24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 27
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Nokkrir fangar á Litla-Hrauni hafa undanfarnar vikur stundað mat- jurtaræktun undir styrkri leiðsögn Auðar I. Ottesen, garðyrkjufræð- ings og ritstjóra Sumarhússins og garðsins. „Þeir vinna að þessu af mikilli alúð og einhug, strákarnir. Ef eitthvað er hugsa þeir of vel um þetta. Þeir vökva svolítið mikið,“ segir Auður og hlær. Þrátt fyrir hrjóstrugt umhverfi gengur ræktunin vonum framar. „Ég er með matjurtir í garðinum mínum og það vex betur þarna en hjá mér,“ segir Auður sem er stolt af árangrinum. Betrun fylgir ræktun Hún bætir við að strákarnir séu ofboðslega áhugasamir og taki leiðsögn mjög vel. „Ég kom fyrst til þeirra fyrir um einum og hálfum mánuði. Það er með ólíkindum hvað ég sé mikinn mun á þeim og hvað þeir gleðjast við að fara til verka,“ segir Auður og bætir við að sjálfir finni þeir mikinn mun á sér. „Áður sváfu þeir bara og tíminn leið hægt. Núna eru þeir alltaf mættir af sjálfsdáðum rétt fyrir kl. níu á morgnana. Þeir líta til næsta dags með tilhlökkun,“ segir hún. Að sögn Auðar felst mikil betrun í ræktuninni. „Þetta er náttúrlega ekkert annað en mannrækt og mikil heilun. Þetta hefur svo góð áhrif á sálarlífið. Það þekkja allir sem eru í garðrækt,“ segir hún. „Í stað þess að hanga inni í herbergi eða gera eitthvað sem er ekki upp- byggilegt geta þeir dreift huganum með þessum hætti, verið einir með sjálfum sér að dúlla í þessu. Þá er eins og það sé nýr glampi í aug- unum á þeim. Fegurðinni var hleypt inn,“ segir Auður. Safnað fyrir gróðurhúsi Um þessar mundir stendur Sumarhúsið og garðurinn að kaup- um á gróðurhúsi fyrir fangana. „Tilkoma gróðurhúss veitir þeim tækifæri til að fylgjast með nátt- úrunni og gróandanum yfir vetr- artímann,“ segir Auður og tekur undir að einnig hafi þeir möguleika á að rækta ýmsar tegundir sem ekki þrífast utandyra. Söfnun er hafin fyrir gróðurhúsinu og er hægt að leggja inn á reikning 0101-26- 171717 (kt. 481203-3330) í aðal- banka Landsbanka Íslands. Blómlegur fangelsisgarður Matjurtarækt hefur góð áhrif á fanga að mati Auðar Ottesen garðyrkjufræðings. Fangar rækta matjurtir með góðum árangri Fegurðinni hleypt inn á Litla-Hraun Garðrækt hefur góð áhrif á sálarlífið og í henni felst betrun að mati Auðar I. Ottesen sem hefur leið- beint föngum á Litla- Hrauni um matjurtarækt. Nú er hafin söfnun fyrir gróðurhúsi í fangelsið. ➤ Matjurtaræktunin er að frum-kvæði fanganna sem vildu rækta eigið grænmeti. ➤ Sumarhúsið og garðurinn út-vega þeim fræðsluefni um ræktunina. ➤ Einnig njóta þeir stuðningsgróðrarstöðvarinnar Storðar sem útvegar þeim meðal ann- ars matjurtir og áburð. RÆKTUNIN Mynd/Páll Jökull Pétursson 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 27 GARÐASPJALL Nú er tími sumarleyfanna runninn upp og líklega nota flestir sumar- leyfið sitt til að fara að heiman í nokkra daga, kannski eina viku eða jafnvel þrjár. En þá koma oft upp ýmis vandkvæði á því að leggja í hann. Er einhver til að gefa kett- inum eða páfagauknum? Getum við haft hundinn með? Og hver á að vökva stofublóminn eða svala- kassana? Leitað til nágranna Kettinum og páfagauknum má yfirleitt koma í fóstur, jafnvel hundinum líka. En frá pottaplönt- unum verður yfirleitt að fara í þeirri von að þær spjari sig og þorni ekki upp á meðan við erum í burtu. Ákjósanlegast væri samt að fá nágranna eða einhvern nákom- inn til að líta til með plöntunum og