Eintak

Útgáva

Eintak - 07.04.1994, Síða 31

Eintak - 07.04.1994, Síða 31
„Bók Ingólfs Margeirssonar um sögu AA samtakanna á íslandi er ekki aðeins merkileg heimild um einstakt brautryðjendastarf, heldur einnig stórskemmtileg lesning þar sem fyrir koma kostu- legir karakterar, áfengisdemónar, yfirskilvitlegir hlutir af ýmsu tagi og síðast en ekki síst hin dularfulla þjóðarsál íslendinga.11 JÚLÍUS KEMP Ljósblátt Blátt HáskólabIói Ég hef séð kvikmyndina Bleu eít- ir Krzysztof Kieslowski tvisvar sinnum. í fyrra skiptið á kvik- myndahátíðinni í Sao Paulo með portúgölskum skýringartexta þar sem ég skildi ekki orð en heillaðist þeim mun meira af sjónrænum pæ- lingum myndarinnar. Þó að ég næði ekki söguþræðinum. Fyrir stuttu síðan sá ég hana í seinna skiptið í Háskólabíói með íslensk- um skýringartexta og þá náði ég loksins söguþræðinum. Því mið- ur... Mér fannst myndin miklu betri í fýrra skiptið þegar ég skildi ekki neitt! Það er nefnilega oft þannig með evrópskar kvikmyndir, þær treysta of lítið á myndmál en leggja aftur á móti ofuráherslu á hið tal- aða orð eins og Sigrún Stefáns- dóttir gerir gjarnan í sjónvarps- þáttum sínum. Þó svo að mynd- málið sé mun áhugaverðari miðlun og kvikmynd geti auðveldlega talað til áhorfenda án þess að nota orð. Annað sem farið er að bera meira á í evrópskum kvikmyndum, nú þegar dreifmg og íjármögnun þeirra verður einfaldari, er að verk- efnin virðast hlaðast mikið á sömu menn og það eru mjög fáir „þekkt- ir“ evrópskir leikstjórar sem starfa í Evrópu. Það gerir það að verkum að þessir „þekktu“ gera margar myndir en hinir sem ættu að fá tækifæri, fá þau ekki. Finnst mér til dæmis að Kieslowski-myndirnar verði þynnri og þynnri eftir því sem þeim fjölgar. Kvikmyndin Blátt er falleg mynd, hún er sorgleg en aldrei leið- inleg þó svo að hún sé frekar dauf. Ljósblá. Kvikmyndaáhugamenn eiga ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara þó ekki væri nema fyrir það að skoða handbragð eins fremsta kvik- myndatökumanns í dag, Slawomir Idziak, en hann vinnur einmitt þessa dagana að kvikmyndinni Tár úr steini með Hilmari Oddssyni. 0 R/lyndlist 4 GUÐBÉRGUR BERGSSON Eins og undursmá ___________skóf___________ Olav Christopher Jenssen Norræna húsið _ „Þegar vínveitingum lýkur á opnun myndlistarsýninga, tekur tómið við,“ hugsaði ég þegar ég leit inn á sýningu Olavs Christop- hers Jenssens í Norræna hús- inu sem verður opin til 17. apríl. Á henni var enginn og aðeins einn gestur virtist hafa litið inn þann daginn. Þannig eru oft örlög listar sem hlýtur stuðning að ofan og er hampað af þeim sem stjórna kvóta- kerfinu. En þetta er engin regla. Opinberir listamenn geta verið eins góðir og utangarðsmennirnir. Þetta á við urn þá sem bjuggu við komm- únismann í Sovétríkjunum, og hina, sem búa við skandinavíska kvótakerfið. Kerfið tók við eða var síðasta stig kratastefnunnar. Síðan klofnaði kvótakerfið í kynflokkun- arjafnræðið. Núna virðist vera komið að norskum karlmanni til að sýna í kjallara Norræna hússins, og hann er ekki af verri endanum, en líklega vegna jafnvægis í kvótanum er haldin uppi á lofti, á ganginum, sýning á verkum konu, sem er af biblíumyndaendanum. Sýningu Olavs fylgir vegleg sýn- ingarskrá á nokkrum tungumálum. Það kemur sér vel fýrir gagnrýn- endur sem tjargviðrast mikið út af óveglegum skrám. Eins og allir vita er sýningarskráin næturgagn gagn- rýnandans. Kopp má hvorki taka frá kerlingunni né karlinum, ef hann er kominn á blöðruhálskirt- ilsaldurinn, sem listfræðingar