24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 38
pörumst á móti í úrslitakeppn- inni.“ Yngvi, félagar hans og hug- búnaður þeirra stóðu sig með stakri prýði í undankeppninni og unnu hana og verða því að teljast líklegir til afreka í sjálfri úr- slitakeppninni. Þar verður keppt með útsláttarfyrirkomulagi en alls eru það átta lið sem keppa. Mesta keppnin frá Kaliforníu Hið íslenska forrit sem sigraði í keppninni í fyrra þótti afar vel heppnað og því kemur það lítið á óvart að þetta árið skuli aðrir keppendur hafa tekið sér íslenska forritið til fyrirmyndar. „Við vor- um einir í fyrra að nota þessa að- ferðarfræði en nú eru einir þrír spilarar sem eru að nýta sér þessa svokölluðu hermunartækni við þetta.“ Aðspurður hvort að keppn- isskapið sé áberandi hjá íslenska gervigreindarhópnum segir Yngvi það vera nauðsynlegt en hann telur helstu samkeppnina koma frá Kali- forníu. „Ég myndi halda að sterk- asti andstæðingurinn okkar væri forrit frá Kaliforníu háskóla í Los Angeles en það voru einmitt þeir sem við sigruðum í fyrra.“ Íslensk titilvörn á alþjóðlegri ráðstefnu Heimsmeistarar í gervigreind Innan skamms mun þriggja manna hópur frá Háskólanum í Reykjavík halda til Chicago í Banda- ríkjunum. Verkefnið: að verja heimsmeistaratitil í gervigreind. Yngvi Keppnin hefst í Chicago 15.júlí. 24stundir/Valdís Thor Íslands sómi Yngvi og fé- lagar freista þess að verja heimsmeistaratitil sinn. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Það er ekki á hverjum degi sem Ís- lendingar takast á við það verkefni að verja heimsmeistaratitil. Það er hinsvegar verkefni sem blasir við þeim Yngva Björnssyni, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, Hilmari Finnssyni og Gylfa Þór Guðmundssyni en þeir freista þess að verja heimsmeist- aratitil í gervigreind. Keppnin fer fram á heimsins stærstu ráðstefnu um gervigreind, AAAI, sem fram fer í Chicago dagana 15.-18. júlí. „Grunnhugmyndin er sú að við erum að vinna í tækni sem er að gera tölvum kleift að læra sjálfar, af reynslunni,“ segir Yngvi. „Það er keppt í mörgum mismunandi leikjum sem forritin hafa aldrei séð áður. Forritin fá bara sendar leik- reglurnar og eiga þau að uppgötva sjálf og læra hvað þarf til að spila þennan leik vel og vinna.“ Unnu undankeppnina Eins og í öðrum heimsmeist- arakeppnum þá fer fram und- ankeppni sem heimsmeistararnir þurfa að taka þátt í. „Það var und- ankeppni í gangi, eins og í fótbolt- anum, sem ræður hverjum við 38 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2008 24stundir „Félagar í Saving Iceland eru upp til hópa dugnaðarforkar, hug- sjónafólk sem berst fyrir íslenska náttúru. Við eigum að bjóða þau velkomin til landsins og þakka þeim fyrir hjálpina enda ærið verk fyrir höndum að opna augu nokkurra stóriðjusinna.“ Hlynur Hallsson hlynurh.blog.is „Enn einu sinni megum við búast við einhverjum lýð til að mót- mæla því sem þeim kemur ekkert við. Ég tel að þarna sé á ferðinni lýður sem aldrei hefur migið í saltan sjó eða dýft hendinni í kalt vatn, kann ekki landafræði og því síður að það virði rétt eða skoð- anir annarra. “ Hulda Elma Guðmundsdóttir heg.blog.is „Djöfuls svítness er að fara úr bænum þegar veðrið er svona. Ha ha, ég er orðin eins og hundrað ára, geeet ekki verið í bænum um helgar út af öllum látunum í út- hverfapakkinu sem mæta í 101 um helgar og eru með fylliríslæti og vesen með hugarfarinu: „hva’ fólk valdi sér að búa hérna.