vökva þær eftir þörfum. Það er einnig góð öryggisráðstöfun á þess- um tímum hinna bíræfnu inn- brotsþjófa að einhver komi í íbúð- ina á hverjum degi, taki til við bréfalúguna, færi til gluggatjöld og setji rusl í sorpílát sem standa ut- andyra. En ef þessu verður ekki viðkomið, hvað er þá til ráða með pottaplönturnar? Allar plöntur á einn stað Sem betur fer eru til nokkur ráð til að varna því að pottaplönturnar þorni upp. Eitt þeirra er að safna öllum plöntunum saman á einn stað, t.d. í baðkerið eða á sturtu- botninn í baðherberginu. Setja plastdúk næst málminum, ekki teppa niðurfallið, og þar ofan á efni sem getur dregið í sig vatn og miðl- að því áfram til plönturótanna. Það má nota hillusvamp, gömul hand- klæði eða flísefni. Einnig fást sér- stakir rakadúkar í garðyrkjuversl- unum, ætlaðir til að hafa undir plöntum á gróðurhúsaborðum. Þegar búið er að ganga frá þessum undirstöðuatriðum röðum við plöntunum, eins þétt og þær kom- ast, á dúkinn og vökvum vel yfir með volgu vatni úr handsturtunni. Síðan látum við aðeins „drippa“ (2-5 dropar á mínútu) úr hand- sturtunni sem við leggjum á dúk- inn með plöntunum. Skrúfum svo fyrir alla ofna og reynum að halda baðherberginu svölu. Mild dags- birta er góð, jafnvel má alveg vera myrkur, en sterkt sólskin er best að varast. Þessi aðferð heldur öllum plöntum heilum í þrjár til fimm vikur. Kaktusar og jukkur Önnur aðferð – og svipuð – er að halda þessu með plastdúkinn og rakadúkana. En í staðinn fyrir að láta handsturtuna „drippa“ á raka- dúkana, þá er búinn til eins konar kveikur úr rakadrægu efni sem lát- in er standa í fötu fullri af vatni í annan endann en hinn endinn er leiddur undir rakadúkana. Það dugar oftast í nokkrar vikur. Þykkblöðungar, kaktusar, jukkur og drekaliljur þola vel að standa vatnslausar í mánuð eða meir. Havaírósir þurfa mikla birtu og jafna vökvun. Pottaplöntur, vökvun og sumarleyfið Hafsteinn Hafliðason lumar á góðum ráðum. Kryddjurtir dafna víða í görðum um þessar mundir enda finnst mörgum gott að hafa ferskt krydd við höndina til að nota við mat- argerðina. Sumir læða plöntunum inn á milli annarra jurta í garð- inum á meðan aðrir hafa þær í sér- stökum matjurtagörðum. Mestu skiptir að þeim sé komið fyrir á skjólsælum og sólríkum stað og að þær fái nóg að drekka. Þeir sem eru með kryddjurtirnar innandyra þurfa einnig að búa vel að þeim. Jurtirnar una sér yfirleitt best í suðurglugga þar sem sólar nýtur. Jurtirnar þurfa rými til að vaxa og dafna og nauðsynlegt er að vökva þær reglulega til að þær þorni ekki upp. Það er sérstaklega mikilvægt þegar heitt er í veðri og sterkt sólskin. Hellið vatni beint í moldina í stað þess að úða yfir blöðin. Gætið þess jafnframt að frárennsli sé gott, að göt séu undir pottinum og undirskál. Skilyrði til kryddjurtaræktunar Sól, skjól og vatn Það borgar sig að velja sláttuvél sem hæfir garðinum. Sumir kaupa óþarflega stórar og dýrar vélar miðað við stærð garðsins. Í mörgum tilfellum er hægt að komast af með litlar vélar sem ganga fyrir rafmagni eða jafnvel handafli. Þeim fylgir að sjálf- sögðu engin bensíneyðsla sem kemur víst flestum til góða nú á tímum þegar ekkert lát virðist vera á bensínhækkunum. Óþarflega stórar sláttuvélar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta er náttúrlega ekkert annað en mann- rækt og mikil heilun. Þetta hefur svo góð áhrif á sálarlífið. Það þekkja allir sem eru í garðrækt. garðurinn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.