24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Það voru 40 smiðir sem tóku sig saman og stofnuðu timb- urverslunina og verkstæðið Völ- und en fyrirtækið var rekið á Skúlagötu til ársins 1989. Ég starfaði í fyrirtækinu í tíð föður míns og byrjaði að vinna í port- inu í fríum og á sumrin frá 11 ára aldri en hóf svo störf alfarið þegar ég var 17 ára. Með árunum varð ég sölumaður og starfaði síðan í sölu- og markaðsmálum þar til ég tók við innkaupum og sölu,“ segir Einar. Auk áratuga reynslu af timbursölu hefur Einar einnig lokið fjögurra mánaða námskeiði í timbur- og skóg- arfræðum í einkareknum skóla í Svíþjóð. Var náminu skipt í bók- legan og verklegan hluta þar sem höggvin voru tré og heimsóttar sögunarmyllur en nemendur tóku síðan próf í því að flokka viðinn eftir gæðum. Harðviður og lerki Einar segir markaðinn hafa breyst gífurlega þegar stórir byggingarvörumarkaðir eins og Húsasmiðjan og Byko opnuðu en þangað til höfðu verið reknar sérstakar timburverslanir þar sem eingöngu mátti selja timbur. Þá hafi byggingarstíllinn breyst þannig að svo að segja öll þök á Reykjavíkursvæðinu séu nú flöt og því minna um timbur. Í Skandinavíu sæki timbrið hins vegar á þar sem farið er að byggja samkvæmt umhverfissjón- armiðum. Þegar er farið að byggja háhýsi úr timbri í Skand- inavíu og einnig byggja Japanir nú mun meira úr timbri en áður hefur tíðkast. Hægvaxið og gífurlega sterkt „Það hefur verið nóg að gera í sölu á pallaefni í sumar en það hefur aðeins dregist saman í sumarbústaðabyggingum. Vinsæl- asta sólpallaefnið er ennþá gagn- varin fura en harðviður og lerki, sem er náttúrulega fúavarinn og gífurlega sterkur viður, sækir mjög á. Í Rússlandi hafa til að mynda fundist hátt í þúsund ára gamlar leifar af húsum úr lerki. Þegar kemur að því að bera á timburhús mæli ég með að fólk hálfþeki í það minnsta og noti góðan lit því ef fólk notar of ljósa liti geta komið svartir flekk- ir í klæðninguna eða svokallaður sortusveppur sem kemur úr gróðri við ákveðnar aðstæður og hitastig. Á palla ber fólk pallaolíu og þarf að gera það á hverju ári en harðviðinn láta hins vegar sumir grána þannig að hann verði silfurgrár. Í mörgum til- fellum er það mjög flott og fellur vel inn í náttúruna en viðurinn verður þá á lit eins og bryggjur,“ segir Einar. 24stundir/Ómar Fékk ekki að kalla sig viðbjóð í símaskránni Einar Sveinsson er fróður timburmaður ➤ Einar var lengi skráður semtimburmaður í símaskránni en fékk ekki samþykki fyrir viðurnefninu viðbjóður. ➤ Segir vinsælasta sólpallaefniðenn vera gagnvarða furu en harðviður og lerki sæki á. ➤ Í Skandinavíu er farið aðbyggja háhýsi úr timbri. EINAR SVEINSSONEinar Sveinsson, rekstr- arstjóri Sölu- og þjón- ustudeildar Húsasmiðj- unnar, er alinn upp innan um timbur. Langafi hans stofnaði timburversl- unina Völund árið 1904 sem var stærsta verslun landsins á sínum tíma. Fróður Einar hefur unnið innan um timbur í fjölda ára. VÖKVAKERFISSÍUR SMUROLÍUSÍUR HRÁOLÍUSÍUR KÆLIVATNSSÍUR LOFTSÍUR Reki hf · Fiskislóð 57-59 · 101 Reykjavík Sími 562 2950 · Fax 562 3760 E-mail: bjorn@reki.is · Vefsíða: www.reki.is Fi sk ifr ét tir /G ut en be rg Dedication to Excellence Award 2004

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.