24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 25 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég var svo ungur þegar ég fór út, rétt orðinn 18 ára, þannig ég hef misst af svo miklu hérna heima og vil núna fá að kynnast Ís- landi almennilega aftur, njóta þess að vera með vinum mínum og fjöl- skyldunni og virkja tenglsin við þau. Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@24stundir.is „Það er mjög fínt að vera kominn heim eftir langa veru í útlöndum. Þar hef ég dvalið í heil átta ár. Fyrst í fimm ár í Bandaríkjunum og svo var ég í Þýskalandi, Spáni og Ung- verjalandi, eitt ár á hverjum stað fyrir sig,“ sagði Jakob Örn sem leikið hefur með Westminster Aca- demy og Birmingham Southern College í Bandaríkjunum, Bayer Leverkusen í Þýskalandi, Vigo á Spáni og nú síðast Univer Kecske- met í Ungverjalandi. „Síðasta árið hafði ég velt því fyrir mér að koma heim og leika á Íslandi. Það hefur verið erfitt að vera svona lengi frá fjölskyldunni og vinum. Þannig að þetta hefur blundað í mér í nokkurn tíma. Hins vegar er stutt síðan ég tók þessa ákvörðun. Ég var svo ungur þegar ég fór út, rétt orðinn 18 ára, þannig að ég hef misst af svo miklu hérna heima og vil núna fá að kynnast Íslandi almennilega aftur, njóta þess að vera með vinum mín- um og fjölskyldunni og virkja tengslin við þau, auk þess að spila körfubolta með KR.“ Jakob segist ekki hafa ákveðið hvað hann ætli að gera samhliða því að spila körfubolta í vetur, en það sé þó ljóst að eitthvað verði það. „Annaðhvort verður það nám eða vinna. Líklega verður nú ein- hver vinna ofan á. Ég hef hins vegar ekkert ráðið mig í neina vinnu ennþá og er í sjálfu sér ekkert að stressa mig of mikið á því.“ Styttri ferill í körfubolta Atvinnumenn í Evrópu staldra gjarnan stutt við á hverjum stað. Hvernig ætli upplifun Jakobs hafi verið af stöðugum vistaskiptum? „Síðustu þrjú ár hef ég verið í Evr- ópu og alltaf skipt um land milli tímabila. Það erfiðasta fyrir mig var að komast inn í menninguna, átta mig á nýju tungumáli og kynnast fólki, og svo loksins þegar maður var búinn að kynnast og átta sig á öllu, þurfti að pakka niður aftur og skipta um lið, deild og land. Það er mjög algengt í körfuboltanum að það séu aðeins gerðir samningar til eins árs við atvinnumenn í Evrópu, meðan í handboltanum og fótbolt- anum gera menn samninga til lengri tíma við sín lið. Þess vegna er þetta mjög erfitt í körfunni að vera alltaf að skipta um lið og aðlagast nýju umhverfi. Ég held alveg tví- mælalaust að ferill atvinnumanna í körfubolta hljóti að vera umtalsvert styttri en í öðrum boltaíþróttum. Menn lifa svo miklu flökkulífi og svo er það alltaf þessi óvissa. Á sumrin vita menn oft ekkert hvar þeir verða næsta vetur og það er mjög óþægileg tilfinning. Ég held að allir vilji hafa meira öryggi í líf- inu.“ Kann ekkert í ungverskunni Hvar skyldi Jakob hafa aðlagast best og getur hann talað mörg tungumál án vandkvæða? „Ég kann ekkert í ungversku og er eiginlega heldur ekkert sérstakur þegar kemur að þýskunni. Enskuna kann ég auðvitað 100% og ég verð að segja að ég sé frekar góður í spænskunni. Ég hef jafnvel verið að gæla við það að taka einhvern kúrs í spænsku í vetur til að ná henni al- gjörlega. Mér leið líka best á Spáni af þessum stöðum, myndaði best tengsl við fólkið þar og ég kunni vel við menninguna og samfélags- myndina. Það má kannski segja að draumurinn sé að leika aftur með félagi á Spáni þegar ég fer aftur í at- vinnumennsku.“ Er þetta þá stutt stopp hér á Ís- landi hjá Jakobi ? „Ég veit ekkert um það. Í vetur mun ég spila með KR og hlakka ótrúlega til þess. Mig er farið að klæja í fingurna og ég bíð óþreyju- fullur eftir því að Íslandsmótið hefjist. Ég mun þó endurskoða stöðu mína næsta sumar. Það er al- veg ljóst. Hvort ég verð áfram hér heima eða fer aftur út í atvinnu- mennsku kemur bara í ljós,“ sagði Jakob Örn. Á auðvelt með að standast pressu Það hlýtur að vera krafa hjá KR- ingum og stuðningsmönnum fé- lagsins að KR vinni alla leiki í vetur og það sannfærandi með þann mannskap sem liðið hefur. Fyrir komu Jakobs og Jóns Arnórs hafði KR á að skipa góðu liði og auk þessara leikmanna hefur verið gefið út að bandarískur leikmaður komi að öllum líkindum til liðs við félag- ið þegar Íslandsmótið fer í gang. „Auðvitað væri gaman að spila í vetur með liði sem aðeins er skipað íslenskum leikmönnum. En það mun ekkert veikja KR að fá góðan „Kana“ í liðið. Það má vel vera að það sé einhver pressa á að við stöndum okkur vel í vetur og vinnum allt sem hægt er að vinna. Ég á hins vegar auðvelt með að standast pressu og er vanur því og veit að það er alveg eins með Jón Arnór. Þar fyrir utan eru mörg sterk lið á Íslandi og ég gæti trúað því að þetta yrði mikil barátta í vet- ur milli nokkurra liða.“ Fylgist vel með fótboltanum „Þó ég lifi og hrærist í körfubolt- anum á ég mér auðvitað líf utan körfunnar og önnur áhugamál. Ég fylgist töluvert með fótbolta og þá einna helst með Liverpool í enska boltanum og svo að sjálfsögðu með KR hér heima. Síðan er það bara þetta venjulega, að hanga með vin- um og félögum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson sem ætlar að sýna Ís- lendingum hvers hann er megnug- ur á körfuboltavellinum með KR í vetur. Reyndur Jakob hefur leikið með liðum í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Spáni og Ungverjalandi en er nú kominn heim í KR. Draumurinn væri að leika aftur á Spáni  Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur til KR í körfuboltanum eftir átta ár í atvinnumennsku  Var farinn að sakna fjölskyldunnar og vina  Erfitt fyrir atvinnumenn að flytja milli landa á hverju ári Óhætt er að segja að stærstu tíðindin úr heimi körfuboltans hér á landi í sumar hafi verið heim- koma þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Jakobs Arnar Sigurðarsonar til KR, eftir nokkurra ára veru þeirra í atvinnu- mennsku. 24 stundir ræddu við hinn 26 ára gamla Jakob Örn sem leikið hefur erlendis síð- ustu átta ár. ➤ Jakob er 26 ára gamall, fædd-ur 4. apríl 1982. Faðir hans, Sigurður Hjörleifsson, hefur komið mikið við sögu í körfu- boltanum á Íslandi, sem leik- maður, þjálfari og síðan um- boðsmaður. ➤ Jakob lék kornungur með KRí meistaraflokki frá 1998 til 2000, og skoraði þá 164 stig í 36 leikjum í úrvalsdeildinni. ➤ Jakob hefur spilað 33 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. JAKOB Ö. SIGURÐARSON 24stundir/Ómar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.