24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 15 Óánægjuraddir vegnaframgöngu GuðnaÁgústs- sonar í aðdraganda meirihlutaskipt- anna í Reykjavík- urborg heyrast úr röðum framsókn- armanna. Guðni þykir hafa leikið fullmikinn ein- leik án þess að ráðfæra sig við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa flokksins. Sumir segja að þessi framganga muni veikja stöðu Guðna í flokknum sem þó var tal- in heldur veik fyrir. Það verður þó vart horft framhjá því að Guðni átti stóran þátt í því að Fram- sóknarflokkurinn er nú kominn í meirihluta í borgarstjórn á ný. Varla kvartar Óskar Bergsson yfir nýfengnum embættum. Borgarfulltrúar Sjálfstæð-isflokksins hafa sýnt nokk-urn klaufaskap í sam- skiptum sínum við fjölmiðla á undanförnum miss- erum og mun blaðamannafund- urinn í Valhöll í febrúar til dæmis seint gleymast. Þá laumuðust til dæm- is Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir út um bakdyrnar til að komast hjá spurningum fjölmiðla. Laumuspil virðast vera vinsæl í þeirra hópi því fulltrúar flokksins í borgarráði í gær laumuðust út um bakdyrn- ar, að sögn sumra niður bruna- stigann, að loknum borgarráðs- fundi og komu sér þannig enn einu sinni undan fjölmiðlum sem höfðu beðið í langan tíma eftir þeim. Ekki líst Jónasi Kristjánssynivel á oddvita nýs meiri-hluta í Reykjavíkurborg ef marka má skrif hans á bloggsíðu sinni. Hann segir að það muni fara Ósk- ari Bergssyni vel að vera „spilling- arfulltrúi verktaka í borgarskipulaginu“ og segir hann hafa logið „þindarlaust að blaðamönn- um um, að hann vissi ekkert um þreifingarnar“. Þá gagnrýnir hann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyr- ir að hafa ekki látið ná í sig svo dögum skipti. „Ferleg byrjun á ferli nýs borgarstjóra. Þetta er meirihluti með tæplega 29% fylgi. Með oddvita, sem geta ekki horfzt í augu við kjósendur og fara rangt með staðreyndir,“ segir Jónas um þau Hönnu Birnu og Óskar. ejg@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Þegar þessi orð eru rituð, fyrri- part fimmtudags, hefur enn einn nýr meirihlutinn ekki verið mynd- aður í borginni. Fréttir berast af endalokum meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Frjálslyndra, meirihluta sem lengi hefur legið á sjúkrabör- unum, en ekki er ljóst hvað á að gera við líkið. Og enn á ný eiga kjósendur að bíða og sjá hvað gerist. Kjósendur, sem í lýðræðisríki eiga að fá að ráða hverjir stjórna hafa því miður ekk- ert um það að segja hvað gerist í ráðhúsinu næstu misserin, eða fram að kosningum 2010. Afleitir dómar Sjálfstæðisflokkurinn býður í enn eitt skiptið upp á frumsaminn gamanleik. Gamanleikurinn hafði áður fengið afleita dóma. Hann hefur samt sem áður verið sýndur áfram við fálegar undirtektir og nú á að blása til stórsóknar með sama handritið í höndunum. Sömu leik- arar taka þátt, leikstjórinn sá sami og leikhúsið sömuleiðis. Nema hvað áhorfendurnir eru löngu farnir. Þeir vilja ekki láta bjóða sér upp á þetta handónýta og útjask- aða kassastykki. Það er sorglegt að fylgjast með hvernig leikhúsið við Tjörnina tær- ist upp með þessum leikhópi. Leik- hópurinn við Tjörnina verður að taka hlutverk sitt alvarlega og nú þegar ljóst er að komið er að leiks- lokum er tími til kominn að taka leikmyndina niður og halda á brott. Ábyrgðin Borgarstjóri nýtur ekki og hefur líklega aldrei notið trausts borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokks og fáir úr hans eigin flokki virðast fylgja hon- um að máli. Borgarstjóri nýtur heldur ekki trausts borgarbúa sam- kvæmt skoðanakönnunum og hef- ur traust þeirra á honum síður en svo aukist á valdatímanum. Þess vegna er það með ólíkindum að hann skyldi settur í það embætti sem hann nú gegnir og að hann skuli enn í dag í því sitja. Á því bera sjálfstæðismenn í borginni ábyrgð. Þeir kusu að hefja þennan leik í lok janúar, að setja mann í borgar- stjórastólinn sem ekki nýtur trausts í það embætti og nú, nokkrum mánuðum síðar, ætla þeir enn og aftur að mynda nýjan meirihluta. Með sig sjálfa innanborðs. Vand- inn er, að það vill enginn leika með þeim. Leikhópur Sjálfstæðisflokks er að niðurlotum kominn og brýn þörf er á nýju leikriti og nýjum leikstjóra. Því miður virðist það vera svo að hópurinn neiti að trúa þessari staðreynd. Að hópurinn sé enn með svo mikla glýju í augum vegna sviðsljósanna að hann neiti að horfast í augu við það að búið er að slökkva ljósin og hleypa þeim fáu sem komu til að horfa út úr salnum. Að yfirgefa sviðið Það er mikill ábyrgðarhluti að sitja sem fastast á valdastóli ein- göngu vegna eigin hégóma. En þegar ljóst er að leikslok eru runnin upp er þörf á að safna kjarki og yf- irgefa sviðið. Það þarf kjark til að gera slíkt, og viðkomandi verður maður að meiri fyrir að viður- kenna ósigur sinn. Það er nákvæm- lega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera. Nú þegar flokkurinn mælist ítrekað með rúmlega 25 prósenta fylgi í könnunum er ljóst að það þarf að byrja upp á nýtt. Það þarf að hressa upp á leikhópinn. Það gengur ekki að ætla áhorfend- um að fylgjast með enn einum gamanleiknum þar sem inn á svið- ið eru dregnir hvíslarar og smink- arar og þeir settir í búninga til þess eins að fylla upp í hlutverkin. Það verður að viðurkenna þá staðreynd að leikritið er illa skrifað og úrelt, leikararnir komnir af léttasta skeiði og löngu farnir að gleyma hlut- verkum sínum og áhorfendurnir eins og áður sagði löngu farnir heim til sín. Kortagestirnir, sem áratugum saman hafa átt fasta miða, eru meira að segja hættir að mæta. Salurinn er tómur. Sjálf- stæðisflokkurinn er höfundurinn og því miður þá gengur plottið ekki upp. Höfundur er leiklistargagnrýnandi Þegar eingöngu kortagestirnir láta sjá sig VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Það er mikill ábyrgð- arhluti að sitja sem fastast á valdastóli eingöngu vegna eigin hégóma. 40% afsláttur 1.099kr/kg GRÍSAHNAKKI Í BAKKA 1.834 kr/kg 41% afsláttur 1.595kr/kg KJÚKLINGABRINGUR SKINNLAUSAR 2.704 kr/kg Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík ...gómsætir bitar! TILBOÐIN GILDA 14. - 17. ÁGÚST w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur 50% afsláttur 349kr/kg TAÐREYKT BJÚGU 699 kr/kg 1.099kr/kg GRÍSAGÚLLAS 1.834 kr/kg - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.