24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 1
Angela missti meira en 80 kíló 24stundirföstudagur15. ágúst 2008154. tölublað 4. árgangur Sabra Johnson, sigurvegari í So You Think You Can Dance, er á leið til Íslands til þess að halda dansnámskeið. Við hringdum og spjölluðum við hana. Dansstjarna FÓLK»38 Konur eiga að vera djarfar í litavali enda eru munstraðir kjólar í hátísku. Allar flottustu konur í Hollywood skarta nú rósóttum, stuttum kjólum í fallegum litum. Rósótt skal það vera TÍSKA»28 Matur og matargerð »16 12 14 17 14 15 VEÐRIÐ Í DAG »2 Þrjú hundruð laxar hafa komið á land við Langholt í Hvítá. Þannig hefur veiðin verið víða um land og veiðimenn muna ekki annað eins. 300 laxar á land í Hvítá »29 Skólavörðustígur verður opnaður á morgun eftir gagngerar end- urbætur, kaupmönnum til mikillar ánægju. Margt verður til gamans gert. Götuhátíð í miðbænum »30 Sundfatasýning Jessiku Allen á áströlsku tískuhátíðinni í Sydney vakti mikla lukku á dögunum. Ástr- alar undirbúa nú sumarið á ströndinni. Bikiní í Ástralíu »35 SÉRBLAÐ Angela Stokes segist lifa lífinu til hins ýtrastaeftir að hafa misst um 80 kíló en hún var 140kíló þegar hún var þyngst. Kílóin fóru aðhrynja af henni eftir að hún hóf að borðahráfæði eingöngu en hún segir að á Íslandisé mjög gott hráefni semhenti í hráfæði. Missti 80 kíló »18 Á nítjándu hæð í Turninum í Kópavogi erglæsilegur hádegisverðarstaður, Nítjánda, þarsem boðið er upp á ljúffengt bröns um helgar.Hlaðborðið er sniðið að fjölskyldum og amer-ísku pönnukökurnar eru í uppáhaldi hjábörnunum, að sögn SigurðarGíslasonar yfirkokks. Sniðið að fjölskyldunni »20 Á næstu dögum og vikum munu krakk-ar í skólagörðum víða um land komaheim með mikið magn af grænmeti ogöðru góðgæti. Það er ýmislegt sem mámatbúa úr fengnum og þar á meðal ergómsæt grænmetissúpaog skólagarðasalat. Gómsæt súpa »24 MATUR AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 NEYTENDAVAKTIN »4 450% munur á myndvinnslu Maður var dæmdur í sex ára fang- elsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aldrei hefur svo þungur dómur fallið áð- ur í sambærilegu máli. 6 ára fangelsi fyr- ir kynferðisbrot »2 Líf Angelu Stokes breyttist er henni var gefin bók um hráfæði. „Ég var alltof feit, alltaf þreytt, orkulaus, geðvond og alltaf veik eða slöpp,“ sagði hún. „Ég lifði í vörn.“ Hún kom til Íslands árið 2002 í þeim tilgangi að taka þátt í sjálfboðaverkefni á Sólheimum. Þar var henni gefin bók um hráfæði. „Nú er lífið stærra, fullt af möguleikum og ég er að lifa því til hins ýtrasta,“ segir hún og er rúmum áttatíu kílóum léttari. 24stundir/Ómar „Líf mitt breyttist á einni nóttu. Þá var mér gefin bók um hráfæði.“ »18 Utanríkisráðherra ýtti í gær af stað átaki með UNIFEM á Íslandi sem ætlað er að vinna gegn ofbeldi á konum. Höfuðstöðvar UNIFEM í New York hrintu af stað alheimsátaki í fyrra. Segjum nei við ofbeldi á konum »4 „Í tilefni 10 ára afmælis Háskólans í Reykjavík ætlum við að færa þjóðinni þessa gjöf; Opna háskól- ann, sem er stofnaður í dag,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri. 400 námskeið í opnum háskóla »6 Búist er við að tilboðum í opinberar framkvæmdir fjölgi og þau fari lækkandi. Verktakar neyðast til að keppa um opinber verkefni, enda hefur dregið mjög úr framkvæmdum einkaaðila. Ekki tapa allir á kreppunni »8 Fá Óskar inn Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefja meirihlutaviðræður í Reykjavík FJÓRÐI MEIRIHLUTI KJÖRTÍMABILSINS 4 Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, tilkynnti í gærkvöld að hann hefði hafið viðræður við Sjálfstæðisflokk um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann verður fjórði meirihlutinn í borginni á 27 mánuðum. Sjálfstæðismenn, undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, höfðu áður slitið samstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon. „Það eru vonbrigði að Óskar skuli kveðja gott samstarf félagshyggjuaflanna í borginni og skuli í staðinn velja það sem sitt hlutskipti að bjarga Sjálfstæðisflokknum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna. „Það er augljóst að fjölmiðlar, það er Fréttablaðið og Morgunblaðið, hafa knúið þessa atburðarás áfram og Óskar virðist einfaldlega hafa bugast undan þrýstingnum.“ Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samstarfið eigi eftir að koma Óskari til góða. „Ég ber fullt traust til Óskars Bergssonar og mér líst vel á það hvernig hann hefur unnið þetta mál.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.