og gagnrýnendur virðast fæðast á og fara ekki af fyrr en þeir skilja við sínar skörpu skynjanir og falla í gleymskunnar gröf. Ýfir sýningu Olavs er fínlegt yfir- bragð. Stundum notar hann teikn- ingar sem dagbók. Það hafa góðir myndlistarmenn gjarna gert, allt frá Durer til Turner. Gestir geta þess vegna fylgst með ferðum Olavs og sýningu hans, borið saman og brotið heilann um, hvort hann hafi málað betur í Buenos Aires en í New York. Líklega hefur hann gert snotra teikningu í Reykjavík, en við fáum ekki að sjá hana íyrr en á næstu farandsýningu, þegar kemur aftur að honum í kvóta. Þá fær hann aðeins að sýna uppi á gangi. Gestir mega ekki láta hinn opin- bera kjánaskap í norrænum menn- ingarmálum blinda sig og fara að- eins að skoða skandinavíska list ef vínveitingar eru í boði. Sýning Ol- avs er einstaklega fögur. Hún er gædd fínleika í notkun lita og létt- leika í því að draga línur. Myndflöt- urinn er stundum undirbúinn á sérkennilegan hátt sem minnir mig á teikningarnar í Altamirahellun- um eða öðrum, þar sem vatnið hef- ur brugðið fínlegu, gagnsæju stein- lagi yfir litina með þúsund ára svita; þeir virðast hvíla undir vax- áferð. í þessum verkum er listamaður- inn laus við það að gera myndir sínum að táknum fyrir eitthvað sem fyrir er í náttúrunni, þótt þær minni óneitanlega á skófirnar sem vaxa á klettunum úti í víðáttunni. En þær þurfa ekki að minna á neitt. Þær standa fýrir sínu og eru fulltrú- ar anda Olavs. Aftur á móti eru fiskarnir á dulbúnu teikningunum of augljósir. 0 HILMAR ÖRN HILMARSSON Andarýmiss konar Frumherjarnir Saga AA-samtakanna á Islandi AA ★★★★ Bók Ingólfs Margeirssonar um sögu AA samtakanna á Islandi er ekki aðeins merkileg heimild um einstakt brautryðjendastarf, heldur einnig stórskemmtileg lesning þar sem fyrir koma kostulegir karakter- ar, áfengisdemónar, yfirskilvitlegir hlutir af ýmsu tagi og síðast en ekki síst hin dularfulla þjóðarsál Islend- inga sem átti í miklum erfiðleikum að meðtaka boðskap og hreyfingu þar sem vandamálin voru rædd í stað þess að þeim væri sópað undir teppið eða þau þöguð í hel. Áfengissjúklingar og aðstand- endur þeirra voru nánast réttlaust fólk og ekki var hægt að fá spítala- vist fýrir ofdrykkjumenn þó komið væri með þá helbláa og meðvitund- arlausa á staðinn því heilbrigðisyf- irvöld fylgdu þeirri sannfæringu að áfengissýki væri sjálfskaparvíti og aumingjaskapur fast eftir. Það voru einna helst þekktir borgarar með góð sambönd og persónuleg tengsl við lækna sem gátu fengið sig skráða inn undir einhverju yfirskini og farið þannig í stýrða afvötnun, en án eftirmeðferðar og án þess að tekist væri á við rót vandans. Ingólfur byrjar bókina á að segja sögu frumherjanna, Bob og Bill og stofnun AA samtakanna í Bandaríkjunum. Þetta er á margan hátt nútíma postulasaga og þarna koma fram ýmsir óvæntir áhrifa- valdar svo sem sálkönnuðurinn Carl Gustav Jung. hvers eina framlag til áfengisvarnarmála sem ég mundi eftir var þegar hann bannaði ríkri amerískri ekkju að láta James Joyce fá peninga því að skáldið myndi bara sukka þá út og James greyið sat fastur í blank- heitunum og ódýra búsinu þar til yfir lauk. Hinn trúarlegi grunnur samtakanna kom frá Oxfordhópn- um, kristilegri hreyfingu sem boð- aði afturhvarf til frumkristni, þar sem var lögð áhersla á samveru, opna umræðu og játningu yfirsjóna og synda. Þó leiðir Oxfordhópsins og ÁA samtakanna ættu síðar meir eftir að skilja eru þessi áhrif enn til staðar því lækningin felst nú sem þá í ,turnun“ eða