24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir „Þegar allt kemur til alls þá er Babylon A.D. mynd af því tagi sem Christopher Lambert eða Rutger Hauer hefðu leikið í þeg- ar þeir voru upp á sitt besta í beint-á-vídeó-árunum.“ Svona ritar einn kvikmyndarýnir vest- anhafs um nýjustu kvikmynd hasarhetjunnar Vin Diesel, Bab- ylon A.D., en myndin hefur fengið afleita dóma. Myndin er sem stendur án einkunnar (00 prósent) á kvik- myndavefnum Rotten Tomatoes en vefurinn heldur utan um dóma sem birtast um myndir og gefur þeim prósentueinkunn miðað við hversu margir jákvæð- ir dómar birtast um myndir. Til samanburðar má nefna að arfaslakar myndir á borð við Epic Movie og Battlefield Earth hafa í kringum 3% í einkunn og út frá þeim samanburði má sjá að myndin fellur ekki í góðan jarðveg. Þess ber þó að geta að enn sem komið er hafa ekki birst margir dómar um myndina en ef fram- haldið verður svipað er ljóst að Vin Diesel þarf alvarlega að hugsa sinn gang. viggo@24stundir.is Enn ein hörmungarmynd Vin Diesel Babylon A.D. fær falleinkunn Hasarhetjan Vin Diesel hefur undanfarin ár verið flokkaður sem einn heit- asti leikarinn í Holly- wood. Eftir að hafa heill- að áhorfendur í myndum á borð við Pitch Black hefur leiðin legið niður á við og nýjasta mynd hans fær afleita dóma. Kólnar á ógnarhraða Vin Diesel er ekki lengur jafn mikil stjarna og hann var á árum áður. Mynd/Getty Images „Þetta verður gert af eins mikl- um myndarskap og hægt er að stofna til á svona stuttum tíma,“ segir söngvarinn og lagahöfund- urinn Valgeir Guðjónsson en hann mun stjórna hátíðarhöld- unum sem fram fara í dag vegna heimkomu íslensku ólympíu- faranna, og þá sérstaklega ís- lenska handboltalandsliðsins. Stóra sviðið sem notað var á stórtónleikum Menningarnætur á Klambratúni hefur verið reist á Arnarhóli og þar mun Valgeir stíga á svið ásamt góðum hópi tónlistarmanna á borð við Pál Óskar og hina söngelsku Fjalla- bræður að vestan. „Páll Óskar opnar hátíð- arhöldin, svo verð ég einskonar veislustjóri og við ætlum að gera okkar ýtrasta til að fá fólkið á hólnum til að taka þátt, bæði með hrópum og söng.“ Há- punktur hátíðarhaldanna verður tvímælalaust samsöngur Valgeirs, Fjallabræðra og gamalla hand- boltakappa á hinu klassíska bar- áttulagi íslenska handboltalands- liðsins, Við gerum okkar besta. Lagið vinsæla sem var tekið upp árið 1986, og var sungið af mörgum ástsælustu hand- boltamönnum þjóðarinnar, hefur elst ótrúlega vel og lifir enn góðu lífi í söngminni landsmanna. Valgeir bætir við að sérstakur leynigestur muni taka þátt í flutningi lagsins en þvertekur fyrir að leysa frá skjóðunni hver sá leynigestur sé enda væri hann þá varla leynigestur. Valgeir segir að hann, líkt og allir aðrir landsmenn, hafi fylgst vel með framgangi strákanna okkar í Peking og segir það vera mikinn heiður fyrir sig að taka þátt í hátíðarhöldunum. Hann vonast til að sem flestir lands- menn sjái sér fært að mæta á svæðið til að hylla strákana okk- ar. „Þetta ætti að geta orðið alveg rosalega mikill merkisatburður,“ segir Valgeir. vij Eldri hetjur syngja fyrir þær nýju Bæði eldri og nýr Guð- mundur Guðmundsson tilheyrir bæði hópi nýrra og gamalla hetja. 24stundir/Brynjar Gauti Söngkonan Jessica Simpson hefur undanfarið gælt við þá hugmynd að færa sig alfarið yfir í kántrítónlistina. Hún skellti sér nýverið til Mekka þeirrar tónlistar, Nashville, til að sækja formlega um aðild að sambandi kántrítónlist- armanna, Country Music Association, en þar bætist hún í fríðan hóp tónlistarmanna á borð við Willie Nelson og Carrie Underwood. vij Kántríið er best FÓLK 24@24stundir.is a Þetta verður gert af eins miklum myndarskap og hægt er að stofna til á svona stuttum tíma,“ segir söngvarinn og lagahöfundurinn Valgeir Guðjónsson en hann mun stjórna hátíðarhöldunum sem fram fara í dag vegna heimkomu íslensku ólympíufaranna. fréttir Það er ekki hægt að neita því að sterkur svipur er með þeim Rebekku Kolbeinsdóttur söngkonu, sem nýverið sagði skilið við hina skrautlegu hljómsveit Merzedes Club, og leikkonunnar Jennifer Carpenter, sem er líkega þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Dexter. Báðar snót- irnar eru ýmsu vanar en Carpenter hefur það erfiða hlutverk að leika systur geðsjúks morðingja á meðan Rebekka hefur flakkað víða með vöðvabúntunum í Merzedes Club. Þeir sem hafa ábendingar um efni- lega tvífara geta komið þeim áleiðis í gegnum netfangið 24stund- ir@24stundir.is. vij Keimlíkar skvísur TVÍFARINN Gríman: Áhorfendasýning ársinsSýnt í Borgarleikhúsinu í samstarfi við: Miðasala er í síma 568 8000 og á borgarleikhus.is Miðarnir á Flóna rjúka út Tryggðu þér miða áður en allt selst upp! Fös. 05/09 kl 20.00 UPPSELT Lau. 06/09 kl 19.00 UPPSELT Sun. 07/09 kl 20.00 UPPSELT Þri. 09/09 kl 20.00 UPPSELT Mið. 10/09 kl 20.00 UPPSELT Fös. 12/09 kl 19.00 UPPSELT Lau. 13/09 kl 19.00 UPPSELT Sun. 14/09 kl 20.00 ÖRFÁ SÆTI Fim. 18/09 kl 20.00 UPPSELT Fös. 19/09 kl 19.00 UPPSELT Lau. 20/09 kl 19.00 UPPSELT Lau. 20/09 kl 22.30 ÖRFÁ SÆTI Fim. 25/09 kl 20.00 ÖRFÁ SÆTI Fös. 26/09 kl 19.00 ÖRFÁ SÆTI Lau. 27/09 kl 20.00 ÖRFÁ SÆTI

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.