Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 17

Eintak - 07.04.1994, Qupperneq 17
deyja er list. John Wayne var til dæmis töff- ari sem vissi hversu mikilvægt var að deyja á sama hátt og maður lifir. Þegar búið var að fjarlægja úr hon- um annað lungað og helminginn af hinu sagði hann: „Fjandinn hirði dauðann og krabbann sem hann ríður á.“ Og Ava Gardner var annar töff- ari. Hún lifði lífinu, eins og það heitir, drakk, elskaði, giftist og skildi. Allt offar en einu sinni og oftar en flestir aðrir. Allt þar til hún var farin að nálgast fimmtugt. Þá fluttist hún til London og lifði þar í einangrun þar til hún dó á sjötugsaldri. Rétt áður sagði hún: „Ég sé ekki eftir neinu. Ég mundi vilja lifa lífinu nákvæmlega eins ef ég fengi annað tækifæri. Eg skemmti mér konunglega.“ Þetta er töff afstaða til lífsins. Ava og John eru frá Hollywood. Það er land töffaranna, Bogarts og félaga. Á Islandi eru töffararnir færri. Þrátt fyrir bægslaganginn í þeim í Islendingasögunum er þar eiginlega enginn töffari annar en Skarphéðinn. Hann hafði þessa dásamlegu fuck-you-afstöðu til meðbræðra sinna, stráði einnar línu háðsglósum allt um kring og dó standandi í bálinu brunninn upp að hnjám. Gunnar á Hlíðarenda var ekki eins töff. Ég held hann hafi snúið við vegna þess að hann þorði ekki utan og notað ættjarðarástina sem afsökun. Hann fór heim að Hlíðar- enda og beið þess aðgerðarlaus að sér yrði slátrað. Og þegar Hallgerð- ur neitaði honum um lokkinn lét hann það gott heita og dó. Og í seinna tíma Islendingum er einhver vælin taug sem hindrar þá í að vera töff. Það er eitthvað í svipnum á þeim sem segir að þeir telji sig ekki hafa fengið það sem þeir ættu skilið. Indriði G. er reyndar töffari en ég man ekki eftir fleirum í svipinn. Nema helst Kidda heitn- um Finn- boga. Ég sótti einu sinni um launahækkun til Kidda þegar hann var framkvæmdastjóri Tímans. Hann sat við skrifborðið sitt, feitari en lífið sjálft, og fyrir framan hann var fat með vínarbrauðum. Hann bauð mér sæti og spurði hvað ég héldi að ég ætti að fá í laun. Ég sagði 40 þúsund krónur. Hann sagði okey. Og síðan hef ég verið að velta því fyrir mér hvað hann hefði sagt ef ég hefði beðið um 45 þús- und. En þótt það sé fátt um gegnheila töff- ara á íslandi þá eiga sum- ir það til að vera töffarar annað slagið; Bubbi, Jón Baldvin, Hrafn. Mér hef- ur hins vegar aldrei fund- ist Davíð Oddsson töff þótt mig gruni að hann vilji vera það. Hann beitir einhvern veginn frekar fyrir sig völdum sínum en eigin verðleikum. Og það er aldrei töff. Indríði G. Þorsteinsson rithöfundur „Töffaraskapur er meðfæddur. Þegar ég var að alast upp krepptu menn hnefana og börðust. Þetta voru miklir töffarar en þegar árin færast yfir róast menn. Albert Guð- mundsson var töff- ari I pólitík þótt hann væri mjög ljúfur dag- farslega. Þingmenn við hlið Alberts í ham urðu líkastir þing- sveinum. Albert hafði sinn töffaraskap úr íþróttunum. Svo eru líka til bílstjóratöffarar eins og Pétur Jónsson frá Hall- gilsstöðum í Eyjafirði sem var hæg- látur og spaugsamur dags daglega. Listamenn eiga dálítið bágt því þegar þeir ætla að vera töff gerast þeir bara rógberar og það er ekki töff. Sömuleiðis er erfitt fyrir við- skiptamenn að vera töff því þá þurfa þeir að brjóta lög, til dæmis með því að hafa fé af viðskiptavin- um sínum. Ég er afar mjúkur maður þó ég sé ekki eins mjúkur og listarnir í bæjarstjórnarkosningunum. Mér myndi ekki líða vel ef litið væri á mig sem töffara. Hemingway var búinn til sem töffari. Ameríkanar eru í raun og veru svo mjúkir. Hjartað í þeim er svo ljúft. Þeir verða töffarar út á það að vera mjúkir. Hemingway er alltaf að skrifa um einhver sorgleg mæðumál. Humprey Bogart er aftur á móti heilmikill töffari í Casablanca. Þar segir hann við konuna: „Af hverju þurfum við að rekast hvort á annað á svona stað?