24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 08.07.2008, Blaðsíða 40
24stundir ER NÁTTÚRAN AÐ REYNA AÐ SEGJA ÞÉR EITTHVAÐ? ÞÚ FÆRÐ 15% VEXTI OG LEGGUR NÁTTÚRUNNI LIÐ & HAGUR FYRIR ÞIG Þú leggur inn á Save&Save reikning og færð 15% ársvexti* HAGUR FYRIR HEIMINN Glitnir leggur mótframlag í Glitnir Globe – Sustainable Future Fund, sjóð sem styrkir sjálfbæra þróun. Save&Save er reikningur sem Glitnir mun bjóða á helstu markaðssvæðum sínum. Farðu inn á saveandsave.is eða talaðu við ráðgjafa Glitnis og kynntu þér málið. Glitnir er leiðandi í fjármögnun verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. *S av e& S av e op in n sk v. va xt at öf lu G lit ni s 1 .7 . 2 0 0 8 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 9 4 2 ? Danir voru nýlega valdir hamingju-samasta þjóð í heimi. Þetta mældu vís-indamenn með því að skoða hversu lang-ur vinnudagurinn er, hversu fáir skilnaðireru og hversu vel fólk plummar sig íneysluþjóðfélaginu. Fyrir mér er þettaeins og að reyna að eima alvörugull úr Eg-ils bjórdós. Það er verið að leita á röngum stöðum. Einn daginn vaknaði ég í rúminu mínu og vissi að ég var hamingjusamur. Þá átti ég ekki konu, enga íbúð, engan bíl, var ekki með fasta vinnu og hafði varla efni á mat. Ég var samt hamingjusamur og vissi af hverju. Ég get komið því fyrir í einni setningu og sparað vísindamönnum tugi milljóna við næstu rannsókn. Ég hætti að haga mér eins og fáviti! Í áraraðir á undan hafði ég trúað því að ég væri rokkstjarna og lifað samkvæmt því, enda svipað merkilegur og Jesú þó svo að enginn annar hefði alveg kveikt á því. Svo fjölgaði hálfvitunum í kringum mig. Hægt og bítandi leitaði ég stöðugt í því að einangra sjálfan mig meira og meira. Fann svo loks skjól í mínu eigin rassgati. Það var ekki fyrr en allir hálfvitar heimsins höfðu sameinast í höfðinu mínu að ég áttaði mig á því að það var mín eig- in hegðun og hugsun er bjó til steininn í maganum er var að sökkva mér niður í dýpið. Að orð mín og gjörðir hefðu plant- að honum þar. Að ég einn bæri ábyrgð á minni líðan. Ég ákveð að vera hamingjusamur og passa nú að orð mín og gjörðir ógni því ekki. Frí uppskrift að hamingju Birgir Örn Steinarsson fann hamingjuna. Hvar er hamingjuna að finna? YFIR STRIKIÐ 24 LÍFIÐ Blaðamaður 24 stunda skemmti sér konunglega á Hróarskeldu. Hann vill þó ekki minn- ast klósettferðanna. Hróarskelduhátíðin draumi líkust »32 Ný Dönsk hélt vel heppnað ball á Bolungarvík um helgina. Björn Jörundur gleymdi gít- arnum fyrir vestan. Gleymdi elskunni sinni á Bolungarvík »38 Creation-tónleikahátíðin er hin sannkristna útgáfa Woodstock- hátíðarinnar. Þar rokka allir með Guði. Allir í góðu stuði, með Guði »33 ● Sumarsýning Gallerí Ágúst fagnar senn eins árs starfsafmæli sínu en það var opnað í ágúst 2007. Sjö lista- menn hafa haldið sýningar í gall- eríinu og nú í júlí eru sýnd verk eftir þá alla. „Listamennirnir hafa verið mjög ánægðir með aðstöð- una enda rýmið hannað sem gall- erí,“ segir eigandinn, Sigrún Sandra Ólafsdóttir. „Móttökurnar hafa verið góðar og spennandi sýn- ingar framundan, enda er myndlist einn besti fjárfestingarkosturinn í efnahagslægð eins og í dag .“ ● Sterk viðbrögð vegna kamra „Fólk hefur hringt látlaust,“ segir Kári Jónasson, leiðsögumaður sem þrumaði yfir bágborinni salern- isaðstöðu við Dettifoss í útvarpsviðtali sem vakti þjóðarathygli. Sjálfur var Kári fréttastjóri útvarpsins í fjölda ára. „Hvoru tveggja er mjög skemmti- legt en ég hef lært margt nýtt eftir að ég varð leiðsögumaður,“ segir Kári, sem vonar að klósettmálum við Dettifoss og á öðrum ferða- mannastöðum verði kippt í lag hið snarasta. „Það nær ekki nokkurri átt að hafa þetta í ólestri.“ ● Skítt með kerfið Svo hljóm- ar nýtt slagorð frá Vodafone sem sjálfur Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock, fer með í nýrri aug- lýsingu. „Það hef- ur mikið verið hlegið að þessu, því nú hafa öll símafyrirtækin notast við hljómsveit úr Eurovision,“ seg- ir Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone. Síminn notaði sem frægt er Merzedes Club í sín- um auglýsingum og Nova frum- sýndi myndband Eurobandsins. Dr. Spock bætist nú í hópinn. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.