24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 23 Hjónin Heimir Janusarson og Sólveig Ólafsdóttir þurrka ávexti, sveppi, grös og kjöt í þartilgerðum heimatilbúnum matarþurrkara sem Heimir smíðaði. Lerki- og furusveppir „Við byrjum á því að tína grös um Jónsmessuleytið og þurrkum þá ljónslöpp, blóðberg og birki. Því næst fara sveppirnir í þurrkarann og erum við nýbúin að þurrka heilan helling núna,“ segir Sólveig. Þegar þau hjónin byrjuðu að tína sveppi fyrir um 15 árum tóku þau þann pól í hæðina að tína þá sveppi sem þau þekktu en þau tína alls fjórar tegundir lerki- og furu- sveppa. Sólveig segir uppskeruna hafa verið mjög góða síðastliðin sumur. Kjörlendi í lággróðri „Við tínum sveppina á suð- vesturhorninu en stærsta vanda- málið er hvað lúpínan er farin að vera mikil inni í skógræktarlönd- unum þar sem sveppirnir forðast hana og hverfa bara. Maður þarf að vera útsjónarsamur í að finna furu- og lerkilundi sem eru með hefðbundinn lágróður í botni en þar er kjörlendið. Við tínum kannski heilan pappakassa en það verður afar lítið úr sveppunum þegar búið er að þurrka þá. Við er- um dugleg að gefa með okkur þar sem sveppirnir eru bragðsterkir og þarf aðeins að nota tvær eða þrjár sneiðar til að búa til hina bestu villisveppasúpu og sósur. Ef maður er svo heppinn að þekkja einhverja sem skjóta hreindýr þá er líka ekk- ert betra með því heldur en góð villisveppasósa,“ segir Sólveig. Þau hjónin hafa þurrkað margs konar hráefni í þurrkaranum: gæs, hrein- dýr, ávexti og meira að segja bleikjuflök, en slíkt er algengt á Grænlandi og smakkaðist mjög vel. Þurrka sveppi, grös, ber og kjöt í matarþurrkara Bragðsterkir sveppir í matargerð 24Stundir/G.Rúnar Matarþurrkofn Hjónin Sólveig og Heimir þurrka allt mögulegt í heima- tilbúnum þurrkofni sem Heimir smíð- aði en hugmyndina fékk hann frá vini sínum sem búið hafði í Ástralíu en þar eru slíkir ofnar algengir. Sólveig og Heimir gefa hér uppskrift að villisveppa- risottó. Hráefni Handfylli af þurrkuðum villisveppum, 1 vænn rauðlaukur 3-5 hvítlauksrif, 300 g arborio-hrísgrjón, helst frá Gallo (fæst yfirleitt í Melabúðinni) 1 vænt rifsberjavínsglas eða hvítvínsglas. Um það bil einn lítri kröftugt og heitt kjúklinga- og grænmet- issoð, steinselja, olía og parmesanostur eftir smekk. Aðferð Sveppirnir eru muldir smátt og mýktir við vægan hita í blöndu af olíu og smjöri ásamt sveppunum. Hrísgrjónunum er blandað saman við og þau látin hitna vel í gegn við heldur meiri hita og steikjast. Þau eiga að verða nær glær á litinn. Því næst er víninu hellt yfir og það látið gufa upp á meðan hrært er stöðugt í grjónunum. Soðinu er síðan hellt í ausuvís yfir grjónin á meðan þau soðna og hrært stöðugt í. Þessi ferill getur tekið um það bil hálftíma. Þegar hrísgrjónin eru soðin en samt stinn er smátt skorinni steinselju sáldrað yfir ásamt væn- um slatta af góðri, grænni ólífuolíu og slatta af par- mesan. Risóttóið er hægt að borða eitt sér eða sem með- læti með góðu kjöti eða fiski eða salati. Gómsætt villisveppa-risottó Á veggina í eldhúsinu passar vel að setja falleg plaköt eða myndir af girnilegum mat eða fallegum hlut- um sem tengjast eldhúsinu. Þetta fallega plakat sýnir ýmis þörf eld- húsáhöld svo sem hnífa og pipar- kvörn og er tilvalið til að setja í ramma og á eldhúsvegginn. Þeir sem eru mjög listrænir gætu líka tekið sig til og málað heila veislu beint á vegginn. Fallegt á eldhúsvegginn Fyrir þá sem eru alveg brjálaðir í beikon eru einnig til beik- onmintur. Þær hafa rokselst í Japan en minturnar eru með beikonbragði og örlitlu eft- irbragði af mintu. Ekki það hentugasta til að hreinsa munn- inn en gómsætt fyrir lengra komna beikonunnendur. Mint- urnar fást hér á landi í versl- uninni Ranimosk. Mintur með beikonbragði Síðastliðin sex ár hefur verið haldin sultukeppni á útimark- aðnum í Mosfellsdal þar sem fólk getur komið með eða sent inn sult- urnar sínar. Keppni þessa árs verð- ur haldin laugardaginn 23. ágúst og því enn tími til stefnu fyrir þá sem vilja taka þátt. Sérfræðingar í sultugerð „Við opnum markaðinn klukk- an 12 en dómnefndin byrjar að smakka klukkan 13 og þá þurfa sulturnar að vera komnar í hús. Í dómnefndinni verða um fimm sér- fræðingar í sultugerð auk þess sem óvæntur gestur gæti bæst í hópinn. Þeir sem eiga ekki heimangengt hafa sent sulturnar til mín og höf- um við fengið sultu víðs vegar að af landinu en best er að setja nafn og aðrar upplýsingar á botn krukk- unnar til að hægt sé að tilkynna um vinningshafa ef svo ber undir,“ segir Jón Jóhannsson sem rekur markaðinn. Að meðaltali hafa borist í keppnina á bilinu 20-30 krukkur en Jón segir menn hafa frjálsar hendur við sultugerðina. Dóm- nefndin smakkar allar sulturnar og standa loks þrjár upp úr sem vinn- ingshafar. Verðlaunin eru vegleg karfa með góðgæti af markaðnum svo sem fisk, sósum, sultum og grænmeti. „Nú er bláberja- og rifs- berjatíminn að ganga í garð svo það má búast við töluverðu af slík- um sultum svo og rabarbarasultu. Síðan prófa sumir sig áfram með óhefðbundnari ávexti eins og kíví og blanda líka hinu og þessu sam- an,“ segir Jón sem sjálfur ætlar að senda bláberjasultu í keppnina en berin sérvaldi hann í Grafn- ingnum. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Jóni í síma 663 6173. maria@24stundir.is Árleg sultukeppni í Mosfellsdalnum Mikil tilraunafram- leiðsla í gangi 24stundir/Árni Sæberg Vandaverk Dómarar í sultukeppnninni smakka allar sulturnar og velja loks þrjár úr en veitt eru þrenn verðlaun í keppninni. Þjónar á veitingahúsum hafa marga fjöruna sopið en samkvæmt bókinni The Waiter eru þó 80% viðskiptavina vinalegt fólk sem vill bara fá eitthvað gott að borða á meðan hinir eru illgjarnir vitleys- ingar. Þessi bók er full af sögum um báða hópana og gefur einnig ýmis góð ráð, t.d. um hvernig beri að hegða sér til að fá toppþjónustu. Höfundurinn er sjálfur þjónn í New York. Meirihluti gesta er kurteis

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.