“ Svo tekur hann á málunum með hörku. Ekki má gleyma aðaltöffaranum, Gunnari á Hlíðarenda sem sneri við því hlíðin var svo fögur. Það hefði Hemingway líka gert. Svo er maður í Njálu sem spurður er hvort Gunnar sé heima við eftir að hann hafði sært hann með atgeirn- um. Maðurinn kveður nei við en bætir þó við „...en hitt veit ég að atgeir hans er heima“. Þetta voru fæddir töffarar og við erum alin upp við þessa töffarahugsjón.“ Páll Banine söngvari The Bubbleflies „Töffarar er þeir sem halda and- litinu undir þrýstingi, það er að segja þegar eitthvað fer úrskeiðis. Fólk sem reynir að vera töff er aftur á móti mjög ótöff. Ég veit ekki hvort ég sjálfúr er töff. Um það verða aðrir að dæma. Mér fannst Sveinbjörn Beinteinsson allsherjar- goði mjög góður töffari. Hann haföi töff „kvalitet“ í sér.“ Þegar búið var að fjarlægja úr honum annað lungað og helminginn af hinu sagði hann: „Fjandinn hirði dauðann og krabb- ann sem hann ríður á.“ Pétur Tyrfingsson meðferðarstjóri hjá SÁÁ „Töffari er maður með lítið typpi sem vill leyna því. Sjálfur er ég vaxinn upp úr töffaraskapnum og hef reyndar aldrei verið töffari. Það sem mér þótti töff áður fyrr þótti öðrum ekki töff. Það þótti líka töff að vera ekki töff. Við vin- irnir fórum til dæmis á böll í „three pieces suits“. Það þótti ekki töff. Hver hópur býr sér til eitthvað sem er töff. Mér finnst Guðbergur Bergsson anti- töff. Ég er mikill aðdáandi hans og finnst hann með skemmti- legustu mönn- um á íslandi. Vinur minn, Einar Már Guðmundsson, er sömuleið- is mjög anti- töff. Hann er mjög einlægur og góður í síð- ustu bókinni sinni. Jónas Kristjánsson er líka í þessum hópi þótt ég sé yfirleitt á öndverð- um meiði við hann. En hann hikar ekki við að segja skoðanir sínar.Jíg sakría þess I fari fólks að /það segi skoðanir sínar burtséð frá / því hvað öðrum finnst. Illugi Jök- ulsson er sá maður í fjöl- miðlaheiminum sem ég dáist mest að. Hann liggur heldur ekki á skoðun- um sínum. Þetta eru dyggðir sem eru á undan- haldi. Islenskir stjórnmálamenn eru ekki töff í jákvæðri merkingu þess orðs heldur einstaklega karakter- lausir menn upp til hópa.“ Pálmi Gestsson leikari „Það er bæði jákvætt og neikvætt að vera töff. Mér finnst þó aðallega vera töff að fylgja sannfæringu sinni sem og samvisku. Margir stjórnmálamenn geta verið töffar- ar. Þeir gera gjarnan hiklaust það sem þeir vilja og spyrja hvorki kóng né prest. Mjúki maðurinn er ekki töff. Auðvitað getur verið töff að vaska upp en aðeins ef maður gerir lítið af því. Það sem er mjúkt er nefhi- lega ekkert mjög töff. Jón Baldvin er töffari. Hrafh Gunnlaugsson er líka á einhvern hátt töffari og sömuleiðis Súsanna Svavarsdóttir. Svo er hægt að bregða fyrir sig tækifæristöfflieitum þegar maður þarf á þeim að halda. Méf gæti fundist ég vera töff í ákveðnum að- stæðum en heildaryfirbragð mitt er ekki töff, því miður.“ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri „Da Vinci var töffari. Hann hafði ekki aðeins getu heldur líka gáfu til að ganga á skjön við samtíð sína og skilja eftir sig óbrotgjörn verk. Jóhanna af Örk var annar töffari. Kannski er það þess vegna sem ég skírði yngstu dóttur mína Örk. Konur eru yfirleitt meiri töff- arar en karlmenn. Sveinn M. Eiðsson leikari og kaupfélagsstarfsmaður er líka töff- ari. Hann er stofnun út af fyrir sig. I karakter æskufélaga míns Vil- mundar Gylfasonar bjó líka töff- ari. Malla Schram var töffari. Og Edda er það líka. Sá sem reynir meðvitað að vera töffari verður bara, eins og krakk- amir kalla það „halló skalló“. Töff- ari er nefnilega vöggugjöf. Ég væri alveg til í að vera töffari ef mér væri það áskapað. Ég lít stundum í spegil á morgn- ana og segi: „Þú líkist mér.“ Ég get þó ekki fullyrt hvort ég sé töffari eður ei enda á maður ekki að fella slíka dóma yfir sjálfum sér. Það er of nálægt manni eins og einhverju sinni þegár ég var á unglingsárun- um og kunningi minn sagði við mig: „Mikið ofsalega er hún Tinna systir þín sæt.“ Ég móðgaðist því ég fann mig knúinn til að taka af- stöðu og spekúlera í henni sem konu. Fram að þeim degi var hún aðeins systir mín. Það var flókið mál því þetta var partur af sjálfum mér sem ég þurfti að meta objek- tívt. En svo lærir maður það þegar maður eldist.“ Davíð Þór Jónsson guöfræðinemi „Þetta er spurning um að hafa Elvis í sér og varðveita hann í hjarta sér. Töffari er nefnilega fýrst og fremst það að búa yfir ákveðnu sjálfsöryggi en ekki að eltast við tískustrauma. Leðurjakki er til dæmis ekki töff nema sá sem geng- ur í honum sé töff. Það verður að bera töffið.-^ Það eru ákveðin atriði sem aldrei verða töff eins og til dæmis gúmmístígvél og snjóþvegnar gallabuxur. Það er líka mjög ótöff að tala um það hvað sé að vera töff. Steinn Ár- mann Magn- ússon var einu sinni heilmikill töff- ari en svo gifti hann sig, eignaðist börn og keypti sér jeppa. Karlar sem eiga jeppa eru ekki töffarar. Töffið lak niður af honum. Ingvar Þórðar- son, ffamkvæmdastjóri Regnbog- ans, er töffari. Hann hefur þetta „glimp í ojet“ sem til þarf og hann er ekkert að velta því fyrir sér. Stjómmálamenn geta verið töff- arar en þeim er oft svo mikið niðri fyrir og það samræmist ekki því að vera töffari. Þeir eru nefnilega meira „happy go Iucky“ og eiga sér fá hjartans mál. Ætli Ingibjörg Sólrún komist næst því að vera töffari. Hollywoodstjörnur gera út á að vera töffarar nema Michael J. Fox sem gerir út á það hvað hann er lít- ill töffari. Hann hefur engan Elvis í sér.“ ÁrniJohnsen þingmaður „Töffarar eru hressir náungar sem þora að gera hlutina öðruvísi en allir aðrir og mér finnst gaman af þeim sem eru dálítið öðruvísi. Ég er hins vegar lítill töffari, heldur ósköp venjulegur þó mér finnist gaman að gera öðruvísi hluti en aðrir. Töffari getur verið harðsækinn í vinnu sinni hvort heldur sem hann er á sjó eða blaðamaður. Það er ekki töff að þora ekki að taka neina áhættu. Ómar Ragnarsson er töffari. Hann fer ó- troðnar slóðir og hikar ekki. Sama er að segja um Davíð Oddsson því hann þorir að taka djarfar ákvarðanir. Mér hefur líka alltaf þótt Ás- geir Sigur- vinsson töff sökum þess hversu beinskeyttur hann er. Það haggar honum ekkert. Ragnar Ax- elsson ljósmyndari er líka töff því hann leggur mikið á sig til að ná settu marki. Hann leggur í raun og veru mun meira á sig en sá sem sér myndir hans gerir sér grein fyrir. Þegar ég var yngri fannst mér Tarz- an vera mikill töffari.