24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY flugfelag.is Ævintýrin liggja í loftinu! Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Vestmannaeyjar frá 3.990 kr. Samkvæmt bandarísku snjó- og ísmælingastofnun- inni (NSIDC) hefur bráðnun íssins verið hröð og eru stór svæði á norðvesturleiðinni íslaus. Daglega bráðna um 112.000 kvaðratkílómetrar af ís. Það er næstum helmingi stærri ísbráðnun en vísindamenn telja eðli- legt fyrir þennan tíma árs, þ.e. byrjun ágúst. Ísinn þynnist hratt Hugsanlegar skýringar á þessum gríðarlega hraða bráðnunarinnar eru að þunnur ársgamall ís bráðnar mjög fljótt. Annar þáttur sem hefur áhrif er að margir stormar sem áttu sér stað í Norður-Alaska og Síberíu um mánaðamótin júlí/ágúst hafa brotið upp þunnan ísinn og aukið á hraða bráðnunarinnar. Gríðarlega mikið svæði af ís hefur bráðnað á örskömmum tíma sem ekki sér fyrir endann af. Vísindamenn segja stóran hluta íssins svo þunnan að hann bráðni auðveldlega og spá því að norðurheimskautið geti orðið íslaust um sumartímann eftir einungis fimm til tíu ár. Bráðnun hafíssins getur þó haft áhrif um heim allan með því að herða á hlýnun andrúmsloftsins og hækkun sjávar- borðs. asab@24stundir.is Annað árið í röð er hægt að sigla norðurskautsleiðina til Asíu Enginn ís á norðvesturleiðinni 24stundir/APF Bráðnun Ísinn er horfinn og leiðin því er siglingaleiðin greið Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík hefur starfsemi í dag. Nemendur geta valið úr sex svo- kölluðum gáttum við skólann, sem ætlað er að höfða til allra frá börn- um til eldri borgara. „Í tilefni 10 ára afmælis Háskól- ans í Reykjavík, sem er núna 4. september, ætlum við að færa þjóðinni þessa gjöf; Opna háskól- ann, sem er formlega stofnaður í dag,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskól- ans. Sex námsgáttir „Opni háskólinn er gátt að þeirri miklu þekkingu sem við búum yfir í Háskólanum í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Við bjóðum upp á 400 námskeið með um 170 kennurum í gegnum sex einingar, eða gáttir. Fyrsta gáttin er GrunnMennt, þar sem við opnum ákveðin nám- skeið hjá okkur fyrir bráðger og námfús börn. Önnur gáttin er Fag- Mennt. Þar eru öll þau námskeið sem við bjóðum sérfræðingum – til dæmis löggildingarnámskeið fyrir verðbréfamiðlara, fasteignasala og bókara. Þriðja gáttin er StjórnMennt, sem er þjónusta okkar við íslenskt atvinnulíf. Rektor HR undirritaði í gær samning við Capacent um að öll stjórnendaþjálfun í nafni Capa- cent fari fram í gegnum Opinn há- skóla. Þar bætast 30 nýir leiðbein- endur í okkar hóp. Svo er það FrumgreinaMennt, þar sem við bjóðum upp á brú inn í háskólanám fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Loks er það MannAuður, sem er samstarfsverk- efni okkar um mannrækt.“ Breiður leiðbeinendahópur Guðrún segir leiðbeinendur Opna háskólans koma víða að. „Að hluta til eru það núverandi kenn- arar HR. En við gerum líka mikið af því að fá stjórnendur úr íslensku atvinnulífi til að koma og kenna kollegum sínum. Svo er það þriðji hópurinn – erlendir kennarar frá bestu skólunum.“ 400 námskeið í opnum háskóla  Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík mun styrkja símennt- un og þjónustu við atvinnulífið  Stofnaður vegna 10 ára afmælis ➤ Boðið er upp á nám á sexsviðum, eða gáttum. ➤ Í boði er allt frá fjögurra tímanámskeiðum upp í 3 anna nám. ➤ Unnið er með mörgumfremstu fyrirtækjum landsins. OPNI HÁSKÓLINN 24 stundir/Valdís Thor Dyrnar opnast Guðrún býr sig undir að taka á móti fjölda nemenda í haust Félögum í Kauphöll OMX á Ís- landi hefur fækkað um sjö frá ára- mótum, og ljóst er að afskráðum félögum fjölgar áður en árið er lið- ið. Hluthafafundur í Teymi sam- þykkti í gærmorgun að skrá félagið úr Kauphöllinni, en ákveðið hefur verið að Vinnslustöðin verði af- skráð í haust. Þegar afskráning þessara tveggja félaga verður gengin í gegn verða einungis 19 félög eftir í Kauphöll OMX á Íslandi, en til samanburðar eru 205 félög í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, 129 í kauphöll- inni í Helsinki og 276 félög í kaup- höllinni í Stokkhólmi. Fyrir minna en áratug voru 75 félög skráð í Kauphöll Íslands. Það sem stjórnendur félaga sækjast eftir með skráningu í kaup- höll er ekki hvað síst að verðmynd- un sé virk og aðgengi að fjármagni aukist. Undanfarið hafa viðskipti í Kauphöll Íslands verið mjög lítil, en veltan í júlímánuði var um 51 milljarður, eða innan við tíundi hluti þess sem hún var í júlí fyrir ári. Lítil viðskipti valda því miklum sveiflum í gengi margra félaga, sem þýðir að verðmyndun er ekki sem skyldi, eins og forstjóri Teymis kvartaði yfir þegar afskráning fé- lagsins var kynnt. Til samanburðar var veltan í júlí í kauphöllinni í Stokkhólmi 4.855 milljarðar króna. Að meðaltali var því um sjö sinnum meiri velta með hvert félag í kauphöllinni í Stokk- hólmi en Kauphöll Íslands. Fjárfestar hafa um þessar mund- ir mjög takmarkað aðgengi að fjár- magni og áhættufælni er í hámarki, svo ekki er við því að búast að hreyfing á bréfum í Kauphöllinni verði mikil á næstunni. Því telur forstjóri Teymis, og eflaust fleiri, að forsendur fyrir skráningu séu brostnar. Eftir Hlyn Orra Stef- ánsson hlynur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Lítil kauphöll sem fer minnkandi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.