24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 15 Samfylkingin hefur nú verið í ríkisstjórn í liðlega eitt ár. Árið hefur verið viðburðaríkt og þrátt fyrir að efnahagsástand sé nokk- uð erfitt hafa mörg jákvæð mál náð fram að ganga þetta fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar. Eftir stendur vitaskuld að margt er eftir og auðvitað verða efnahags- málin í forgrunni á komandi mánuðum. Ég ætla að leyfa mér að birta stutta samantekt á þeim fjöl- mörgu verkefnum sem nú þegar hafa komið til framkvæmda eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Að sama skapi er ástæða til að geta þess að neðangreindur listi er engan veginn tæmandi, eðli málsins samkvæmt. Þetta er í höfn -Bætt stuðningskerfi fyrir lang- veik börn og fjölskyldur þeirra. -17% hækkun á fjárframlögum til menntunar og rannsókna milli ára. -Þreföldun á fjármagni í heima- hjúkrun á þremur árum. -Stimpilgjöld afnumin fyrir fyrstu kaupendur íbúðahúsnæðis. -Fyrsta aðgerðaráætlunin fyrir börn samþykkt - Unga Ísland samþykkt. -Skattleysismörk verða hækkuð um 20.000 kr. á kjörtímabilinu ofan á verðlagshækkanir. -Skerðing bóta vegna tekna maka afnumin. -Skerðing lífeyrisgreiðslna vegna séreignasparnaðar afnumin. -Lífeyrisgreiðslur hækkaðar um 9 milljarða króna á heilu ári og jafngildir það u.þ.b. 17% hækk- un lífeyris, miðað við síðasta ár. -Hækkun greiðslna til lífeyr- isþega sem hafa hvað verst kjör um 24.000 kr. á mánuði. -Afnám tekjutengingar vegna launatekna þeirra sem eru 70 ára og eldri og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað í 100.000 kr. -300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiðslur örorkulífeyr- isþega. -Aldurstengd örorkuuppbót hækkuð. -60% aukning á fjármagni til Samkeppniseftirlitsins á 2 árum. -50% aukning á fjármagni til Fjármálaeftirlitsins milli ára. -25% aukning á fjármagni til Umboðsmanns Alþingis milli ára. -Fjárframlög til Mannréttinda- skrifstofu Íslands tryggð á fjár- lögum. -Tæplega helmings aukning á fjármagni til samgöngumála milli ára. -Ný jafnréttislög sett og aðgerðir gegn kynbundnum launamun hafnar. -Ný orkulög sett þar sem op- inbert eignahald er tryggt á auð- lindunum. -Vinna hafin við rammaáætlun um umhverfisvernd og öllum umsóknum um ný rannsókn- arleyfi vísað frá á meðan. -Skerðingarmörk barnabóta hækkuð um 50%. -Hámark húsaleigubóta hækkað um 50%. -Eignaskerðingarmörk vaxtabóta hækkuð um 35%. -24 ára reglan þurrkuð út úr út- lendingalögunum. -Íbúðalán Íbúðalánasjóðs miðast nú við markaðsvirði en ekki brunabótamat. -Stóraukið frumkvæði á al- þjóðavettvangi og aukið fjár- magn í þróunarmál. -Trúfélögum heimilað að stað- festa samvist samkynhneigðra. -Einhleypum konum heimilað að fara í tæknifrjóvgun. -Fyrstu innheimtulögin sett. -Stjórnarráðinu og þingskap- arlögunum breytt með róttækum hætti. Eins og má sjá á þessari upp- talningu hefur ríkisstjórnin nú þegar komið fjölmörgum málum til leiða. Það er hins vegar aug- ljóst að málefni eldri borgara, ör- yrkja og barnafjölskyldna eru í forgangi hjá ríkisstjórn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks. Fjár- festingar í innviðum samfélagsins s.s. í samgöngu- og menntamál- um hafa verið tryggðar ásamt í nauðsynlegum eftirlitsstofnun- um. Þá hafa jafnréttismál verið sett á oddinn ásamt hagsmuna- málum neytenda en það var löngu tímabært. Verk hinnar frjálslyndu umbótastjórnar tala sínu máli. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar Hvað höfum við gert? UMRÆÐAN aÁgúst Ólafur Ágústsson Það er hins vegar aug- ljóst að mál- efni eldri borgara, ör- yrkja og barnafjöl- skyldna eru í forgangi hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Gott mál Málefni barna- fjölskyldna eru í forgangi hjá ríkisstjórninni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.