Eintak - 01.12.1993, Síða 58

Eintak - 01.12.1993, Síða 58
Lína Rut Karlsdóttir Lína Rut læröi förðun í París og kom svo heim og opnaði sína eigin förðunarstofu; það var á þeim tíma þegar aftur þótti orðið fínt að konur gengju með farða, enda blómstruðu viðskiptin. En Lína Rut lét ekki staðar numið; hún tók að nota mannslíkamann eins og efnivið í listaverk og á endanum afréð hún að fara í myndlistarnám í Myndlistar- og handíðaskólanum. Þaðan útskrifast hún innan tíðar. JÓHANNA Egilsdóttir Þessi lágvaxna kona í peysufötun- um, þeim sem sáu hana þótti sæta furðu hvað hún var mikið hörkutól. Jó- hanna er goðsögn í íslenskri verkalýðs- hreyfingu; stofnandi Verkakvennafélagsins Framsóknar, baráttukona í kreppunni, amma Jóhönnu Sigurðardóttur. VlGDÍS FlNNBOGADÓTTIR íslendingum þykir Vigdís taka sig svo vel út í embætti forseta að þjóð- in getur eiginlega ekki hugsað sér að neinn annar sitji á Bessastöðum. Þess vegna ætti hún helst að vera forseti til eilífðarnóns - á þessu landi þar sem konur þykja annars helst ekki verðugar æðstu metorða. Ingibjörg Brandsdóttir „Svona gerir hún Imba Brands, þegar hún kennir börnunum dans,“ er ennþá sungið, þótt fæstir hafi hugmynd um við hvað er átt. En Imba Brands, Ingibjörg Brandsdóttir, var raunveruleg persóna og ef hún hefði verið uppi núna hefði hún líklega rekið líkamsrækt arstúdíó. En svoleiðis var ekki til á fyrstu árum aldarinnar og Ingibjörg varð frumkvöð- ull í líkamsmenntun barna og þó einkum stúlkna. Hún kenndi sund og dans - af eðlis- lægum og nauðsynlegum strangleik. Lana Kolbrún Eddudóttir Lana Kolbrún vakti mikla athygli þegar hún birtist í sjónvarpsþætti Ingós og Völu nýskeð og ræddi á hrein- skilinn, skeleggan, skemmti- legan og dálítið kímilegan hátt um hlutskipti sitt í lífinu, en hún er lesbía. Lana, sem er tónlistarmenntuð starfar annars á tónlistardeild Ríkisútvarpsins og spilar í Hljómsveit Jarþrúðar - sem líkast til er eina hreinræktaða kvennahljómsveit landsins. Bryndís Schram Bryndís hefur vasast í mörgu. Hún lærði dans og var ballerína, lagði stund á frönsku og bókmenntir í , Frakklandi; hún hefur verið ð kennari, skólameistari, rit- g stjóri, sjónvarpskona, leið- ö sögumaður - ráðherrafrú ö sem konverserar útlenska | ráðamenn í veislum á 'x frönsku, þýsku, ítölsku. Og í nú síðast framkvæmdastjóri jjj Kvikmyndasjóðs. Guðrún Halldórsdóttir Guðrún rekur einhverja stærstu og blómlegustu mennta- stofnun á íslandi líkt og stórt heimili, segja þeir sem þekkja starfið í Námsflokkum Reykjavíkur þar sem um þrjú þúsund manns sækja sér menntun á hverju ári. Og hjá Guðrúnu er hægt að læra allt milli himins og jarðar; náttúrlega venjuleg fög eins og ensku og stærðfræði, en líka búlgörsku, skokk, japönsku, bútasaum, bókband, myndbandagerð, postulíns- málun og skrift. En fólk er svosem ekki bara að skemmta sér þarna, því þarigað kemur líka fólk sem af einhverjum ástæð- um hefur lent í þeirri ógæfu að kunna ekki að lesa - sem hlýt- ur að teljast alvarleg fötlun í nútímasamfélagi. Af þeim sökum segir Guðrún að Námsflokkarnir séu ekki bara félagslegur samastaður, heldur líka, og ekki síður, samfélagsleg nauðsyn. Halldóra Björnsdóttir Halldóra er prímadonna af yngstu kynslóð. Það eru ekki nema svona tvö ár síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum; þaðan fór hún beina leið inn í hið virðulega Þjóðleikhús, á fyrsta ári var hún komin í hvert veigamesta kvenhlutverk samanlagðra leikbókmenntanna, hún lék sjálfa Júlíu í harm- leik höfuðskáldsins Shakespeares. Síðan lék hún í hinni makalausu sýningu Kæra Jelena, Þóru í Ferðalokum, en í jóla- sýningu leikhússins leikur hún Nínu í Mávi meistaraskáldsins Tsékovs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.