24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir SJÁLFBOÐALIÐASTARF Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Við vorum alls staðar að, t.d. frá Svíþjóð, Sviss og Bandaríkjunum, en flestir úr hópnum voru frá Bret- landi,“ segir Ingibjörg um hina sjálfboðaliðana sem hún dvaldi með á Indlandi. Ingibjörg fór út á vegum Exit.is og var í fimm vikur. Hún hafði kynnt sér mögulega áfangastaði vel áður en Indland varð loks fyrir valinu. Og hún sér ekki eftir því. „Við flugum til Mumbai og fór- um þaðan til Lonavala þar sem við fórum í fjallgöngur og klettaklifur og kynntumst hópnum betur. En þaðan fórum við svo til Goa þar sem sjálfboðaliðastarfið sjálft hófst.“ Fátæktin í Goa-héraði er mikil og sjálfboðaliða víða þörf. Ingi- björg og félagar hennar gátu valið hvort þau vildu starfa með eldri borgurum, á barnadagvistun, við kennslu eða með HIV-smituðum börnum. „Ég valdi að vinna á barnadag- vistuninni og þá var ég með tveggja til fimm ára börnum að kenna þeim og leika við þau. Þau voru ekki munaðarlaus en þau voru úr mjög fátæku hverfi. Barna- gæslan er ókeypis fyrir foreldrana en það vilja ekki allir foreldrar senda börnin sín í skóla eða gæslu. Vilja þá jafnvel bara hafa þau heima að vinna.“ Mjög ólíkt Íslandi Þó svo að Ingibjörg hefði vitað sitthvað um Indland þá var ýmis- legt sem kom á óvart. „Þetta var ótrúlega sérstök lífs- reynsla. Í raun eins og að fara aftur í tímann. Þau eru rosalega ótækni- vædd og nota eiginlega engin tæki. Þvo t.d. allt í höndunum. Svo borða þau með höndunum og sitja á gólfinu á meðan. Síðan þegar maður var að keyra þá sá maður fólk úti á götu að bursta í sér tenn- urnar eða þvo á sér hárið. Mér fannst líka svolítið fyndið að karl- mennirnir leiðast mikið og halda innilega hver utan um annan á göt- unum, en það er bara merki um vináttu. Við héldum fyrst að það væru bara svona margir hommar þarna en þetta var bara vinskapur.“ Það hafa því verið töluverð við- brigði fyrir Íslending að venjast þessum nýju aðstæðum en Ingi- björg mætti vel undirbúin og lét engan bilbug á sér finna. „Ég var nú ekkert hrædd um að fá neina sjúkdóma vegna þess að ég fékk alveg fjórar eða fimm sprautur áður en ég fór og var svo með mal- aríutöflur með mér. Ég var eigin- lega með heilt apótek með mér. En það fengu reyndar allir eitthvað í magann. Og ég líka, bara seint í ferðinni og ekkert alvarlegt.“ Útlendingarnir spennandi Indverjunum fannst líka ýmis- legt undarlegt í fari útlendingana og stundum fannst sjálfboðaliðun- um nóg um athyglina. „Indverjarnir eru mjög sérstakir. Sérstaklega karlmennirnir en þeir bara störðu á mann vegna þess að maður er hvítur kvenmaður. Og flestir gera það, stara og benda og sumir vildu endalaust taka myndir af okkur. En sumir voru alveg rosa- lega pirrandi og kölluðu á eftir manni og flautuðu og störðu. Annars voru líka margir alveg rosalega vingjarnlegir og vildu allt fyrir mann gera. En fólkið þarna var auðvitað mjög mismunandi, bara allar tegundir fólks.“ Ingibjörg er því bersýnilega alsæl með reynsluna og mælir með því að gerast sjálfboðaliði. „Þetta var rosalega gaman og mikil lífsreynsla. Svo þegar maður kemur heim þá metur maður það mikils að þurfa ekki að þvo hlutina með höndunum og að geta fengið klósettpappír þegar maður vill.