24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 21 Flugfélög um allan heim leita nú leiða til þess að draga úr eldsneyt- iskostnaði. Meðal aðgerða sem þau hafa gripið til er að skipta út þung- um sætum og veitingavögnum fyr- ir aðra léttari, nota plastglös og -diska í stað glers og fleira í þeim dúr. Hugmyndir eru uppi um að ganga svo langt að rukka farþega yfir kjörþyngd aukalega, þó svo að deilt sé um siðferðilegt réttmæti þess. Sparakstur En það er ekki bara í fluginu sem menn reyna að grípa til leiða til þess að draga úr eldsneyt- iskostnaði. Fjölmargir bílstjórar sækja námskeið hjá ökukennurum í svokölluðum sparakstri, eða vist- akstri eins og það er einnig kallað. Þar læra þeir að keyra bíl með sem hagkvæmustum hætti, þannig að hann eyði sem minnst af eldsneyti, til dæmis með því að halda vélinni í réttum snúningi og nýta gírkass- ann rétt. Gildir líka í akstri Ekki má þó gleyma því að sömu lögmál gilda í akstri og flugi hvað þyngd varðar: Því þyngri sem bíll- inn er, þeim mun meira eyðir hann. Því eru allmörg flutningafyr- irtæki í Evrópu og Ameríku farin að leggja aukna áherslu á að fækka ferðum og að bílstjórar létti byrð- arnar í ferðum sínum eins mikið og mögulegt er. Að vísu þýða færri ferðir gjarnan jafnframt að meira af varningi er flutt í hverri fyrir sig, en þegar allt kemur til alls skilar það oftast nær sparnaði, ekki síst ef ferðirnar sem fækkað er eru langar. Þá eru bílstjórar hvattir til þess að taka sem minnst af óþarfa- farangri með sér í sendiferðir. Þó svo að persónulegur farangur sé alla jafna léttur í samanburði við farminn munar um hvert kíló þeg- ar eldsneyti er sparað. Ýmislegt gert til að draga úr eldsneytiskostnaði Færri ferðir og minni aukaþyngd Stór flutningabíll Hvert kíló sem hægt er að losa skiptir máli. Hvimleið umhverfisspjöll urðu á hraðbraut einni í Wisconsin á dög- unum þegar flutningabíll með æt- andi sýru opnaðist í miðjum akstri og innihaldið skvettist út á veginn. Ástæðan er sú að dyrunum aftan á geymslurými bílsins hafði ekki ver- ið lokað almennilega. Ökumað- urinn gæti átt yfir höfði sér kæru þar sem í ljós kom að hann hafði ekki tilskilin leyfi til þess að flytja hættuleg efni. Ætandi sýra út á götu Þegar lítil fjögurra sæta flugvél þurfti að brotlenda í Illinois í Bandaríkjunum fyrir síðustu helgi áttu tveir traktorbílstjórar stóran þátt í því að allir þrír sem voru um borð sluppu ómeiddir. Vélin gat lent á umferðargötu þar sem bíl- stjórarnir höfðu tekið sig til og lokað fyrir umferð þegar þeir sáu að vélin kom aðvífandi. Bílstjór- arnir voru sannarlega réttir menn á réttum stað. Traktorar komu til bjargar Breskir vörubílstjórar eru, líkt og kollegar þeirra í öðrum löndum, afar óánægðir með starfsskilyrði sín. Þeir hafa efnt til mótmæla víða um landið til þess að vekja athygli á stöðu sinni. Að sögn talsmanns hagsmunasamtaka breskra vörubílstjóra er bíl- stjórum bolað úr rekstri í um- vörpum vegna hás olíuverðs og nauðsynlegt að stjórnvöld bregð- ist við því. Breskir mótmæla Þau eru ófá fyrirtækin sem eru í rekstrarvanda vegna hækk- andi heimsmarkaðsverðs á olíu. Misjafnt er hvernig brugðist er við vandanum. Wabash National Corp í Bandaríkjunum hefur nú gripið til þess ráðs að skipta vinnutíma starfsmanna sinna niður í fjóra daga í stað fimm þar sem margir þeirra keyra langt til og frá vinnu. Í stað þess að vinna átta tíma á dag fimm daga vikunnar vinna flestir núna tíu tíma á dag fjóra daga vik- unnar. Að sögn stjórnenda fyr- irtækisins sáu þeir fljótt að hækkandi eldsneytisverð hefði ekki einungis áhrif á reksturinn heldur væri það einnig þung byrði á starfsmönnum sem voru nauðbeygðir til þess að eyða stærri og stærri hluta af ráðstöf- unartekjum sínum í eldsneyt- iskaup. Færri vinnudagar Hagræðing hvílir á sérstökum jarðskjálftaleg- um og í þeim eru tvíkjarnar sem dempa hreyfinguna að auki sem verður þegar allt fer af stað í jarð- skjálfta.“ Baldur segir Íslendinga standa framarlega í hönnun brúa sem eiga að standa af sér hamfarir á við jarðskjálfta og vera ríka af þekkingu til að miðla til annarra þjóða. „Við hófum þessa vinnu fyrir 20 árum og höfum framþró- að margar lausnir síðan, í Sogs- brúna fyrir meira en tuttugu árum voru settar jarðskjálftalegur og norður í Kelduhverfi er önnur slík brú hönnuð með þessu tilliti.“ dista@24stundir.is Nýja Þjórsárbrúin gerði sér lítið fyrir og sló út sjálfa Eyrarsund- sbrúna og fleiri norræn stórverk- efni í brúarsmíði og jarðgangagerð í samkeppni Norræna vega- sambandsins, NVF. „Brúin stendur á mesta jarð- skjálftavæði landsins sem er Fló- inn og vestur að Hveragerði,“ seg- ir Baldur Þorvaldsson í brúardeild Vegagerðarinnar um hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á jarð- skjálftavarnir við hönnun og smíði brúarinnar. „Við þurftum sértækar lausnir til að tryggja sterkbyggða og örugga brú því hún stendur á versta stað og jarðvegurinn undir henni ótryggur að auki. Brúin Nýja Þjórsárbrúin fær alþjóðlega viðurkenningu www.skoflur.is                           Leigi út smágröfur á sanngjörnu verði með eða án manns. Einnig höfum við leigukerrur. P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Síðumúla 13 • Reykjavík Sími 565 8060 • www.fornny.is Kjarnaborar Sagarblöð Slípibollar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.