Eintak - 01.12.1993, Page 67

Eintak - 01.12.1993, Page 67
Eru kvonnaráð köld? Eru konur vitlausari en karlar vegna þess að þær hafa mínni heíla? Eru konur trygglyndari en karlar? Ráða konur kannskí öllu sem þær vilja? Eru konur konum verstar? Níu konur velta þessu fyrir sér - og öðrum álíka staðreyndum eða staðleysum - og svara hér hvort eitthvað sé hæft í þessu. Margrét Indriðadóttir Konureru konum verstar Nema hvað. Þegar ég frétti að Vigdís Finnbogadóttir hefði ákveðið að bjóða sig frarn til forseta fékk ég hjartslátt af hrifningu. Hugrekki hefur ævinlega verið sá eig- inleiki sem ég hef dáðst einna mest að. Að þora að stíga fram og steypa sér í ljónagryfjuna, það þótti mér aðdáunarvert. Ég var svo barnaleg að telja víst að allar konur yrðu jafn hrifnar og ég. Og allir, líka karlar, hlytu að sjá að það yrði heimsfrétt ef hún yrði kosin forseti. Það myndi auka hróður íslands út um allar jarðir ef svo fáguð, menntuð og þokkafull kona yrði kosin forseti, fyrst kvenna í heimi. Því miður sat ég sjálf á þess konar Úríasarpósti í þá daga að ég gat ekki einu sinni skrifað á meðmæla- lista. Maður spjallaði hins vegar um þessar forseta- kosningar hvar sem maður kom og smámsaman fór ég að veita athygli einkennilegum viðbrögðum kvenna. Karlar sögðu ósköp rólegir að þeir ætluðu að kjósa Pétur eða Pál eða Vigdísi. Furðu margar konur urðu aftur á móti mjög æstar, blánuðu og hvæstu: aldrei skal ég kjósa þessa þessa... og svo fylgdu einhver fukyrði. Ekki man ég til þess að karlmaður bólgnaði af heift af þessu tilefni. Ég sannprófaði þessi viðbrögð kvenna oft, enda lýsti ekki einu sinni félag kvenna, kvenréttindafélagið, yfir stuðningi við þennan fyrsta kvenframbjóðanda í forsetakosningum. Þetta varð mér talsvert áfall og særði réttlætiskennd mína. Betty Friedan lýsir þessu fyrirbæri einhvers staðar. Þegar hún gerðist frægur rithöfundur og tíð- ur gestur í sjónvarpi tóku konurnar í úthverfinu þar sem hún bjó að koma fram við hana eins og hún væri líkþrá. Hinar húsmæðurnar í hverfmu. Ekki karlarnir. Fjölskyldan varð loks að flytjast brott. Konurnar þoldu ekki að ein þeirra gengi fram fyrir skjöldu og efaðist opinberlega um að allt væri nú í himnalagi í heimi kvenna. Eru konur konum verstar? Allar konurnar á spítölunum, barnaheimilunum, skrifstofunum, í skólunum, frystihúsunum, bönkunum og búðun- um, hárgreiðslukonurnar, ljósmæðurnar, snyrti- konurnar, þingkonurnar, þroskaþjálfarnir, nudd- konurnar, listakonurnar, ræstingakonurnar, skáldkonurnar, fréttakonurnar. Og allar mæðurn- ar, maður lifandi, sem eru alltaf að eignast þessi stúlkubörn. Eru þær konum verstar? Eru það konur sem eru alltaf að spila með aðrar konur og draga á asnaeyrunum, til dæmis í sjón- varpsauglýsingum sem einkum er beint að konunt eða raunar þeim hálfvitum sem konur eru í huga auglýsingahöfundar? Það eru auglýst dömubindi með pífum og blúndum. Konur svífa unt á vængj- uðurn dömubindum í sæluvímu af því einu að vera á túr og með blátt blóð eða kannski sé smartara að hafa það grænt, rauður litur er alltof ruddalega raunverulegur. Þetta er sýnt vera svo eftirsóknar- vert ástand fýrir konur að það ætti að vara að eilífu, sjálfsöryggi þeirra er aldrei meira né svefninn værari. Og barnableiur eru líka vængjaðar. Um þær fá fávísar mæður eftirfarandi skilaboð: Það er mikilvægt að húð barnanna á bleiusvæði sé þurr. Semsagt, asnarnir yðar, það er óþægilegt fýrir kornabörn að liggja lengi blaut. Ekki veit ég hvort kona bjó til þetta frábæra tepruyrði: bleiusvæði en á bágt með að heyra móður segja: heyrðu góða, viltu fá skell á bleiusvæðið? eða: almáttugur elskan, dastu á bleiusvæðið? Stjórna konur því að konur eru ávarpaðar i sjónvarpsauglýsingum eins og þær séu ekki með frillu viti? Voru það konur sem fúndu upp á því að troða kvenholdi í þéttreimuð lífstykki með teinum úr hvalaskíðum til þess að taka úr því andann, að reyra fætur kínverskra kvenna og afskræma svo þær mættu ekki ganga, skera snípinn af afrískum kon- um svo þær megi ekki njóta? Stjórna konur tískuheiminum? Eru það ekki Margrét Indriðadóttir Margrét er goðsögn - að minnsta kosti er nafn hennar heilagt i huga þeirra sem unnu með henni á Ríkisút- varpinu þar sem hún var fréttastjóri til margra ára. Þar tók mikið afþví fólki sem hvað fyrirferðarmest er í fjölmiðlaheiminum í dag út þroska sinn undir hennar stjórn. Það er komið undan henni - þótt hún berí ekki ábyrgð á því lengur. Margrét situr nú í helgum steini. DESEMBER EINTAK 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.