24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Skrípaleiknum í borgarstjórn Reykjavíkur lauk í gær – eða er það? Verð- ur framhald á ruglinu undir forystu Hönnu Birnu Kistjánsdóttur? Mun fimmti meirihlutinn kannski líta dagsins ljós áður en kjörtímabilið rennur út? Svo virtist í gærkvöldi sem Framsóknarflokkurinn væri reiðubúinn að ræða við Sjálfstæðisflokkinn í borginni um meirihlutasamstarf. En borgarbúar eru ekki sannfærðir um betri tíð. Þeir eru efins enda hef- ur Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn tekist að fyrirgera öllu trausti, allt frá því að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon mynduðu meirihluta með Ólafi F. Magnússyni. Reyndar hafði flokkurinn klúðrað málum sínum áður með REI-málinu. Sannir sjálfstæðismenn hljóta að vera sammála um að meirihlutamyndunin í janúar hafi verið stærstu mis- tök flokksins. Engum dylst heldur að það voru reyndustu flokksmennirnir sem kröfðust stjórnarslita nú. Flokknum mun ekki takast að ná upp á klettasylluna með Óskar Bergs- son í forystusveit. Hann er þegar byrjaður að segja ósatt. Lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að enginn hefði rætt við hann um að verða bjargvættur í borg- arstjórnarmeirihluta. Þar með hvarf trúverðugleiki hans gagnvart kjós- endum í borginni. Kjósendur eru ekki fífl og þeir eru fyrir löngu búnir að fá nóg af óstjórninni. Þeir kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa með valdagræðgi og undirferli fengið Ólaf F. til liðs við sig sl. haust. Framsóknarflokkurinn er með 2% fylgi í Reykjavík. Það er ekki mikið meira en F-listinn hefur undir forystu Ólafs F. Magnússonar. Nýr borg- arstjórnarmeirihluti nær ekki meirihlutafylgi í borginni. Hönnu Birnu bíður erfitt hlutverk. Mun hún valda því? Hverju þarf flokkurinn að lofa Óskari til að hafa hann þægan í stjórninni? Framsókn kann að koma sér vel fyrir í nefndum og ráðum. Það er margra spurninga að spyrja en fátt hefur verið um svör því ekki hefur verið hægt að ná í borg- arfulltrúa sem laumast út bakdyramegin til að verða ekki á vegi fjölmiðlamanna. Það er fólkið sem ætlar enn um sinn að stjórna borginni. Það telur sig ekki skulda kjósendum sínum nein svör. Það ætlar að pukrast áfram í leynihornum. Sveitarstjórnarlög heimila ekki stjórnarslit og nýjar kosningar. Það er dapurlegt. Það eina rétta í stöðunni hefðu verið nýjar kosningar. Það er verðugt verkefni alþingismanna að endurskoða sveitarstjórnarlögin á komandi vetri. Borgarbúar eiga ekki að þurfa að skammast sín fyrir þá sem þeir kusu í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Stærstu mistökin Það er satt að segja undarlegt að ekki skuli vera gert ráð fyrir því í lögum hvernig bregðast skuli við stjórnarkreppu í sveitarstjórn. Lög gera ráð fyrir því að hægt sé að rjúfa þing og boða til kosninga en sveitarstjórnir eru njörvaðar niður til fjögurra ára hvað sem tautar og raular. Þessi fáránlega atburðarás í Reykjavík er talandi dæmi um þörfina á því að breyta lögum í þágu lýðræðisins. Nú ætti auðvitað að kjósa aftur í borginni og koma þar á starf- hæfum meirihluta sem hefur skýrt umboð. Eins og sakir standa fer lítið fyrir umboði þeirra stjórnmálaafla ... Ólína Þorvarðardóttir olinathorv.blog.is Kjósa aftur Í umræðu undanfarinna daga virð- ist það gleymast að það voru sjálf- stæðismenn sem skrifuðu upp á kosningaloforð Ólafs og kölluðu það málefnaskrá nýrrar borg- arstjórnar og settu hann í borg- arstjórnarstólinn. Þetta átti að vera svar við þeirra eig- in gagnrýni á að Tjarnarkvartett- inn hefði enga málefnaskrá sem þeir höfðu klifað á í tíma og ótíma. Því þarf engan að undra að Ólafur hafi litið svo á að sjálfstæðismenn hefðu sam- þykkt þau atriði sem þar standa og hann er einfaldlega að framfylgja henni. Sjálfstæðinsmenn sam- þykktu að kaupa 3 ónýt hús fyrir nokkur hundruð milljóna ... Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Þeir samþykktu Stjórnartíð Ólafs F. Magnússonar með Sjálfstæðisflokknum hefur kostað Reykvíkinga um 20 millj- ónir hvern dag sem hann hefur verið vegna vit- lausra ákvarðana og ónauðsynlegra húsa- og lóða- kaupa auk ýmissa annarra rugl- aðgerða. Það er ærið fé sem meiri- hluti Sjálfstæð- isflokksins þarf að afsaka við næstu borgarstjórn- arkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn getur auk heldur aldrei þvegið hendur sínar af því að hafa sett borgarstjórastólinn á uppboð og afhent hann einstaklingi sem úti- lokað var að gæti valdið starfinu og það mátti fulltrúum sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn vera ljóst. Jón Magnússon jonmagnusson.blog.is Dýr borgarstjóri Elín Albertsdóttir elin@24stundir.is Nú liggur það fyrir skv. nýrri skýrslu sem gerð hefur verið fyrir Reykjavíkurborg að útblástur gróðurhúsalofttegunda í borginni hefur aukist um 54% frá árinu 1990 enda bílaeign aukist um rúm 70% á tímabilinu. Niðurstöðurnar eru áfellisdómur yfir stjórnvöldum í borginni og sýna að í engu hefur verið staðið við þau fyrirheit sem gefin eru í gildandi stefnu- mótun um sjálfbært samfélag í höfuðstaðnum. Í 16 ár, eða frá því að Ríó-yfirlýsingin og stefnumörkun í umhverfismálum 21. aldarinnar var samþykkt á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, hefur öllum verið ljós sú ábyrgð sem hvílir á stjórnmálamönnum í þessum efn- um. Við blasir hið risavaxna verkefni að vinna gegn hlýnun andrúmsloftsins með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til að auðvelda sér vinnuna hafa sveitarstjórnir markað stefnu til framtíðar. Í tilfelli Reykjavíkurborgar þá samþykkti borgarstjórn gildandi umhverfisstefnu í maí 2006. Það er reyndar lýsandi fyrir viljaleysi sjálfstæðismanna í þessum málaflokki að borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Niðurstöður hinnar nýbirtu skýrslu eru áskorun um að borgaryfirvöld hefji umhverfismál til vegs innan borg- arkerfisins. Til að svo megi verða þarf breytta forgangs- röðun, taka almenningssamgöngur fram yfir einkabíl- inn. Nauðsynlegt er að auka forgang strætó í umferðinni, bæta aðgengi borgaranna að strætó, fjölga ferðum og þétta leiðakerfið, sem er þvert á það sem ríkjandi stjórnvöld eru að leggja til. Samhliða þessu þarf að skilgreina hjólreiðabrautir og leggja þær meðfram stofnbrautum og umferðaræðum. Þá þarf áætlun um aukinn hlut rafknúinna og vistvænna farartækja í um- ferðinni og að móta stefnu um að bíla- floti borgarinnar sjálfrar verði vist- vænn. Þá þarf að marka stefnu um breytta hönnun vega og umferð- armannvirkja þannig að minna land fari undir slík mannvirki. Krafan um nútímalegar samgöngur í Reykjavíkurborg blasir við en í ljósi nýjustu vendinga í borgarmálum virð- ist ætla að verða bið á breyttri for- gangsröðun í umhverfismálum. Höfundur er alþingismaður Nútímalegar samgöngur ÁLIT Kolbrún Halldórsdóttir BLOGGARINN 25% AFSLÁTTUR SUMARTILBOÐ ® - Lifið heil

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.