Vísir - 09.06.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 09.06.1963, Blaðsíða 5
 MUNIÐ AÐ KJÓSA SNEMMA! . i Kjörstöðum verður lokuð kL 11 Jón Þórðarson, Sigurður Ólafsson og Jón Jónsson áð kosningastörfum. VIS IR . Sunnudagur 9. júní 1963 AÐ STÖRFUM FYRIR D-USTANN Starfað af miklum áhuga Fréttamaður Vísis ræddi stuttlega við Birgi Kjar- an formann fulltrúaráðs Sjáfstæðisfélaganna í Reykjavík þar sem hann var staddur mití í önn- um dagsins í Valhöll við Suðurgötu. — Er starfað vel? — Sjálfstæðismenn vinna allt af vel. Fyrir hverjar kosningar bjóða hundruð yngri og eldri stuðningsmanna sig fram til starfa fyrir flokkinn á kjördegi. Þetta er áhugasamt fólk, sem gerir sitt bezta. Meira verður ekki krafizt. Kjósendur eru á- nægðir með þá fyrirgreiðslu, að- stoð og upplýsingar, sem við höfum getað veitt þeim. Og ég þykist sjá á öllu, að ■ starfið í dag verður ekki leyst lakar af hendi en aðra kjördaga, þvert á móti. — Hverjar telur þú megin- skýringuna á þessum mikla á- huga? — Við erum ekki aðeins að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur til að tryggja velferð höf- uðborgarinnar. Þeir, sem unna höfuðborginni miður vel gera nú harðari atlögu að henni en nokkru sinni fyrr. Þetta vita all- ir Sjálfstæðismenn og eru reiðu- búnir til að stöðva áhlaupið. — Ertu sannfærður um að það takist? — Ég er fullviss um það. Áhuginn, sem leynir sér ekki hér í kringum okkur er ekkert einsdæmi. Hann er vakandi hjá öllum Sjálfstæðismönnum I Reykjavík í dag. — Var mikill viðbúnaður af hálfu Sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar? — Líkt og áður. Við leggjum áherzlu á að vera vel undirbún- ir undir starfið á kjördegi. Birgir Kjaran. Ljómandi skemmtilegt Anna Ambjamardóttir, 17 ára menntaskólanemi, er ein af fjöldamörgum sjálfboðaliðum Sjálfstæðisflokksins f dag. Hún starfar við símavörzlu f Skáta- heimilinu og kann vel við sig f starfinu. jt— Vannstu við sfðustu kosn- ingar? — Já, í sama starfi. — Hefurðu gaman af þessu? — Þetta er ljómandi interes- sant og skemmtilegt, segir hún og hlær. — Er mikið að gera? — Gríðarlega mikið, þegar líða tekur á daginn. — Þekkirðu marga sem vinna fyrir flokkinn f dag? — Þó nokkra. Ég innritaði mig ásamt vinkonu minni. — Ert þú búinn að kjósa? — Já, ég kaus strax og kjör- staður var opnaður. — Eftlr auglýsingum að dæma leggja allir flokkar á- herzlu á að kjósendur fari á kjörstað eins snemma og unnt er? — Það er tvímælalaust mjög æskilegt. Við Sjálfstæðismenn þurfum að veita fjöldamörgum aðstoð til að komast á kjör- stað, og það auðveldar starf okkar ef kjósendur draga ekki fram eftir degi að fara á kjör- stað. Þess vegna vil ég skora á alla, sem eiga eftir að kjósa, að gera það sem fyrst. Við mun- um liðsinna þeim eftir því sem við getum. Kjósið sem fyrst Síminn hringir og Anna svar- ar brosandi í sfmann. Samtalið hefur aðeins tekið augnablik, en viö sjáum að við megum ekki tefja hana lengur. Jón Jónsson, skrifstofustjóri, er hverfisstjóri f víðáttumesta og sennilega fjölmennasta hverf inu, hverfinu, sem takmarkast af Suðurlandsbraut, Reykjanes- braut, Kringlumýrarbraut og Veiðimannaskálunum. Jón var að starfi af fullum krafti, þegar við hittum hann í höfuðstöðv- um hans. — Hvert er meginhlutverk ykkar? — Fyrst og fremst leiðbein- ingar og fyrirgreiðsla við kjós- endur og aðstoð við að komast á kjörstað. Einnig verðum við að svara fjöldamörgum fyrir- spurnum um kjörstaði og kosn- ingarétt. Stór hluti af okkar svæði er ný hverfi, og fólkið er ekki alltaf f vissu um hvar það á"'að kjósa. — Hvernig var að fá sjálf- boðaliða í störfin? — Það gekk betur núna en nokkru sinni fyrr. Við fengum fleiri en við höfðum þörf fyrir. Kjaminn f þessum hópi hefur starfað fyrir okkur lengi f kosn ingum, en svo bætist alltaf mik- ið við. — Og hvernig er samstarfið við fólkið? — Það er mjög ánægjulegt. Allir era starfsfúsir með af- brigðum. — Hér starfar fólk á öllum aldri? — Já, frá 15 ára til sjötugs. — Hvað gera þeir yngstu? — Þeir sendast eða aðstoða á annan hátt. — Hvað viltu segja að lokum- — Aðeins það, að ég vildi skora á Sjálfstæðisfólk, sem á eftir að kjósa, að gera það hið allra fyrsta. Þeir, sem eru á leið út úr bænum ættu að reyna að kjósa áður en þeir leggja af stað. í salnum er starfað af miklum áhuga. Sfmar hringja, margar raddir heyrast, umferðin inn og út úr salnum er eins og á færi- bandi. Hér starfa allir vel, áhug- inn leynir sér ekki. .Anna Arnbjarnardóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.