24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 27.08.2008, Blaðsíða 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Það verður á Húsavík á föstudag- inn sem geðsjúklingarnir í Ultra Mega Techno Bandinu Stefáni (eða UMTBS) koma fyrst fram sem hluti af sýningu sænska ferða-sirkussins Agora. Fjölleika- húsið kom til landsins í gær og mun ferðast í 150 metra vagnalest og setja upp sýningar á 10 stöð- um á Íslandi frá föstudeginum og til 16. september næstkomandi. Liðsmenn sveitarinnar verða með í lestinni og spila fyrir gesti áður en sýningar hefjast. „Ég sá það í Fréttablaðinu að Agora-sirkusinn væri að koma til landsins og ég ákvað að hafa sam- band við þá og spurði hvort þeir hefðu áhuga á því að fá okkur með,“ segir Sigurður Ásgeir, söngvari UMTBS sem gefur ein- mitt út plötuna Sirkus fyrir helgi. „Allt í kringum þessa plötu hefur verið hádramatískt. Við hefðum getað gert þetta á mánuði, en þetta er búið að taka allt of lang- an tíma. Ég ákvað að gerast um- boðsmaður fyrir sveitina og þessi sirkustúr er af því tilefni að platan kemur loksins út fyrir helgi.“ Sökkti sér í sirkuslífið Siggi segist hafa sökkt sér djúpt í sögu sirkuslífsins í gegnum tíð- ina, og því vitað til þess að það hafi tíðkast í Frakklandi á sínum tíma að hljómsveitir kæmu áhorf- endum í stuð fyrir sýningar. „Við erum ekkert svo ólíkir því sem var í gangi þar á 19. öld, nema hvað við spilum teknó. Þessi hugmynd okkar að plötunni passaði vel við þeirra sýningu. Mér finnst þetta vera komið í hugmyndafræðilega fullkomnun núna. Ég er búinn að lesa allan fjandann um þetta og við erum búnir að helga okkur þessu verkefni. Við erum búnir að breytast úr því að vera ærslafullir krakkar í það að vera listamenn.“ Siggi segist ekki geta beðið eftir því að ferðast með lestinni og lifa sígaunalífi í rúmar tvær vikur. „Við ferðumst með sígaunum sem þekkja ekkert annað en að túra og búa í tjöldum. Við verð- um bara að passa veskin okkar.“ Siggi segir sveitina vera að skoða það að skjalfesta ferðina með kvikmyndagerðarmanni enda klárlega efni í góða heimild- armynd. Nýjasta uppátæki Ultra Mega Techno Bandsins Stefáns Slást í för með Sirkus Agora Ærslafyllsta sveit lands- ins er að gíra sig upp fyrir sirkuslífið, en húnferðast með Sirkus Agora í kring- um landið og spilar með honum á tíu stöðum á tveimur vikum. Cirkus Agora Fljúgandi stuð. 24 stundir/Valdís Thor UMTBS Ferðast um eins og sígaunar næstu tvær vikurnar. 38 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir Það er ekkert leyndarmál … …að Leyndarmálið er ein vinsælasta bók í heimi. Hvers vegna? Vegna þess að Leyndarmálið er bók um raunveruleg við- fangsefni sem býður upp á raunverulegar lausnir! Fáðu meira út úr lífinu Handboltaliðið komst langt á Leyndarmálinu. Hugsum jákvætt – förum alla leið. „Það var einhver undarlegur pedófíla-þefur yfir popptónlist í fiftís. Menn á þrítugsaldri að semja og syngja um stúlkur sem eru loksins skriðnar yfir sextán og hversu heitar þær eru. Það var eflaust annar tími þá. Stúlkur urðu gjafvaxta og þá gátu full- orðnir loksins herjað á þær.“ Bobby Breiðholt balladofbob.blogspot.com „Gaman væri að vita hver hafi átt hugmyndina að [Menning- arnótt]. Ég man að þetta byrjaði í borg- arstjóratíð R-listans. Væri ekki sæmandi að sú mann- eskja sem fær yfir áttatíuþúsund manns á götur bæjarins fengi stórriddarakross?“ Guðrún Þóra Hjaltadóttir gudruntora.blog.is „Fáir jarðarbúa sýna handbolta áhuga. Ennþá færri stunda hann, eða innan við 0,0003% jarðarbúa. Hjá flestum þjóðum gengur af- skaplega illa að manna hand- boltalið. Fullorðið fólk með fullu viti lætur ekki draga sig út í svona aulalegan boltaleik.