“ Sjálfboðaliðastarf er góð leið til að kynnast ólíkri menningu Eins og að ferðast aftur í tímann Hin 18 ára Ingibjörg Sig- urðardóttir hafði látið sig dreyma um að ferðast á framandi slóðir. Nýverið lét hún drauminn rætast, gerðist sjálfboðaliði á Indlandi og starfaði með fátækum börnum. Hún sneri heim reynslunni rík- ari og þakklát fyrir nú- tímaþægindi. Gefandi starf Ingibjörg naut þess mikið að vinna með fá- tæku börnunum í Goa. ➤ Exit.is býður fólki að takaþátt í sjálfboðaliðastarfi á 10 stöðum í heiminum. ➤ Sjálfboðaliðinn ber kostn-aðinn af sínu ferðalagi sjálfur en uppsker ánægju af því að kynnast ólikri menningu. Á vefsíðunni maps.google.com, kortasíðu Google-netfyrirtækisins, má finna góð kort af nær öllu byggðu bóli í heiminum, að und- anskildu Íslandi reyndar. En með því einfaldlega að slá inn leitarupp- lýsingum, eins og nafni á borg, kallar síðan upp þægilegt kort sem hægt er að stækka og minnka að vild. Síðan býður einnig upp á frá- bæran möguleika fyrir þá sem hyggjast fara akandi í fríið því hægt er að fá ítarlegar akstursleiðbein- ingar á milli nær allra staða, svo lengi sem hægt er að keyra þar á milli. Auk þess er ferðalanginum gefinn upp vegalengdin og hversu marga klukkutíma þarf að reikna sér í ferðalagið. hj Kortasíða Google er nytsamleg ferðalöngum Kort og leiðbeiningar Ítarlegar aksturs- leiðbeiningar Hægt er að fá nákvæma útlistun á því hvernig best er að komast á milli staða. „Ég vissi voða fátt um Sao Paulo fyrir utan að þetta væri stærsta borg Brasilíu,“ segir Auður Berg- þórsdóttir, 18 ára, en hún er nýlega komin heim eftir að hafa varið heilu ári í Brasilíu sem skiptinemi á vegum AFS. „Ég fór á netið þegar ég vissi hvert ég var að fara og fékk allar svona neikvæðustu upplýsingarn- ar. T.d. að flest bílslys væru þar og að gangandi vegfarendur væru bara í hættu vegna mótorhjóla.“ Auður segir að hún viti nú ekki al- veg hvort það séu réttar upplýsing- ar, en vissulega hafi umferðin verið mjög sérstök. „Allt er troðið af bílum og mót- orhjólin troða sér bara á milli. Og ég sá alveg nokkur mótorhjóla- slys.“ Kom skemmtilega á óvart „Borgin var allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Ég hafði áður farið til London og Berlínar sem eru auðvitað stórborgir líka. Þar er mikið skipulag og mörg kassalaga hús. En ekki í Sao Paulo. Þar er allt hálfpartinn í einhverri klessu. Fjöl- breytileikinn er mikill og fólk alls staðar að úr heiminum. Þar er t.d. stærsta byggð Japana fyrir utan Japan.“ Og kannski þess vegna héldu margir að hún væri innfædd. „Margir héldu bara að ég væri frá Brasilíu og fóru bara að tala portúgölsku við mig, en ég skildi auðvitað ekki neitt til að byrja með. En svo voru aðrir sem sögðu að þeir hefðu sjaldan séð svona ljós- hærða manneskju, en á Íslandi er ég yfirleitt talin frekar dökkhærð.“ Ein af fjölskyldunni AFS kom Auði fyrir hjá brasil- ískri fjölskyldu sem hún segir að hafi verið frábær. „Þau vildu allt fyrir mig gera. Og þau höfðu alltaf rosalega miklar áhyggjur af mér. Ef ég vildi fara út í búð í tveggja mínútna göngufjar- lægð, þurfti ég að hringja og láta vita hvert ég væri að fara, með hverjum og hvernig ég kæmist heim.“ Auður er frá Hellu en viðbrigðin við að búa skyndilega í 11 milljóna manna borg virðast ekki hafa angr- að hana. „Ég var rosalega ánægð að hafa lent þarna í svona stórri borg þar sem það vita ekki allir hver ég er. Hins vegar vissu flestir í hverfinu mínu alveg hver ég var, þó það væri stórt, því ég skar mig auðvitað úr.“ Að lokum segir hún að hún gæti ekki verið ánægðari með reynsluna þótt vissulega hafi komið erfið tímabil. „En ég mun aldrei sjá eftir þessu og þetta var besta ár lífs míns fram að þessu.“ haukurj@24stundir.is Úr rólegheitunum á Hellu til stærstu borgar Brasilíu LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mér fannst líka svolítið fyndið að karlmenn- irnir leiðast mikið og halda innilega utan um hvern annan á götunum, en það er bara merki um vináttu. útlönd Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu .....alltaf í leiðinni Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.