sinnaskiptum sem eru trúarlegs eðlis frekar en umskiptum sem byggja einungis á rökhyggju og skynsemi. Þar eru einnig sterk áhrif frá Jung sem sagði að engin lækning væri við drykkju- sýki nema andleg lækning og sál- fræðingsins William James (bróður skáldsins Henry James) sem sagði í bók sinni The Varieties of Religious Experience að drykkjusýki verði aðeins læknuð með trúarsýki. Aðdragandi stofnunar samtak- anna hér á íslandi (sem dróst í þó nokkurn tíma þar sem helsti frum- herjinn, Jónas Guðmunds- son ráðuneytisstjóri og ritstjóri, taldi íslendinga svo afleita trú- menn) er rakinn á skemmtilegan hátt og þar eru kynntar til sögunnar kempur sem verða ógleymanlegar eftir lesturinn. Ég haíði lengi vitað að Jónas Guðmundsson væri mað- ur sem grenjaði á ævisögu og bók Ingólfs sýnir það svo um munar. — Hér var maður sem á Alþingi Is- lendinga lagði grunninn að al- mannatryggingakerfinu, gekk fyrst- ur íslendinga fram fyrir skjöldu sem alkahólisti, gaf út bækur um pýramídaspádóma sem sönnuðu það ljóslega að Islendingar væru hin týnda Benjamínsættkvísl og að landinu biði forystuhlutverk meðal þjóðanna og gaf síðan einnig út eitt eitraðasta rit allra tíma, hin fölsuðu samsærisplögg ,Zíonsöldunga,“ sem hafa verið notuð til að kynda undir gyðingahatur síðustu 150 árin og komu meðal annars Hitler og Rosenberg að góðum notum í hreinsunum þeirra. Hér segir einn- ig af eldhuganum Guðna Þór Asgeirssyni sem telst stofnandi samtakanna og hans dapurlegu ör- lögum. Þetta er átakanleg saga manns sem gerði allt fyrir aðra en þegar upp var staðið gat hann ekki hjálpað sjálfum sér. Og Guð- mundur Jóhannsson sem íýllti þrenninguna með Jónasi og Guðna er einnig eftirminnilegur persónuleiki, ekki síst vegna þess að hann, sem hætti fyrir rest svo auð- veldlega að drekka að hann hálf- skammaðist sín fyrir það, var ávallt til staðar þegar aðrir þurftu á hjálp að halda. Hér segir einnig af því þegar dávaldurinn Frisenette bjargaði fjárhag samtakanna og svo þegar AA kabarettinn floppaði svo um munaði í einum versta inflú- ensufaraldri aldarinnar sem gekk nærri því að samtökunum dauð- um. Hér er einnig saga klofnings og flokkadrátta, saga alþjóðasamtaka sem urðu þó svo íslensk þegar þau festu rætur hér, en síðast en ekki síst er þetta aldarspegill sem getur kennt fólki margt um fbrdóma og framþróun. Nauðsynlegbók öllum, hver sú sem afstaða þeirra er gagn- vart áfengi og vímuefnum. © ÓTTARR PROPPÉ Smekkleysa hvað!? Indian Princess Leoncie: Story from Brooklyn ★★★ Indversk-íslenska prinsessan Le- oncie er okkur öllum kunn. Þeir þekkja hana sem hafa séð nektar- dansinn hennar á skemmtistöðum, þeir þekkja hana jafnvel enn betur sem hafa pantað þetta atriði hennar í einkasamkvæmi. Flestir þekkja hana eftir sjónvarpsþáttinn sem Ríkissjónvarpið lét gera um hana. „Mér fannst mynd- in miklu betri í fyrra skiptið þegar ég skildi ekki neitt! Það er nefnilega oft þannig með evrópskar kvik- myndir, þær treysta of lítið á myndmál en leggja aftur á móti ofur- áherslu á hið tal- aða orð eins og Sigrún Stefáns- dóttir gerir gjarnan í sjónvarpsþáttum sínum.“ „Það er engum blöðum um það að fletta að konan er gersemi, gersemi ólík öllum öðrum hér á landi.“ „Svo nostalgískur varð félagi minn yf- ir stemmningunni í Tombstone að hann vissi ekki fyrr en hann var búinn að öskra „bingó“ þegar aðalhetjan og draumaskutlan mættust í kossi í lok myndarinnar.“ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 31

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.