“ Jens Guð jensgud.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Dr. Gunni er að gíra sig upp fyrir fjögurra liða úr- slitin í leitinni að Popplandsmeisturunum í Popp- punkti. Í dag mætast Töframenn (Ingó Geirdal og Bjarni töframaður) og Kef-lingar (Heiða og Elíza) en nú þegar eru lið Rótara, Jesúfeðga og Óttara komin áfram. Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram um miðjan september en þá verður eflaust orðið ljóst hvort Popppunktur fer aftur í sjónvarpið. bös Ásdís Rán hefur verið ráðin til þess að leysa vanda- mál lesenda Monitors frá og með októberblaðinu. Lesendur mega senda spurningar um allt sem hrjáir líf þeirra. Vegna útlits, sambanda, kynlífs eða sjálfs- myndar, enda leggja fáir jafn mikla áherslu á slíkt og fyrirsætan. Svör hennar eiga eflaust eftir að vekja hörð viðbrögð lesenda eins og viðtal við hana á síð- um blaðsins gerði á sínum tíma. vij Á undan pallbílnum er ekur landsliðinu í handbolta niður Laugaveginn í dag verður lögreglufylgd á mótorfákum. Þar fer fremstur í flokki Árni Frið- leifsson, bróðir Sivjar Friðleifs og fyrrverandi hand- boltakappi. Einnig vekur athygli að gamla lands- liðið ætli að syngja Gerum okkar besta með Valgeiri Guðjóns sem Guðmundur Guðmundsson þjálfari var einmitt í. Skyldi hann taka lagið með? bös Það eru nú ekki margir sem geta státað sig af því að hafa komið org- andi inn í þennan heim í beinni sjónvarpsútsendingu. Það geta þó liðsmenn hljómsveitarinnar Buff, en sveitin var sett sérstaklega sam- an fyrir spjallaþátt á Skjá einum fyrir átta árum. Þátturinn sjálfur varð ekki langlífur en Buffið bætir á sig á hverju ári, en hljómsveitin er að leggja hönd á nýja breiðskífu. Auk þess snúa þeir aftur á Skjá einn í vetur, núna í þættinum Singing Bee. „Þátturinn sem sveitin varð til í hét Björn og félagar og var tilraun Björns Jörundar til að gera íslenska Jay Leno-skemmtun,“ segir Hann- es trommari. „Þá voru þeir Bergur, Villi Goði, Matti Papi og Pétur Örn fengnir til þess að setja saman band. Á sama tíma vorum við Villi með epískan költþátt er hét teikni- leikni og var byggður utan um Pic- tionary-spilinu og var ævintýra- legur í framkvæmd. Eftir það gekk ég svo í sveitina.“ Hannes er einnig tónlistarstjóri Singing Bee og fékk því sjálfur að velja þau 300 lög er sveitin þarf að læra áður en tökur hefjast. Hann segir bróðurpart tónlistarinnar í Singing Bee vera á íslensku. „Þetta er íslenskur þáttur og við ætlum að gera okkar til þess að gera hann íslenskan. Það þekkja líka allir íslensk dægurlög og við ætlum að reyna halda þeirra heiðri uppi.“ Buff fylgir eftir gífurlegum vin- sældum slagara síns, Í gær, með nýju lagi í næstu viku. Það heitir Enginn nema þú og er víst hæg kántríballaða að sögn Hannesar. biggi@24stundir.is Buff snýr aftur til uppruna síns á Skjá einum Stjórna lagavali í Singing Bee Buff Haninn er ekki liðsmaður sveit- arinnar, en heldur víst lagi. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 9 6 2 5 1 8 3 4 7 4 1 3 9 6 7 8 5 2 5 7 8 2 3 4 6 9 1 6 9 1 4 7 2 5 8 3 7 3 5 1 8 9 4 2 6 8 2 4 3 5 6 1 7 9 1 4 9 6 2 5 7 3 8 2 8 6 7 4 3 9 1 5 3 5 7 8 9 1 2 6 4 Ég útskýri þetta seinna, hann þurfti að fara á spítala. a Ef við fáum ekki silfur þá gröf- um við upp einhvern góðmálm þarna úti og komum með hann heim. Er takmarkið ekki sett á silfrið? Ísland sendir skáksveit til að keppa á alþjóðlegu ólymp- íuleikunum í hugaríþróttum sem fram fara í Peking 3. til 18. október. Björn Þorfinnsson er formaður Skák- sambands Íslands og væntanlegur fararstjóri á mótinu. FÓLK 24@24stundir.is fréttir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.