24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 30
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Þeir sem búa og starfa við Skóla- vörðustíg efna til mikillar hátíðar í götunni laugardaginn 16. ágúst. Hátíðin hefst kl. 13 með því að borgarstjóri opnar stíginn og síð- an tekur við fjölbreytt dagskrá sem stendur til kl. 17. „Dagskráin er svolítið miðborgartengd en margir af þeim sem koma þarna fram eru annað hvort á Skóla- vörðustígnum eða annars staðar í miðborginni,“ segir Eggert Jó- hannsson feldskeri. Alls kyns dans- og tónlistaratriði eru áber- andi í dagskránni sem fer fram á nokkrum stöðum á götunni. „Það sem stendur í sjálfu sér upp úr er að nú er verið að opna Skólavörðustíginn og þar með lýkur löngu ferli endurbóta í miðborginni. Þær hafa staðið með hléum í 10-15 ár,“ segir Eggert sem líst vel á stíginn eftir andlitslyftinguna. „Það er nátt- úrlega öll miðborgin sem heldur upp á þessa opnun því að það eru svo margir sem telja að mið- borgin sé lokuð þegar Skóla- vörðustígur er lokaður þannig að ég vona að þetta hafi góð áhrif á allan rekstur í miðborginni,“ seg- ir Eggert. Þó að hátíðin sé haldin til að fagna opnun götunnar verður hún lokuð bílaumferð fram eftir degi. „Við ætlum að opna Skóla- vörðustíg með því að loka hon- um,“ segir Eggert og hlær. „Hon- um verður lokað kl. 12 og bílaumferð verður ekki hleypt á hann fyrr en kl. 17 en hann verð- ur opinn öllum gangandi,“ segir Eggert að lokum. Andlitslyfting Iðn- aðarmenn lögðu loka- hönd á endurnýjun Skóla- vörðustígs í vikunni. Opnun Skólavörðustígs fagnað Eintóm gleði í götunni Skólavörðustígur verður formlega opnaður á ný eftir endurbætur á morg- un. Í tilefni dagsins verð- ur slegið upp veislu og sungið og dansað á stígn- um. ➤ Aðaldagskrá hátíðarinnar ferfram á sviði við Kárastíg. ➤ Einnig verða uppákomur íýmsum verslunum á Skóla- vörðustígnum. ➤ Danssýningar verða neð-arlega í götunni og við Hegn- ingarhúsið. OPNUNARHÁTÍÐ Vesturbæingar fjölmenna án efa á flóamarkað sem haldinn verð- ur við Félagsmiðstöðina Frosta- skjól laugardaginn 16. ágúst kl. 12-17. „Hugmyndin var að fólk kæmi bara á staðinn og það getur selt það sem það vill. Þetta á að vera frjálslegt og það kostar ekki neitt,“ segir Guðný Þórarinsdóttir sem skipuleggur markaðinn ásamt Ólöfu Jak- obínu Ernudóttur. Þegar blaða- maður hafði samband við Guð- nýju höfðu þegar á þriðja tug skráð sig til leiks. „Þarna verð- ur sitt lítið af hverju. Flestir eru að selja kompudót. Hand- verksfólk kemur með það sem það hefur búið til og svo verður nuddari á staðnum,“ segir hún. Ef veður verður slæmt á mark- aðsdag fer hann fram innan- dyra. Þetta er í fyrsta skipti sem markaðurinn er haldinn en Guðný vonast til að framhald verði á honum. „Strákarnir í frístundamiðstöðinni segja að þetta sé tilraun og ef hún heppnast verður þetta fastur liður,“ segir Guðný. ej Á markað Ólöf Jakobína Ernudóttir, Erna Sóley Ásgrímsdóttir og Guðný Þór- arinsdóttir búa sig undir flóamarkað. Markaður við Frostaskjól 30 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Hjörleifur Valsson fiðluleikari heldur tónleika í stofunni á Gljúfrasteini sunnudaginn 17. ágúst kl. 16. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Bach, Paganini og fleiri. Aðgangseyrir er 500 krónur og eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru liður í sérstakri röð stofutónleika á Gljúfrasteini. ej Hjörleifur á Gljúfrasteini Andi villta vestursins ríkir á Skagaströnd um helgina þegar þar verða haldnir árlegir Kántrý- dagar. Skagstrendingar og gestir þeirra gera sér sitthvað til skemmtunar þessa daga. Á föstu- dags- og laugardagskvöld verða haldnir dansleikir í Kántrýbæ. Málverkasýning verður í Kæl- inum í húsi Ness – listamiðstöðv- arinnar. Tónlistarmaðurinn KK stendur fyrir námskeiði í svo kölluðu böski (tónlist og list- sköpun á götunni). „Böskarar“ munu síðan setja svip sinn á bæ- inn með tónlist og uppákomum á götum úti. ej Kántrýdagar á Skagaströnd Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar hófst í Hveragerði í gær og stendur fram á sunnudag. Á dagskránni eru leiksýningar, listsýningar, hundasýningar, fjölskylduskemmtun, sund- laugarpartí, tónleikar, hoppu- kastalar, grillveisla, leiktæki og margt fleira. Tónlistarklúbbur Hveragerðis verður með sér- staka heiðurs- og minning- artónleika um Bergþóru Árna- dóttur á föstudagskvöldið. Hátíðin nær hámarki á lauga- dagskvöld með brekkusöng og flugeldasýningu og dansleik með hljómsveitinni Á móti sól. Nán- ari upplýsingar má finna á www.hveragerdi.is. EJ Hveragerði blómstrar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það er náttúrlega öll miðborgin sem heldur upp á þessa opnun því að það eru svo margir sem telja að miðborgin sé lokuð þegar Skólavörðustígur er lokaður. helgin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.