24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 23 Ný sókn í neytendamálum Kæru landsmenn, Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmu ári síðan einsettum við okkur að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðu- neytisins. Umfangsmikil vinna í neytendamálum á sér nú stað á vegum okkar og fyrr á árinu gáfum við út skýrsluna Ný sókn í neytendamálum, staða neytenda á Íslandi. Nú er komið að næsta kafla í neytendasókn okkar með opinni fundaröð um málaflokkinn um land allt. Hvað brennur á ykkur? Hvaða áherslur hefur hver og einn í þessum málum? Við köllum eftir viðhorfum ykkar allra á opnum fundum með ýmsum góðum gestum um land allt. Þriðjudaginn 9. september hefst fundaröðin og stendur hún í tvær vikur. Fundirnir eru öllum opnir og almenningur hvattur til að mæta á fundina, kynna sér stefnumótun stjórnvalda í neytenda- málum, viðhorf sérstakra gesta á fundunum og eiga samræður um neytendamál við stjórnvöld og góða gesti. Taktu þátt í nýrri sókn í neytenda- málum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Viðskiptaráðuneytið Aukin neytendavernd - allra hagur Reykjanesbæ, miðvikudaginn 10. september kl. 20:00 Fundarstaður: Flughótel, Hafnargötu, Keflavík Fundarstjóri: Guðmundur Finnsson, framkvæmdastjóri, Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur Selfossi, þriðjudaginn 9. september kl. 20:00 Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður Ásta S. Helgadóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna Fundarstaður: Tryggvaskáli Fundarstjóri: Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS, Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi Akranesi, fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 Akureyri, þriðjudaginn 16. september kl. 20:00 Egilsstaðir, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00 Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 18. september kl. 20:00 Ísafirði, mánudaginn 22. september kl. 20:00 Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Jón Magnússon, alþingismaður Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna Einar Már Sigurðarson, alþingismaður Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Ruth Magnúsdóttir, kennari Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Ólöf Nordal, alþingismaður Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Sigurður Pétursson, sagnfræðingur Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarseturs Fundarstaður: Skrúðgarðurinn, Skólabraut Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Fundarstaður: Hótel KEA Fundarstjóri: Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju Fundarstaður: Hótel Hérað Fundarstjóri: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreina- félags Fundarstaður: Pakkhúsið við höfnina Fundarstjóri: Sverrir Albertsson, Framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags Fundarstaður: Hótel Ísafjörður Fundarstjóri: Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Fyrirhugaðir fundir í Vestmannaeyjum, Grundarfirði og á höfuðborgarsvæðinu verða auglýstir síðar. Lokið Hægt er að hafa mikil áhrif á bensíneyðslu með því að temja sér einfalda siði. Á síðunni http:// www.howtoadvice.com er til dæmis mælt með því að drepa ekki á vélinni að óþörfu, en það er ódýrara að láta bílinn ganga í eina mínútu en að gangsetja hann einu sinni. Einnig mæla þeir með því að fólk taki sér tíma til að ná upp hraða og stígi ekki bens- íngjöfina alla leið í botn. Ef keyrt er hraðar en á 65 km hraða á klukkustund verður vindmót- staðan mjög mikil og orkunotkun því meiri. Loks segir á síðunni að hagkvæmast sé að kaupa bensín þegar kalt er. Þá sé það þéttast og því fái maður meira magn. hj Nokkrar leiðir til að spara bensín Flestir tölvueigendur kannast við það að tölvurnar verða svifa- seinni með tímanum. Ástæðan er oft sú að allskyns vírusar hafa hreiðrað um sig í vélinni en til er áhrifarík leið til þess að losa sig við slíka kvilla. Hún kallast í dag- legu tali að strauja tölvuna en þá er öllu eytt út af tölvunni og hún sett upp á ný. Mikilvægt er að gera afrit af þeim skjölum sem þú vilt halda til haga. Þjónustuaðilar tölvuverslana bjóða upp á strauj- anir og kosta þær einungis brot af því sem ný tölva kostar, en oft verður tölvan eins og ný eftir að- gerðina. Þeir sem vilja fleiri góð- ar ráðleggingar um hvernig bæta má virkni tölvunnar sinnar geta lesið meira á vefsíðunni www.pcworld.about.com. hj Að strauja tölvuna þína Það er algengur misskilningur að því hreinni sem diskarnir eru þegar þeir fara í uppþvottavélina því betra. En þeir sem hafa lagt það í vana sinn að sjá um mesta vinnuna fyrir uppþvottavélina með því að skola og skrúbba leir- tauið fyrst gætu glaðst þegar þeir heyra að það er ekki endilega sniðugt. Raunar er það svo að þvottaefnin eru gerð til þess að takast á við óhreinindi, en ef þau eru ekki til staðar getur PH-gildið orðið annað en efnasamsetning þvottaefnisins gerir ráð fyrir. Láttu því nægja að skola mat- arleifar og köggla. Fleiri heilræði fyrir uppþvottavéleigendur má finna á vefsíðunni www.dis- hwasher-care.org.uk. hj Ekki þvo fyrir uppþvottavélina

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.