24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. 29 flóttamenn, átta palestínskar konur og 21 barn þeirra, eru komnir til landsins. Þau komu frá flóttamannabúðum í Írak og hafa fengið lykla að nýjum heimilum sínum á Akranesi. Stuðningsfjölskyldur hittu fólkið í fyrsta sinn í fyrrinótt. Þær buðu fjölskyldurnar velkomnar og fylgja þeim eftir næsta árið. Aðbúnaðurinn á Akranesi virðist til fyrirmyndar og ljóst að yfirvöld hafa lært af móttöku flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum Balkanskag- ans. Ferlið hefur slípast til og miðar fyrst og fremst að því að gefa kon- unum og börnum þeirra nýtt tækifæri. Akranes er vel til þess fallið að taka á móti flóttamönnum. Bærinn býð- ur upp á alla helstu grunnþjónustu, og geta því börnin til dæmis sótt bæði grunn- og framhaldsmenntun í bæjarfélaginu. Ekki hefur alltaf verið hugsað fyrir því, eins og til dæmis þegar flóttafólk settist að á Blönduósi og Siglufirði. Konurnar koma úr flóttamannabúðunum Al Waleed. Aðbúnaðurinn í flóttamannabúðunum er sagður með því verra sem gerist. Þær eru í eyði- mörk og þjáist fólk þar af öndunarfærasjúkdómum, samkvæmt því sem Linda Björk Guðrúnardóttir, verkefnastjóri vegna komu flóttamannanna, sagði í hádegisfréttum RÚV. Þær hafa misst mennina sína og verið hraktar frá heimilum og ættingjum. Erfitt er að gera sér grein fyrir andlegu ástandi fjölskyldnanna. Þær þurfa tíma til að jafna sig og aðlagast nýjum heimkynnum. Þær völdu ekki Ísland heldur valdi Ísland þær. Þær völdu ekki Akra- nes, heldur ákváðu bæjarfulltrúar Akurnesinga að taka á móti þeim. Ekki er hægt að krefjast þess að þær lifi samkvæmt íslenskum hefðum, gildum og siðum, heldur hefst nú undirbúningur að því að gera þær að virkum sam- félagsþegnum; sem í fyllingu tímans geta stundað hér vinnu og komið börnum sínum á legg. Það er til fyrirmyndar að gefa fólkinu tækifæri og gera það svona vel. Einblína þarf á að börnunum bjóðist sömu tæki- færi og þeim íslensku. Þannig mun fjölskyldunum farnast best í íslensku samfélagi. Í landinu á sínum eigin forsendum Í þeirri stöðu sem nú er á þingi þar sem stjórnarandstöðuflokk- arnir með þá kumpána Guðna, Steingrím, Guð- jón og Ögmund í fararbroddi veltir maður fyrir sér hvort það að vera í stjórnarand- stöðu fari hrein- lega ekki vel í suma. Í fram- haldi af ótrúlega veikum mætti stjórnarandstöðu- forystunnar, sem náði vonandi botninum þegar Ögmundur mætti vopnaður photoshops- kunnáttu unglings.... Og þó stjórnin sé í höndum þess flokks sem ég styð, þá tel ég engum hollt að vera með svo veika stjórn- arandstöðu… Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir bryndisisfold.blog.is BLOGGARINN Veik andstaða Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bá- biljum og fá- kunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyr- ir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningarlaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Kristinn H. Gunnarsson kristinn.is Fræðsla Í því efnahagsástandi sem verið hefur síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hafa skuldir heimilanna auk- ist stórlega. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá Seðlabankanum hafa skuldirnar hækkað um hátt í 30% frá því Sam- fylkingin hóf rík- isstjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn á síðasta ári. Frá síðustu áramótum hafa skuldirnar hækkað um 14%, eða sem svarar til rúmlega 120 milljarða króna! … Ég hygg að skuldir heimilanna hafi ekki aukist jafn mikið á svo stuttum tíma áður. Magnús Stefánsson magnuss.is Auknar skuldir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Ég horfði á Kastljósþáttinn með þeim mæðgum, Rögnu og Ellu Dís, og fylltist samúð og aðdáun. Lítið barn að berjast fyrir lífi sínu og hugrökk móðir að vernda ungann sinn. Ég las 24 stundir í morgun og áður var ég búinn að fá tölvupóst með beiðni um framlag. Ég sé og heyri og skil að þetta er ekki aðeins barátta um líf eða dauða, heldur um fjármagn til að standa undir þeim kostn- aði sem fylgir því að finna lækningu og bata. Ég hef auðvitað enga þekkingu til að hafa skoðun á því hvort íslenska heilbrigðisþjónustan hafi að ein- hverju leyti brugðist. Efast raunar um að svo sé, heldur hitt að á bandarískum sjúkrahúsum má ef- laust finna betri tækni og lækna sem eru sérfróðari eða reyndari þegar flóknari og vandasamari aðgerða er þörf. Almennt leyfi ég mér að fullyrða að íslensk heilbrigðisþjónusta sé í hágæðaflokki og sjúkra- tryggingakerfið okkar til fyrirmyndar. Þess vegna er ég ekki í stakk búinn til að lýsa frati á sjúkratrygg- ingakerfið í þessu tiltekna máli. Þar er eflaust farið eftir reglum sem eru almenns eðlis og bitna því miður á þeim mæðgunum, þegar verst stendur. Ég hef heldur ekki heyrt hina hlið málsins, sem snýr að mati íslensku læknanna og þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér heima. Skilyrði sjúkra- tryggingarinnar má eflaust skoða og laga í fram- haldinu, en hjálpar ekki til í þeim bráðavanda sem Ella Dís stendur frammi fyrir. Aðalatriðið er að Ella Dís fái bata, enda er líf henn- ar mikilvægara öllu öðru, hvað sem öllum kostnaði líður. Ef kerfið leyfir ekki að taka á þessu, þá er ég þess fullviss að við, almenningur og samlandar Rögnu og Ellu Dísar, munum hlaupa undir bagga í samskotum og framlögum og greiða það sem upp á vantar. Íslendingar hafa sýnt það áður að þeir hafa stórt hjarta og þegar reynir á mannúð og samúð, þá er hvergi betra að búa en á Ís- landi. Ég sendi þeim mæðgunum bar- áttukveðjur og skora á sem flesta að rétta þeim hjálparhönd. Höfundur er alþingismaður Hún á mína samúð alla ÁLIT Ellert B Schram ellertsch@althingi.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.