Eintak - 01.12.1993, Síða 8

Eintak - 01.12.1993, Síða 8
hefur hlotið frá- bæra dóma fyrir Ijóðabókina Ytri höfnin sem kom út fyrir stuttu. Hann starfar einnig við þýðingar, nýskeð kom út þýðing hans á skáldsög- unni Glerborgin eftir Paul Auster. Bragi er gamall hljómsveitatöffari, einu sinni hitaði hann upp á sveita- böllum með hljómsveitinni Stuð- ventlum, en síðar beið hans öllu meiri músíkfrægð í Sykurmolunum. Því þótti við hæfi að senda Braga vestur í Búðardal og á Króksfjarðar- nes þar sem hann var í slagtogi við KK-Bandið. Gérard Lemarquis hefur búið á Islandi hátt í tvo áratugi. Hann kennir við Háskóia íslands og Menntaskólann í Hamrahlíð, en hann er einnig fréttaritari fyrir fjölmiðla í ættlandi sínu, Frakklandi; stórblaðið Le Monde og fréttastofuna AFP. Stuttu eftir að Gérard kom til íslands tókust góð kynni með honum og Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi sem hann segir að hann hafi talið eins konar meistara sinn. Gérard tekur viðtal við þennan góðvin sinn. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fjallar um Steinar Sigur- jónsson, þennan einstæða rithöfund sem margir álitu sérvitran, klikkaðan og sífullan, en var þó í aðra röndina snillingur. Þóra, sem er höfundur viðtalsbókar við Guðberg Bergsson sem kom út fyrir síðustu jól, velur sér ekki auðveld- ustu leiðina í blaðamennsku sinni. Hún leitar gjarna uppi stór og krefj- andi verkefni sem hún vinnur af mikilli alúð, eins og glöggt má sjá á grein hennar um Steinar. Friðrik Þór Guðmundsson verð- skuldar fremur en flestir íslenskir blaðamenn heitið rannsóknar- blaðamaður. Hann hefur einkum fengist við að skrifa greinar sem fjalla um ýmsar hliðar viðskipta- lífsins, þó oftast þær sem eru huldar sjónum almennings. Hér beitir Friðrik Þór kröftum sínum til að skrifa grein um Vífilfell, þetta vold- uga fjölskyldufyrírtæki sem virðist slétt og fellt á yfirborðinu, en þar sem allt hefur logað í illdeilum og málaferlum hin síðari ár. Tolli listmálari, eða Þorlákur Kristinsson eins og hann heitir fullu nafni, tekur viðtal við kollega sinn, hinn síunga öndvegismálara Stefán Jónsson frá Möðrudal. Stefán fer á kostum í viðtalinu, enda Ijóst að Tolli hefur af eðlislægri Ijúfmennsku sinni einstakt lag á að ná sambandi við fólk sem fer kannski ekki alveg alfaraleið í lífinu. Bragi Ólafsson Steinn Ármann Magnússon radíus- bróðir og leikari freistar þess að taka viðtal við vin sinn og kollega, Davíð Þór Jónsson radíusbróður. Eins og við er að búast af þeim félögunum getur það farið á alla vegu; kannski vill Davíð Þór ekki láta taka við sig viðtal, kannski vill hann taka viðtal við Stein Árman eða kannski fer þetta allt út um þúfur? Niu konur skrifa um konur, um ýmsar klisjur, fullyrðingar, stað- hæfingar og staðleysur sem konur hafa mátt hlusta á í gegnum tíðina. Þær gera annað hvort að hrekja þessar klisjur eða að færa rök fyrir því að þær standist þrátt fyrir allt. Það eru mætar konur sem leggja fram greinar í þennan greinaflokk: Tíu listamenn skapa verk sem öll eru innblásin af sömu konunni, Brynju Vífilsdóttur sjónvarpsþulu. Það er óhætt að fullyrða að þetta séu helstu öndvegis- listamenn þjóðarinnar, hver á sínu sviði. Helgí Þorgils Friðjónsson listmálari málar af henni mynd, Þórarinn Eldjárn skáld yrkir Ijóð, Guðbergur Bergsson rithöfundur skrifar örsögu, Margrét