsbær, Seltjarnarnes og Álftanes. Heildarvagnafjöldi sem Strætó bs. hefur til ráðstöfunar eru um 100 vagnar og þess vegna má gróft áætlað að hver vagn kosti um 30 milljónir króna í rekstri. Rekstr- artölur lestarkerfis yrðu margfalt hærri. Strætó bs. keppir við mjög lé- lega ímynd, sem er óréttmæt að mörgu leyti. Hér á landi er mjög óvenjulegt að ung skólabörn taki strætisvagn til og frá skóla. Sum Mikið hefur verið rætt og skrif- að um „nýjustu tískuna“ innan al- menningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu – léttlestar. Núna er umræðan að snúast í hvort við eigum ekki að fá metró í staðinn, það trufli ekki umferðina. „Sér- fræðingahópur um jarðlestasam- göngur“ hefur skilað sinni um- sögn vegna þingsályktunartillögu um athugun á hagkvæmni lest- arsamgangna á höfuðborgarsvæð- inu. Í 24 stundum hinn 26. júní 2008 stóð í grein um metró í Reykjavík, „Í umsögninni kemur fram sú skoðun sérfræðinganna að svokallað metrókerfi sé „það eina“ sem lítur út fyrir að vera vit í og því ber að kanna þann kost til þrautar miðað við íslenskar að- stæður og sérkenni“. Þeir vilja því að athugunin á hagkvæmni lest- arsamgangna verði einnig látin ná til metrókerfisins og að framtíð- arlausnir í almenningssamgöng- um verði mótaðar eftir því. Efast um kostnaðartölur Ég ætla ekki að deila um sér- fræðiþekkingu þessara manna, en hins vegar leyfi ég mér að efast stórlega um kostnaðartölurnar sem eru settar fram í þessari grein. Það kemur fram að „hver kílómetri í lagningu kerfisins myndi líklega kosta um þrjá millj- arða króna auk þess sem hver lest- arstöð ætti að kosta um einn milljarð.“ Framkvæmdir við 4. áfanga metrókerfisins í Kaupmannahöfn eru að hefjast, eða svokölluðum „City-hring“, sem er 15,5 km langur. Fyrirtækið COWI, sem í eru mjög virtir ráðgjafar og verk- fræðingar, hafa eftirlit með þessari framkvæmd. Þeir upplýsa að þeg- ar kostnaðaráætlunin var gerð ár- ið 2005 var hún 15 milljarðar danskra króna. Preben Juul Mikk- elsen hjá COWI upplýsir að þess- ar kostnaðartölur hafi hækkað um 15% vegna verðlagsþróunar frá þeim tíma og séu þess vegna komnar í 17 milljarða og 250 milljónir í dag. Hver kílómetri kostar þess vegna um 1.112.903.225 DKK eða sem svar- ar tæpum 14 milljörðum ÍSK miðað við að danska krónan sé 12,50 kr. (miðast við verðlag 2005). Dýrara en í Danmörku Í fljótu bragði sé ég persónu- lega enga ástæðu fyrir því að við Íslendingar getum gert þetta ódýrara en Danir, og má því ætla að kostnaðurinn sé mun hærri en gefið er upp í ofannefndri um- sögn. Þess má og geta að í dönsku tölunum eru einnig 15 nýjar lest- arstöðvar. Gróflega má ætla að vegalengd- in frá Spöng og til miðbæjarins, séu um 12 km í vegalengd, sem yrðu ekki mikið styttri í „lest- arvegalengd“. Miðað við þær kostnaðartölur sem eru hjá Dön- unum, þá yrði heildarkostnaður vegna þessa um 204 milljarðar króna en miðað við tölurnar í umsögninni mætti ætla að þeirra kostnaður yrði um 36 milljarðar fyrir lestarsporin og 12 milljarðar fyrir lestarstöðvar, eða samtals 48 milljarðar fyrir byggingu kerfisins. Grafarholtið og Árbær þurfa auðvitað að tengjast þessum létt- lestum. Einnig þyrfti að koma annað spor frá Breiðholti í Mjódd, eftir Bústaðavegi í bæinn. bæjarfélög eru að nota tugi millj- óna króna í skólavagna, sem í raun og veru er „lokað almenn- ingssamgöngukerfi“. Með því að gera þetta á þennan hátt, þá för- um við algjörlega framhjá því uppeldi að nota strætó sem er mjög mikilvægt seinna meir í líf- inu. Af þessum sökum verður heildarnotkunin á strætisvögnun- um minni, og þar með fellur þörfin á aukinni þjónustu niður. Dýrt kerfi Um gæði leiðakerfis Strætó bs. er hægt að deila endalaust. Stað- reyndin er hins vegar sú að við höfum bara ákveðinn fjölda af strætisvögnum til ráðstöfunar. Til rekstursins fáum við svo framlag frá sveitarfélögunum. Miðað við þessa upphæð og þann fjölda af vögnum sem við höfum til ráð- stöfunar reynum við svo að gera það leiðakerfi sem uppfyllir sem flestar kröfur notenda. Staðreynd- in er hins vegar sú að ef bara lítið brot af þessum stofnkostnaði og þeim rekstrarkostnaði sem fylgir lestarkerfunum yrði flutt yfir á strætisvagnakerfið, yrði hægt að gera leiðakerfi sem myndi nánast svara öllum kröfum notenda. Tökum sem dæmi. Kostnaður vegna innkaupa á nýjum vögnum eru um 30 milljónir krónur. Fyrir