24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Kartöflur eru til margs nytsam- legar og hægt að nota þær í alls kyns matseld. Hér er ein ljúffeng súpa með kartöflum og blaðlauk. 2 msk. smjör 3 stórir blaðlaukar, smátt skornir, aðeins hvítir 4 miðlungsstórar kartöflur, smátt skornar og afhýddar salt 1 bolli mjólk 1 eggjarauða 1 msk. smjör Bræðið 2 msk. af smjöri á stórri pönnu og snöggsteikið blaðlauk- inn þar til hann er orðinn ljós- brúnn. Setjið laukinn í stóran pott ásamt kartöflunum og bætið við vatni svo það nái rétt yfir græn- metið. Setjið lok á pottinn og sjóð- ið á miðlungshita þar til kartöfl- urnar og blaðlaukurinn er tilbúinn. Setjið grænmetisblönd- una með vökva í blandara, kannski reynist nauðsynlegt að gera þetta í skömmtum. Hrærið saman mjólk og bætið við vatni þar til rétta áferðin er fengin. Setjið allt í pott, sjóðið og fjarlægið pott af hellu. Hrærið eggjarauðu í skál. Bætið hálfum bolla af kartöflusúpunni við eggjarauðuna og hrærið stöð- ugt. Hellið blöndunni út í pottinn aftur og hrærið vel. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Setjið kart- öflusúpuna í fallega skál og hrærið 1 msk. af smjöri saman við. Ljúffeng kartöflusúpa með blaðlauk Kartöflur góðar í matseld Súpa Ljúffeng kart- öflusúpa með blaðlauk. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is „Íslensku kartöflurnar eru lang- bestar, það er bara þannig,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kart- öflubóndi á Skarði. Þrátt fyrir að aðaluppskerutímabilið sé ekki haf- ið tekur Sigurbjartur upp kartöflur á hverjum degi. „Við tökum upp kartöflur eins og markaðurinn kallar eftir og við byrjuðum á því 12. júlí.“ Framleiðslan hefur aukist Sigurbjartur viðurkennir að það geti verið mikil vinna að vera kart- öflubóndi. „Það eru mjög stórar tarnir á vorin og haustin, bæði niðursetning og uppskera og þá er nauðsynlegt að fá sér utanaðkom- andi aðstoð. Restina af árinu sé ég um þetta ásamt fjölskyldunni en kartöflurækt hefur gjörbreyst und- anfarin ár. Núna tökum við allt saman upp í stórar einingar, svona 500-700 kg einingar en áður var þetta allt í 50 kg pokum sem voru bornir á höndum. Samhliða því sem vinnan hefur orðið léttari þá hefur framleiðslan aukist. Þróunin hefur verið mjög hröð undanfarin ár og kartöflubændum hefur fækk- að mjög mikið en að sama skapi hafa þeir fáu sem eftir eru stækkað verulega. Það er svipað mikið framleitt af kartöflum en það eru örfáir menn sem standa orðið í því.“ Góð uppskera í ár Sigurbjartur segir að allt útlit sé fyrir að uppskeran í ár verði góð. „En í kartöflurækt þá hefur manni lærst það á löngum tíma að allt getur gerst. Þótt það sé ekki nema mánuður eftir af sprettunni þá get- ur ein frostnótt rústað þessu. Ef við fáum svipað tíðarfar næstu þrjár vikurnar og hefur verið undafarið þá lítur þetta vel út. Uppskeran er fyrr á hverju ári og það er vegna aukins hita. Sumrin hafa verið góð og þurr en mikil hlýindi og á heildina litið eru að verða betri ræktunarskilyrði á Ís- landi. En reyndar getur þetta líka verið neikvætt og úrkoman er til dæmis að breytast að mínu mati. Það eru svo löng tímabil þar sem veðrið er svipað.“ Útlit er fyrir að kartöfluuppskera í ár verði góð Íslensku kartöflurnar eru langbestar ➤ Sigurbjartur ræktar kartöflurá um þrjátíu hektara jörð. ➤ Það tekur yfirleitt um 2-3 vik-ur að taka upp kartöflurnar á haustin. ➤ Það er nauðsynlegt að vinnalandið mjög vel á vorin en þá fer jarðvinnslan fram. ➤ Sigurbjartur notar kartöflu-niðursetningarvél og kart- öfluupptökuvél sér til að- stoðar á vorin og haustin. KARTÖFLURÆKTSigurbjartur Pálsson er kartöflubóndi á Skarði en þar ræktar hann kartöflur á þrjátíu hektara jörð. Hann segir kartöflu- uppskeruna verða fyrr á hverju ári enda sífellt betri ræktunarskilyrði á Íslandi. Kartöflurækt Allt útlit er fyrir að uppskeran verði góð í ár þótt ein frostnótt gæti skaðað uppskeruna verulega. Kartöflubóndi Sigurbjartur Pálsson Fæst í heilsubúðum og matvöruverslunum. ...og þú þarft nánast ekki annað krydd! Herbamare er létt blanda af hafsalti og lífrænt ræktuðum kryddjurtum. Það er notað jöfnum höndum í matargerð og sem borðsalt. Herbamare er kjörið til að krydda fisk, salöt, egg, grænmeti, súpur, sósur, pasta, grjón og kjötrétti og einnig kjörið á allan grillmat. Herbamare er að sjálfsögðu algerlega laust við MSG (monosodium glutamat) VINSÆLASTA KRYDDBLANDAN ÚR SMIÐJU A. VOGEL 1 matsk. safieða 1 hylki. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Ný sen din g Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni Í sérblaði 24 stunda um skóla og námskeið sem út kemur fimmtudaginn, 21. ágúst, er meðal annars rætt um gildi mennt- unar, spjallað við fólk sem hefur lagt að baki sérhæft nám sem nýtist í starfi, ýmis góð ráð varðandi það að byrja í skólanum og kíkt á skólabækurnar. Fjölbreytt og skemmtilegt skólablað fyrir allan aldur. Skóla & námskeið Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína Auglýsingasímar: Katrín Rúnarsd. 510 3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510 3722 kolla@24stundir.is Sé rb la ð fylgir 24 stundum fimmtudaginn 21. ágúst um

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.