24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Útsýnið á nítjándu hæð í Turn- inum í Kópavogi er einstaklega fal- legt og því ekki slæmur staður fyrir dýrindis veitingastað. Veitingastað- urinn Nítjánda er því kærkomin viðbót í Kópavogi því þar er boðið upp á ljúffengan bröns um helgar, sem hentar fjölskyldum sérstaklega vel. Sigurður Friðrik Gíslason, yf- irkokkur á Nítjándu, segir bröns- inn þegar hafa fengið einstakar móttökur þótt ekkert hafi verið auglýst. „Það er kannski ekki síst vegna þess að hlaðborðið er sér- staklega veglegt og fjölbreytt hjá okkur en við bjóðum upp á sam- bland af hádegismat og morg- unmat. Hollustan og ferskleikinn er allsráðandi á hlaðborðinu en þar er líka hægt að fá þyngri og safa- ríkari mat eins og lambakjöt, nautalundir, svínakjöt, bernaise- sósu, eggjahræru og beikon og fleira í þeim dúr,“ segir Sigurður þegar hann er inntur eftir því hvað sé á boðstólum. „Auk þess erum við með fersk og góð salöt, ávexti, humarsúpu, egg benedict og margt fleira. Svo má ekki gleyma eftirrétt- unum en við erum með glæsilegt úrval eftirrétta á borð við amer- ískar pönnukökur, vöfflur, créme brulée, franskar súkkulaðikökur og fleira í þeim dúr.“ Sniðið að fjölskyldum Um helgar er mjög afslöppuð og þægileg stemning á Nítjándu en boðið er upp á hlaðborðið frá klukkan 11:30 til 14:00. Þar skipa börnin veigamikinn sess enda segir Sigurður að hlaðborðið sé sniðið að fjölskyldum. „Við bjóðum upp á barnapössun svo foreldrarnir geti setið aðeins lengur, eftir að börnin eru orðin óróleg. Þau fá því að lesa, lita eða leika sér í ró og næði á meðan fullorðna fólkið fer aðra ferð á hlaðborðið.“ Aðspurður hvort börnin finni eitthvað við sitt hæfi á hlaðborðinu hlær hann við og segir að amerísku pönnukök- urnar séu vinsælastar. „Börnin eru mjög áhugasöm þegar þau sjá okk- ur steikja pönnukökurnar og eftir það verður ekki aftur snúið.“ Þótt hlaðborðið sé sniðið að fjölskyldum er líka mikið um að vinkonuhópar sem vilja eiga skemmtilega morgunstund komi þangað, að sögn Sigurðar. „Þá fá þær sér mímósa kampavínsdrykk með máltíðinni og þá er aðeins meira fjör.“ Ljúffengt Egg Benedict er nokkurs konar einkennisréttur Nítjándu og því alltaf fáanlegur á hlaðborðinu. Sig- urður lætur því fylgja með upp- skriftina að þessum ljúffenga rétti. Egg Benedict Fyrir 4 500 ml vatn 50 ml borðedik 4 egg Vatn og edik er hitað að suðu, eggin brotin mjög varlega út í pottinn og látin vera í edikvatninu í 7 mínútur. Þá eru eggin veidd upp úr og þeim haldið volgum. Hollandaise-sósa 300 g smjör 3 eggjarauður 1 msk. hvítvínsedik salt pipar Eggjarauður þeyttar yfir volgu vatnsbaði, smjörið brætt og því hellt varlega út í og þeytt saman allan tímann. Athugið að smjörið má ekki vera of heitt. Kryddað til með hvítvínsediki, salti og pipar. Borið fram á smjörsteiktu brauði og steiktri skinku. Á Nítjándu er boðið upp á fjölskylduvænt hlaðborð um helgar Veglegt og fjölbreytt hlaðborð með útsýni ➤ Nítjánda hefur verið opin íþrjá mánuði og viðtökurnar hafa verið einstakar. ➤ Nítjánda býður líka upp ámatreiðslunámskeið og hefur þegar haldið sushi-námskeið. ➤ Á 20. hæð er glæsilegurveislusalur ásamt T20, bar sem sérhæfir sig í kokteilum. NÍTJÁNDABrönsinn á Nítjándu í Kópavogi er ekki bara veglegur heldur líka snið- inn að fjölskyldum. Börn- in geta því leikið sér í ró og næði eftir matinn ef foreldrarnir vilja njóta út- sýnisins og fara enn eina ferðina á girnilegt hlað- borðið. Veglegur Bröns á Nítjándu er mjög veg- legur og hentar öllum. Sætt Alltaf gott að fá sér eitthvað sætt í lokin. Börn velkomin Amer- ískar pönnukökur eru vin- sælastar hjá ynstu kyn- slóðinni. LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur- plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.