24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 35
24stundir MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 35 George Michael hefur nú spilað í síðasta sinn í Englandi þar sem hann hélt tvenna tónleika í vik- unni. Tónleikarnir voru hluti af tveggja ára löngu tónleika- ferðalagi, 25 Live, þar sem hann hefur spilað á 103 tónleikum. Á tónleikunum lék George blöndu af nýju og gömlu þar á meðal Fast Love, Faith og Freedom. Söngv- arinn er þó ekki alveg hættur þar sem ný plata með honum mun koma út fyrir jólin. mó Svanasöngur George Michael Kate Moss mun meðal annars riðlast á stórri kanínu og taka þátt í kynsvalli á nýju tónlistar- myndbandi hljómsveitarinnar For We Are (Not) Sex People. Verður myndbandið tekið upp í The House of Cyn í London sem var eitt frægasta vændishús Eng- lands á sjöunda og áttunda ára- tugnum. mó Kate Moss í djörfum leik Charlie Sheen á von á barni með eiginkonu sinni Brooke Mueller en hann á þrjár dætur fyrir úr fyrri samböndum. Charlie kvæntist Brooke í maí og bíða þau nú spennt eftir því að finna út hvort ein dóttir í viðbót bætist í safnið eða hvort þau fái strák. Charlie er yfir sig ástfanginn af Brooke og segir hana frábæra stjúpmóður. mó Fjölgar enn mannkyninu Britney Spears mun ekki koma fram á MTV-tónlistarverð- launahátíðinni. Talið var að vandræðagemlingurinn Britney myndi nota tækifærið og taka góða syrpu á sviðinu en frammi- staða hennar í fyrra þótti afar slæm. Talsmaður Britney segir hana nú standa á haus við upp- tökur á nýrri plötu og hún hafi því ekki tíma til að koma fram. mó Of mikið að gera hjá Britney Um síðastliðna helgi var afhjúpuð stytta af hinum goðsagnarkennda reggí-tónlistarmanni Bob Marley við hátíðlega athöfn í serbneska smábænum Banatski Sokolac. Styttan var afhjúpuð á tónlistarhátíð sem fram fór í bænum og henni er ætlað að vera tákn um frið í Balkanskagalöndunum sem hafa í gegnum tíðina farið illa út úr hernaðarátök- um. Yfirvöld í bænum segja að Marley hafi alltaf predikað frið og umburðarlyndi í tónlist sinni og því sé hann kjörinn fánaberi friðar á þessum slóðum en Marley lést árið 1981. Að- standendum styttunnar telst til að þetta sé fyrsta styttan sem reist er af Marley í Evrópu en hann var, sem kunnugt er, frá Jamaíka. Vinsæl iðja Það er engin nýbreytni að bæir og borgir á þessum slóðum reisi styttur af þekktum per- sónum til þess að senda skilaboð til heims- byggðarinnar. Borgin Mostar í Bosníu reisti árið 2005 styttu af hinum heimsfræga bardagamanni Bruce Lee en styttan var reist sem tákn um hin fjölmörgu þjóðarbrot sem búa í landinu, þjóð- arbrot sem hafa átt erfitt með sambúð und- anfarna áratugi. Í serbneska þorpinu Zitiste var reist stytta af kvikmyndapersónunni og hnefaleikamannin- um Rocky en þorpsbúar töldu að með stytt- unni væri hægt að vinna bug á þeirri ógæfu sem fylgt hafði þorpsbúum undanfarin ár. Þá er má ekki gleyma ónefnda serbneska þorpinu sem reisti veglega styttu af sund- manninum og leikaranum Johnny Weissmull- er, sem er líklega best þekktur fyrir túlkun sína á Tarzan, en ekki er vitað hví sú stytta var reist. viggo@24stundir.is Stytta afhjúpuð í serbneskum smábæ Bob Marley fánaberi friðar Mynd/Getty Images Goðsögn í tónlistarsögunni Bob Marley nýtur mikilla vinsælda enn þann dag í dag.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.