24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir Gúmmívinnustofan SP dekk - Skipholti 35 -105 R Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Sumardekk Opið 8-18 virkadaga 9-15 laugardaga Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 fjallabilar@fjallabilar.is Japan/U.S.A. Öxulliðir í flestar gerðir jeppa FRAMÖXLAR Í JEPPA Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is Litla kaffistofan alltaf best Guðfinnur Einarsson vörubíl- stjóri þarf ekki að hugsa sig tvisvar um áður en hann svarar því hvaða vegasjoppa er í uppáhaldi hjá hon- um. „Það er Litla kaffistofan, maður! Ég fer oft þangað því ég keyri mik- ið þarna um og svo er þjónustan bara svo góð. Fólkið þar er líka yndislegt.“ Og Guðfinnur veit hvað hann syngur því hann er reynslubolti. Hann hefur keyrt þjóðvegina ótal sinnum á 28 ára starfsferli sínum, en hann flytur efni og vélar út á land. En hann segir þó að til séu fleiri góðar sjoppur. „Staðarskáli er reyndar líka mjög góður. Og ég myndi segja að flestir vörubílstjórar væru sam- mála mér með þessar tvær sjopp- ur.“ Kleinur, skonsur og hangikjöt Guðfinnur virðist hafa rétt fyrir sér með Litlu kaffistofuna, alla vega er Ásgeir Unnar Sæmundsson honum hjartanlega sammála. „Þetta er heimilislegur staður og þjónustan er notaleg. Og veiting- arnar eru heimilislegar líka. Maður fær skonsurnar með smjörinu og hangikjötinu, bara alveg eins og maður vill þær.“ Ásgeir Unnar segir að vörubíl- stjórar fjölmenni á kaffistofuna dag hvern en þó hafi mögulega orðið smávægileg fækkun. „Það eru reyndar sumir farnir að fara í Olís í Norðlingaholtinu. Það er auðvitað nýtískulegri staður og svona. En mér hefur alltaf þótt gaman að halda upp á kaupmann- inn á horninu,“ segir hann og mun því halda tryggð við uppáhalds kaffistofuna sína, líkt og margir aðrir. 24stundir/Kristinn Vegasjoppur skipa margar fastan sess í daglegu lífi vörubílstjóra Litla kaffistofan í uppáhaldi hjá flestum ➤ Litla kaffistofan í Svínahraunistendur á mörkum gömlu og nýju þjóðleiðarinnar yfir Hellisheiði. ➤ Bensínsala við Staðarskálahófst hófst árið 1929 og veit- ingasalan árið 1960. ➤ Veitingaskálinn á Brú í Hrúta-firði hefur verið starfræktur frá 1954. VINSÆLAR VEGASJOPPURVegasjoppur á þjóð- vegum landsins eru margar hverjar hálf- gerðar stofnanir út af fyr- ir sig þar sem atvinnubíl- stjórar koma saman og treysta því að þeir fái þar gott veganesti fyrir langa ferð. Vinsæll áning- arstaður Litla kaffi- stofan hefur reynst mörgum gott skjól. Reynslubolti Guðfinnur Einarsson hefur keyrt vörubíl í 28 ár. Styður litla manninn Ásgeir Unnar Sæ- mundsson metur góða þjónustu meira en nútímalegt útlit á sjoppum. Góð tónlist léttir lund og ófáum bílstjórum þykir helst til tómlegt að keyra klukkustundum saman í algerri þögn. Ökumenn bifreiða og vinnuvéla af öllum stærðum og gerðum ættu endilega að kynna sér bandarísku hljómsveitina Drive-By Truckers. Eins og nafnið á sveitinni gefur til kynna eru lög hennar mjög svo „bílvæn“ og sérstaklega viðeigandi á fóninum úti á þjóð- vegum. Hljómsveitin, sem er frá Athens í Georgíufylki, á sér aðdá- endur úr hinum ýmsu starfs- greinum, en ekki er ólíklegt að umtalsverður hluti þeirra séu at- vinnubílstjórar. Sjálfir eru hljóm- sveitarmeðlimirnir víst mikið „on the road“ eins og þeir kalla það, að spila á tónleikum víða um Banda- ríkin og reyndar í öðrum löndum líka. Heimasíða sveitarinnar er á slóðinni www.drivebytruckers.com og hægt er að hlusta á tóndæmi á slóðinni myspace.com/drivebyt- ruckers.com. Hljómsveitin Drive-By Truckers Áheyrileg á vegum úti Hljómsveitarmeðlimir Alltaf „on the road“. Í bænum Rimbley í Kansas er að finna Pas-Ka-Poo-garðinn. Hann teygir sig yfir fallegar ekr- ur þar sem fjölskyldan getur notið dagsins en einnig má þar finna byggðasafn svo og eitt stærsta safn heims af alþjóð- legum vörubílum og Smithson International Truck-safnið. Þar má sjá 19 Ken Smithson- vörubíla frá árunum 1935 til 1974 sem gerðir hafa verið upp og færðir í upprunalegt form en til þess þurfti að jafnaði parta úr fimm bílum sömu tegundar. Flestir eru bílarnir beinskiptir og hafa verið málaðir í uppruna- legum lit. Eitthvað fyrir alla í Pas-Ka-Poo-garðinum Útivera og bílasafn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.