“ Ari Gísli Bragason skáld „Það er töff að vera samkvæmur sjálfum sér sem og að vera þybbinn eða sterkbyggður. Svo er líka töff að lesa Playboy og að senda stelp- um blóm. Að vera klósettvörður er ekki töff og heldur ekki að vera deildar- stjóri hjá hinu opinbera. Bubbi Morthens er töff vegna þess að hann er svo góður boxari. Tommi á Hard Rock er líka töff. Annars eru konur meira töff en karlar. Vinkona mín, Kristína Haralds fyrirsæta, er til dæmis orginal-töffari.“ Móeiður Júníusdóttir söngkona „Það er mjög góður og sjaldgæf- ur eiginleiki að vera töffari og satt að segja þekki ég fleiri konur en karla sem eru töffarar. Töffari hef- ur ekkert að gera með það sem maður gerir. Heldur hvernig mað- urer. Mamma mín er mikill töffari. Það hefur eitthvað að gera með drifkraftinn. Það er mjög gott að alast upp hjá töffara því það veitir manni mikla öryggiskennd. Tvíburabræður mínir eru líka töffarar. Þeir eru ekkert að reyna það heldur voru þeir bara þannig þegar þeir fæddust. Suma daga er ég sjálf töffari en aðra ekki.“ Ollý á Bíóbarnum „Töffarar eru gæjar sem slá um sig. Þeir tala hátt og mikið og eru ánægðir með sjálfa sig. Maður sér mílu vegar þegar þeir koma. Misheppnaðir töffarar eru affur á móti þeir sem eru að reyna að vera eitthvað. Það sést strax að þar eru lúðar á ferð. Jói motorhead er töffari af guðs náð. Útlit hans, klæðnaður og talsmáti hæfa sönnum töffara. Pabbi minn, Jón Gunnar Árnason myndhöggv- ari, var svaka- legur töffari. Hann var þó allt öðruvísi töffari en Jói motor- head því hann var ekki eins mikið á útopnu. Pabbi minn var mjög ákveðinn í framkomu og fólk reyndi ekki að eiga neitt við hann. Hann þurfti ekki annað en að birt- ast og þá vissi fólk nákvæmlega hvort það átti að tala við hann eða ekki.“ Sólveig Arnarsdóttir leikkona „Bubbi Morthens er töffari númer 1, 2 og 3 hér á landi. Valdimar Örn Flygenring slagar líka hátt upp í hann. Þorleifur bróðir minn, sem er að verða 16 ára, er jafnframt mikill töffari. Það sést á fasi hans, göngulagi, stíl og klæðaburði. Hann ber hið yfirvegaða yfirbragð töffara. Þetta er ímynd sem maður sér marga stráka spila. Það er ekki töff að hafa skoðanir og allra síst að vera femínisti. Þeir sem gamlir eru, ljótir eða feitir falla heldur ekki inn í ungæðisdýrkun- ina sem nú ríkir og teljast því ekki töff. Ég mæli þeirri dýrkun alls ekki bót. Ég hlýt aftur á móti að teljast eins lítið töff og hægt er að vera.“ Sigríður Beinteinsdóttir söngkona „Töffari er týpa sem telur sig meiri en aðra. FJugtakið á meira við um stráka. Það er töff að ganga í flottum fötum og til eru töffar- atýpur í leðurjakka. Þetta getur líka átt við um hluti; hús, bíla og klipp- ingar. Björk Guð- mundsdóttir er töffari. Hún er mjög sérstök og töff týpa. Egill Ólafsson er líka töffari og mikill listamaður. Ég verið töff á sínu held að allir geti sviði.“ „Ég sá heilmörg töf- faratákn. Nokkra zippó, helling af leð- urjökkum og kaboj- og mótorhjólastígvél- um og ótrúlega marg- ir voru með pírð augu — ef til vill vegna þess að þeir voru ný- komnir fram úr myrkrinu inn í sal. Ég var eiginlega sá eini sem ómögulegt var að taka í misgripum fyrir töffara þar sem ég stóð úti í horni og sa- ug íspinna FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 17

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.