um 3 milljarða væri þá hægt að endurnýja allan vagnaflota Strætó bs. í vistvæna strætisvagna eða hreinlega bæta vögnunum við nú- verandi leiðakerfi, og þar með margfalda núverandi þjónustu. Ef ákveðið yrði að tvöfalda vagna- fjöldann má ætla að það þyrfti að byggja nýtt verkstæði og aðstöðu fyrir vagna og vagnstjóra fyrir um 1 milljarð. Fleiri strætóakreinar Einnig væri hægt að gera fleiri sérstakar strætóakreinar til að flýta fyrir för strætisvagnana og gera þá þar með að enn sam- keppnishæfari ferðahætti. Kostn- aður vegna strætóakreinarinnar sem er verið að gera núna á Miklubraut er 160 milljónir kr. fyrir 1.200 metra kafla. Miðað við þessar tölur væri hægt að byggja um 22,5 km af sérstökum stræ- tóakreinum. Ef hagkvæmnin er til staðar, þá er mitt álit að léttlestar eða metrólestar geti verið mjög gott val fyrir farþega á höfuðborgar- svæðinu, og styrking fyrir al- menningssamgöngur. Þó er vert að segja að aðeins einn staður í Danmörku hefur metrólestar og engar léttlestar, en það er í Kaup- mannahöfn. Munurinn á milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur er hins vegar sá að í Kaupmanna- höfn voru 503.681 íbúar 1. janúar 2007 á 88 km2 landi. Reykjavík hafði á sama tíma 116.446 íbúa á 277,1 km2 landi og höfuðborg- arsvæðið í heild sinni 191.431 íbúa á 775 km2 landi. Þetta þýðir að það voru 5.723 íbúar á hvern km2 í Kaupmannahöfn en einung- is 420 íbúar á hvern km2 í Reykja- vík og 247 íbúar á hvern km2 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta þýðir að það er miklu dýrara að byggja upp almenningssamgöngukerfi í Reykjavík til að gefa fullnægjandi þjónustu. Ekki verri þjónusta Sex stærstu bæjarfélögin í Dan- mörku gera samanburðarskýrslu annað hvert ár um ýmsa kostn- aðarliði, þar á meðal vegna al- menningssamgangna. í töflunum hér í greininni er höfuðborgar- svæðinu bætt við til samanburðar. Vert er að nefna að gengið á dönsku krónunni er reiknað sem 12,50. Eins og fram kemur í töflunum er Strætó bs. ekki að veita verri þjónustu í aksturstíma fyrir hvern íbúa en gengur og gerist í sveit- arfélögunum í Danmörku, að Kaupmannahöfn undanskildari. Kostnaðurinn við reksturinn er hins vegar mikill hér á landi mið- að við Danmörku og fargjalda- tekjurnar eru mjög lágar miðað við hin bæjarfélögin. Það er dýrt að efla almennings- samgöngurnar hér á höfuðborg- arsvæðinu þó svo að það sé þörf á því, en hættan er sú að það sé enn þá dýrara að efla þær með lestum, hvort sem það eru léttlestar eða metrólestar. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs – Strætó bs. Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu UMRÆÐAN aEinar Kristjánsson Eins og fram kemur í töfl- unum er Strætó bs. ekki að veita verri þjón- ustu í akst- urstíma fyrir hvern íbúa en gengur og gerist í sveitarfélögunum í Dan- mörku, að Kaupmanna- höfn undanskilinni. Íbúafjöldi, stærð og íbúafjöldi á km2 Höfuðb.svæðið Árósar Óðinsvé Álaborg Esbjerg Randers Kaupmannahöfn Íbúafjöldi 1. jan. 2007 191.431 294.913 187.626 194.542 114.382 93.054 503.681 Stærð í km2 775 469 304 1.144 743 746 88 Íbúar á km2 247,16 628,81 617,19 170,05 153,95 124,74 5.723,65 Nettókostnaður vegna strætisvagnareksturs 2007 Höfuðb.svæðið Árósar Óðinsvé Álaborg Esbjerg Randers Kaupmannahöfn Kr. á hvern íbúa 11.176 5.775 4.800 6.875 3.638 3.900 7.100 Gjaldskrá í strætisvagna 1. febrúar 2007 Höfuðb.svæðið Árósar Óðinsvé Álaborg Esbjerg Randers Kaupmannahöfn 30 daga fullorðinskort 5.600 4.000 3.500 4.000 3.750 4.000 3.875 Verð á miða í farmiðaspjaldi 227 137,5 156,25 130 125 137,5 150 Staðgreiðslufargjald, fullorðinn 280,00 225,00 200,00 200,00 225,00 212,50 237,50 Strætisvagnar - ýmsar hagtölur 2007 Höfuðb.svæðið Árósar Óðinsvé Álaborg Esbjerg Randers Kaupmannahöfn Aksturstímar á íbúa 2,0 2,0 1,2 2,0 1,1 1,4 2,7 Ferðir á hvern aksturstíma 20 77 58 54 38 39 76 Nettókostnaður á hverja ferð 278,0 37,5 68,8 62,5 85,0 72,5 33,8 Nettókostnaður á hvern aksturstíma 5.575 2.888 4.025 3.388 3.213 2.850 2.600 Fargjaldatekjur í prósentum 22,9 66,8 51,3 53,5 47,6 44,0 58,0 Athugasemdir: • Aksturstími er skilgreindur sem einn tími í akstri með farþega • Ferðir eru innstig farþega • Fargjaldatekjurnar eru skilgreindar í prósentum miðað við heildar rekstrargjöld • Gengi DKK 12,5 24stundir/BMS

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.