“ Katrín Atladóttir katrin.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Bæði Mugison og Bloodgroup fengu slappa dóma í dönsku pressunni fyrir framkomu sína á Hróars- kelduhátíðinni. Mugison fékk aðeins tvær stjörnur í einu af dönsku dagblöðunum og kallaði blaðamað- ur tónleikana hrein vonbrigði. Honum fannst það miður að Mugison skyldi öskra meira en syngja og bjóst greinilega við svipuðu efni og á eldri plötum Mugga. bös Um næstu helgi fer fram Eistnaflug í Neskaupstað, þar sem hljómsveitin Ham mun koma fram ásamt öðrum góðum böndum. Um ágæti Ham þarf ekki að fjölyrða, enda ein goðsagnakenndasta rokk- hljómsveit Íslandssögunnar. Sveitin mun þó spila á fleiri stöðum í sumar, enda ekki á hverjum degi sem meðlimir hennar koma saman til æfinga. Ekki er þó útséð með dagsetningar í þeim efnum enn þá. tsk Hún er ágætlega heppnuð nýja herferðin hjá Voda- fone sem nefnist Skítt með kerfið. Plaggöt þess efnis voru sett upp fyrir helgina og þóttu áberandi. Virt- ist sem ný pönkhljómsveit hefði verið stofnuð eða Anarkistafélagið hefði sent frá sér ályktun. Hreins- unardeild Reykjavíkurborgar tók enga sénsa heldur fjarlægði allt klabbið enda óvenju þrifnir eftir að miðborgarstjórinn Jakob Frímann tók við. tsk „Þetta gerist frekar oft hjá tón- listarmönnum, að þeir gleymi hljóðfærum sínum,“ segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, með- limur hljómsveitarinnar Ný- danskrar, sem spilaði á Markaðs- degi Bolvíkinga á laugardaginn. Aðspurður hvort tónlistarmenn hugsuðu ekki um gítara sína líkt og kærusturnar, svaraði Björn að bragði: „Jú jú, en það kemur fyrir að við gleymum þeim líka!“ Gítarinn er glænýr og af gerð- inni Fender Telecaster. „Þetta er amerískur Telecaster, hannaður fyrir rétthenta. Hann var sendur í flug í gær, en það gekk allt vel, þrátt fyrir að hann sé örlítið flug- hræddur,“ segir Björn, en gítarinn er ekki sá hinn sami og hljómar í laginu Flugvélar. Blíða í Bolungarvík Nýdönsk frumflutti nýtt lag sveitarinnar á Markaðsdeginum, sem að sögn Björns Jörundar lagð- ist vel í mannskapinn. „Lagið steinlá alveg. Við lékum aftan við sundlaugina í brakandi blíðu, alveg óvenjugóðu veðri og krakkarnir heimsóttu hoppukast- alann meðan fullorðna fólkið tróð í sig pönnukökum. Svo var hörku- ball um kvöldið, góð stemnning og allt lukkaðist frábærlega.“ Nýdönsk mun næst koma fram um verslunarmannahelgina þar sem þeir leika á Akureyri, Seyð- isfirði, Vestmannaeyjum og í Hús- dýragarðinum. Þá er nýjasta lag sveitarinnar, Náttúra, væntanlegt á öldur ljós- vakans í dag. traustis@24stundir.is Nýdönsk með velheppnað ball í Bolungarvík Björn Jörundur gleymdi gítarnum Flughræddur Fender Björn Jörundur ásamt týnda Telecaster-gítarnum sínum. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 9 8 1 6 4 3 7 2 5 4 7 2 5 1 8 6 3 9 3 5 6 2 7 9 1 4 8 8 1 4 9 3 6 2 5 7 7 6 3 4 2 5 8 9 1 2 9 5 7 8 1 3 6 4 5 2 9 8 6 7 4 1 3 1 4 8 3 5 2 9 7 6 6 3 7 1 9 4 5 8 2 Þarftu alltaf að kaupa ódýrustu bitana af matnum? a Ætli föngunum þyki ekki grasið alltaf grænna hinum megin Margrét, verður grasræktun liðin á Litla-Hrauni? Margrét Frímannsdóttir er fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, en nú er í gangi söfnun fyrir nýju gróðurhúsi fyrir fangana, svo þeir geti ræktað ýmsar matjurtir. FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.