Indriðadóttir fyrrum fréttastjóri útvarpsins; Magnea Matthíasdóttir rithöfundur og snilldarprófarkalesari sem er búsett í Danmörku; Soffía Auður Birgis- dóttir bókmenntafræðingur sem hefur fjallað kvenna mest um kvennabókmenntir; Ragnhildur Vigfúsdóttir sem hefur ritstýrt kvennablaðinu Veru af miklum myndugleik og dirfsku; Sigríður Halldórsdóttir kennari og óneitan- lega einn snjallasti pistlahöfundur landsins; Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og Ijóðskáld; Súsanna Svavarsdóttir, frægur, umdeildur og umtalaður leikhúsgagnrýnandi; Kristín Jóhannesdóttir kvik- myndagerðarmaður og Frakklands- vinur; og loks Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri og fyrrum þingkona. Páll Guðmundsson mynd- höggvari frá Húsafelli klappar í stein, Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður býr til lítið kvik- myndahandrit, Þorvaldur Þorsteinsson mynd- listarmaður og leikskáld skrifar leikrit, Guðmundur Jónsson arkitekt teiknar hús sem hann velur stað undir Svartafossi, Páll Stefánsson tekur Ijósmynd, Finnbogi Pétursson gerir vídeólistaverk, en Megas semur lag og Ijóð. EINTAK nr.2 2.tbl. 1. árg Gefið út af Nokkrum (slendingum hf. Ritstjóri og útgefandi Gunnar Smári Egilsson Ritstjóri Egill Helgason Ritstjóri Ijósmynda Bonni Útlit Gunnar Smári Egilsson og Jón Magnússon Höfundar efnis í þessu hefti Bragi Ólafsson, Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon, Einar Öm Benediktsson, Gérard Lemarquis, Friðrik Þór Guðmundsson, Kristín Jóhannes- dóttir, Magnea J. Matthíasdóttir, Margrét Indriðadóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Stefán Hrafn Hagalín, Súsanna Svavarsdóttir, Tolli, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir Höfundar Ijósmynda Amaldur Halldórsson, Bonni, Bragi Ólafsson, Grímur Bjamason, Gústaf Guðmundsson, Jói Dungal, Rafn Rafnsson, Sigurgeir Sigurjónsson og Svava Rán Guðmundsdóttir Myndskreytingar Andrés Magnússon, Gunnar Smári Egilsson og Jón Magnússon Gröf ■ Andrés Magnússon Umsjón með bóka- og plötugagnrýni Egill Helgason Umsjón með matarþætti Rúnar Guðmundsson Stílistar Ari Alexander Magnússon, Bonni, Man'a Ólafsdóttir og Svava Rán Guðmundsdóttir Förðun Kristín Stefánsdóttir No Name, Laufey Birkisdóttir Guerlain, Maria Magnúsdóttir, Sigriður Sigurjónsdóttir, Tziana Bianchi, Þórunn Högnadóttir Make Up Forever Hár Ari Alexander hjá Bárn Kemp og Simbi hjá Jóa og félögum Fyrirsætur Bertha Maria Waagfjörð, Ingibjörg Stefánsdóttir, Lilja Pálmadóttir, Lovísa, Mark Miller, Sigríður Sigurjónsdóttir, Snæfríður Baldvinsdóttir Listaakademía þessa tölublaðs Finnbogi Pétursson, Friðrik Þór Friðriksson, Guðbergur Bergsson, Guðmundur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Megas, Páll Guðmundsson, Páll Stefánsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórarinn Eldjám Nokkrir íslendingar Vatnsstíg4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 - fax sími Ijósmyndara 2 38 01 Framkvæmdastjóri Níels Hafsteinsson AuglýsingadeNd Lára Gyða Bergsdóttir og Tómas Ingi Tómasson Tímaritið Eintak kemur út mánaðarlega - tólf sinnum á ári. Verð hvers Eintaks er 599 krónur með virðisaukaskatti. Áskrifendur fá 30 prósent afslátt. Óheimilt er að afrita eða fjölfalda efni timaritsins án skrifiegs leyfis ritstjóra. EINTAK DESEMBER 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.