24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 25 Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Vindurinn blés, regndropar féllu, myrkur að skella á. Báðir keppend- ur aðframkomnir eftir fimm klukkustunda leik en annar þó sýnu meira. Staðan 8-7 fyrir Spán- verjanum Rafael Nadal gegn Sviss- lendingnum Roger Federer og úr- slitastig í húfi. Federer á uppgjöf en er uppgefinn. Skýtur boltanum beint í netið. Nadal sigrar. Nokkurn veginn svona er lýsing- in á lokasekúndum úrslitarimmu þeirra félaga á Wimbledon-mótinu í tennis á sunnudaginn var en rimman, sú lengsta í sögu Wimble- don, þykir ein sú æsilegasta, ef ekki sú æsilegasta, sem sést hefur í tenn- is og er þó af nógu að taka á þeim bænum. Af stalli Rimmur þeirra félaga eru fyrir nokkru orðnar klassískar enda báðir setið í 1. og 2. sæti heimslista í tennis um nokkurt skeið. Federer næsta ósigrandi á grasi og Nadal næsta ósigrandi á leir. En Wimble- don er enn stærsta og mikilvægasta mótið í tennisheimum og sigur þar gulltryggir nafn viðkomandi í sögubækur og síðustu tvö árin hef- ur Nadal lotið í gras í úrslitaleik á Wimbledon fyrir Federer. Á toppnum 22 ára Rafa eins og heimamenn á Spáni kalla hann hefur átt undraverðan feril og það er auðvelt að gleyma að hann er aðeins 22 ára gamall. Hann vakti fyrst verulega athygli 2003, ári eftir að hann vann sinn fyrsta sigur á móti, þegar hann varð næstyngsti tennisspilari frá upphafi til að kom- ast á topp hundrað á heimslistan- um. Aðeins Boris Becker var yngri. Gegnumbrot Ferill Nadal fór þó á flug 2005 en það ár fóru sigrarnir að detta fyrir alvöru. Sigraði hann meðal annars 24 leiki í röð sem er met hjá ung- lingi. Þá sigraði hann sinn fyrsta stóra titil á Opna franska meist- aramótinu og endaði það ár í 2. sæti heimslistans. Aðeins Björn Borg og Becker höfðu náð þeim ár- angri á sama aldri. Og nú er stærsti titillinn kominn í hús hjá Spánverj- anum og kann að vera að dagar hins 26 ára Federer á efsta stalli tennisheimsins séu taldir. Ekki að- eins er Nadal yngri og þrekmeiri heldur er hann farinn að sigra reglulega á grasvöllum en þar hefur Federer ráðið ríkjum lengi en vart mikið lengur. Ósvikinn fögnuður Fyrsti sigur Rafael Nadal á Wimbledon var ekkert til að skammast sín fyrir. Rimman er þegar talin meðal bestu leikja í tennis frá upphafi. Uppgjöf Federer  Úrslitarimma Rafael Nadal og Roger Federer á sunnudaginn komin á spjöld tennissög- unnar sem æsilegasti úrslitaleikur nokkru sinni á Wimbledon Ímyndum okkur eitt stundarkorn að fram væri kominn jafnoki Tiger Wo- ods í golfinu. Yngri og snarpari kylfingur sem mót eftir mót léti hinn eina sanna Tiger virki- lega hafa fyrir sigrum sín- um. Ynni svo Tiger í lengsta bráðabana sem fram hefur farið á Mast- ers-mótinu. Óhugsandi? Þetta gerðist nú um helgina nema ekki í golf- inu heldur í tennis. Muchas gracías amigo! Federer og Nadal föðm- uðust að leik loknum. ➤ Fæddur á Mallorca 3. júní1986. ➤ Sigraði 81 leik í röð á leir-völlum frá apríl 2005 til maí 2007 þegar Roger Federer endaði þá óslitnu sigurgöngu. ➤ Hefur sigrað 29 sinnum átennismótum en aðeins á tveimur af þeim fjórum risa- mótum sem fram fara í tennis. ➤ Ekki allir vita að Nadal er rétt-hentur en spilar með vinstri hendinni. RAFAEL NADAL Fjögur mót í tennis berahöfuð og herðar yfirönnur í þeirri grein- inni. Wimble- don er þeirra stærst og merkilegast og með mesta söguna en hin þrjú eru Opna bandaríska mótið, Opna franska mótið og Opna ástralska mótið. Wimbledon fer árlegafram kringummánaðamótin júní og júlí og tek- ur þrettán daga í heildina. Það er eina stórmótið í tennis sem leikið er á grasi. Opna bandaríska og ástralska fara fram á hörðu gerviyfirborði en það franska á leirvelli. Atvinnumönnum varmeinað að keppa áWimbledon-mótinu þangað til 1968 en fyrsta mótið á þeim velli fór fram 1877. Síðan þá er Bandaríkja- maðurinn Pete Sampras sá sem oftast hefur sigrað í karla- flokki á Wimbledon eða sjö sinnum alls. Á eftir honum með fimm sigra hvor eru þeir Björn Borg og Roger Federer. Strákarnir blikna hins veg-ar í samanburði viðMartinu Navratilovu en sú sigraði á Wimbledon alls níu sinn- um. síðast árið 1990. Af þeim stúlkum sem enn eru að er Venus Williams fremst meðal jafningja með fimm sigra alls en hún vann sinn fimmta sigur um nýliðna helgi. Yngsti keppandinn til aðsigra á þessu stórmótier Svisslending- urinn Martina Hingis sem það gerði á sextánda ald- ursári hvorki meira né minna. Yngsti karlmaðurinn var ekki mikið eldri. Boris Bec- ker var sautján ára þegar hann vann titilinn 1985. Verðlaunafé á stórmót-unum í tennis eru ekkiaf verri endanum. Heildarvinn- ingsfé á Wimbledon nemur 1.8 milljarði króna. Þar af fá sigurvegarar í kvenna- og karlaflokki 114 milljónir hvor um sig. 70 milljónir króna fá sigurvegarar í tvenndarleik í báðum flokkum en að auki er keppt í ýmsum aldursflokkum öðrum á mótinu þar sem vinningar eru einnig ekkert til að kvarta yfir. Að auki eru verðlaunagripir mótsins afar fallegir. TENNIS ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Rimmur þeirra félaga eru fyrir löngu orðnar klassískar. Federer næsta ósigr- andi á grasi og Nadal næsta ósigrandi á leir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.