Eintak - 23.06.1994, Page 32
lamir
'ígeríu
Ná þeirlengm en Kamerún?
Rashidi Yekini
er kannski gott dæmi um nígerisku landsliðsmennina. Hann
erþrítugur og hefur skorað 23 mörk með landsliði Nigeríu.
Rashidi vinnur kannski ekki danskeppni við Roger Milla, en
hann gæti aftur á móti komið mörgum varnarmanninum á
óvart með hraða sínum og snerpu. Hann er rúmlega tveir
metrar á hæð og vöðvastæltur og þykir ótrúlega skotfastur.
Þrátt fyrir stærð sína er hann snarpur og það voru þessir
eiginleikar hans sem gerðu hann að markaskorara leiktíma-
bilsins íPortúgat þar sem hann lék í vetur. Nú hefur hann
verið seldur til grísku meistaranna Olympyakos.
WorfdCupUSm . , r . . . . ^
#»^ Pratt rynr pa viour-
kenndii staðreynd að
Nígeríumenn hafi á að
skipa sterkasta knattspyrnuliði Afr-
íku, hafa þeir á vissan hátt fallið í
skuggann fyrir nágrönnum sínum
frá Kamerún, sem komust í áttaliða
úrslit heimsmeistarakeppninnar á
Ítalíu 1990.
Nígeríumenn ætla sér í þetta
skiptið að gera betur. Stefnan hefur
verið tekin á fjórðungsúrslitin, og
ef það takmark næst, verður það í
fyrsta sinn sem knattspyrnulið frá
Afríku nær svo langt. „Við munúm
standa okkur betur en Kamerún-
ar,“ segir Stephen Keshl, fyrirliði
nígeríanska liðsins. „Það væri gott,
bæði fyrir Nígeríu og alia Afríku, ef
okkur tekst að komast langt í
keppninni."
Afríkumeistarar
Þegar Nígeríumenn sigruðu Afr-
íkubikarinn í Túnis fyrir nokkru,
fengu þeir gullið tækifæri til að æfa
og spila í loftslagi sem er svipað því
sem ríkir í Dallas; hár hiti og mikill
loftraki. I Túnis unnu þeir Zambíu,
2:1 og sýndu þar með fram á styrk-
leika sinn í afrískri knattspyrnu.
Þjálfari Nígeríumanna, hinn hol-
lenski Clemens Westerhof, hefur
bætt stífara leikskipulagi og aga við
hina hefðbundnu aðferð Nígeríu-
manna að sækja - og sækja meira.
Þetta þýðir að mörkunum fækkar,
sem þeir fá á sig í hverjum leik.
„Nígeríumenn höfðu það orð á
sér að vera látlaust í sókn,“ segir Ef-
an Ekoku, landsliðsmaður Nígeríu
og leikmaður Norwich. „Leikaðferð
okkar hefur í gegnum tíðina minnt
svolítið á strategíu Manchester Un-
ited og Tottenham í gamla daga; ef
þið skorið fjögur, þá skorum við
bara fimm.“
En sú leikaðferð nær ekki lengur
upp á pallborðið hjá Nígeríumönn-
um og Westerhof hefur sýnt þeim
fram á að stífur sóknarleikur hefur
einnig sína galla.
Beinskeyttir
sóknarmenn...
En þótt þjálfarinn hafi lagt
áherslu á vörnina og leikskipulag
hefur liðið á að skipa beinskeyttum
sóknarmönnum, og Rashidi Yek-
ini er kannski besta dæmið um það.
Hann er þrítugur og hefur skorað
23 mörk með landsliði Nígeríu.
Rashidi vinnur kannski ekki dans-
keppni við Roger Milla, en hann
gæti aftur á móti komið mörgum
varnarmanninum á óvart með
hraða sínum og snerpu. Hann er
rúmlega tveir metrar á hæð og
vöðvastæltur og þykir ótrúlega
skotfastur. Þrátt fyrir stærð sína er
hann snarpur og það voru þessir
eiginleikar hans sem gerðu hann að
markaskorara leiktímabilsins í
Portúgal þar sem hann lék í vetur.
Nú hefur hann verið seldur til
grísku meistaranna Olympyakos.
Félagi Yekinis í framlínu Níger-
íumanna er Daniel Amokachi, 21
árs og markakóngur liðs síns, FC
Brugge í Belgíu. Fyrir aftan þessa
tvo eru þrír leikmenn sem vakið
hafa athygli með liðum sínum í
Evrópu; Victor Ikpeba, tvítugur
og leikur með Mónakó, Augustine
Okocha, frá Eintracht Frankfurt og
Sunday Oliseh, nítján ára gutti,
sem leika mun með ítalska liðinu
Reggia í vetur.
...en vandamál
í vörninni
Þótt framlína nígerska liðsins líti
vel út, setja sparkfræðingar spurn-
ingamerki við vörn þess. Flestir
varnarleikmennirnir eru komnir til
ára sinna og fæstir þeirra léku mik-
ið á síðasta tímabili. Augustine
Eguavon, sem spilar með Kortrijk í
Belgíu, eyddi mestum hluta síðasta
leiktímabils í banni. Uche Okec-
huwu hefur ekki leikið með félags-
liði síðustu tvö tímabil og Stephen
Keshi var rekinn frá félagi sínu,
Molenbeek í Belgíu, eftir að hafa
komið of seint úr sumarleyfi.
En þrátt fyrir vandamál í vörn-
inni hefur nígerska liðið ekki fengið
á sig mörg mörk í síðustu leikjum.
Þrátt fyrir erfiða leið í heimsmeist-
arakeppnina, þar sem rétturinn til
að leika í Bandaríkjunum vannst á
markahlutfalli, fékk liðið aðeins
fimm mörk á sig í átta leikjum, og
verstu úrslitin voru þegar það tap-
aði fyrir Fílabeinsströndinni 2:1.
Keppnin um Afríkutitilinn leiddi
heldur ekki í ljós nein alvarleg
vandamál í vörninni. En Ekoku
varar við yfirlæti. „Afríkukeppnin
var ekki raunverulegt próf á getu
liðsins. Yftrburðir okkar voru ein-
faldlega slíkir að hin liðin gátu lítið
sótt að marki okkar.“
Heitt undir
þjálfaranum
Þjálfari liðsins, Westerhof, hefur
lítið látið uppi um leikskipulag, en
hefur hins vegar séð til þess að liðið
fengi nægan undirbúning. Hann
hefur einnig staðið í ströngu við
nígerska knattspyrnusambandið og
fyrir skömmu leit út fyrir að hann
yrði að taka pokann sinn rétt fýrir
keppnina. Lítil! vinskapur ríkir
milli þjálfarans og framámanna í
knattspyrnusambandinu og einn
þeirra lýsti honum sem „stjórnlaus-
um.“
Westerhof hefur einnig verið
gagnrýndur fýrir að velja nígerska
leikmenn sem leika með liðum í
Evrópu, frekar en leikmenn sem
leika heima fyrir. Hann ber það fyr-
ir sig að engin atvinnumannadeild
sé til staðar í Nígeríu og hann þurfí
á reyndum leikmönnum að halda
sem standist taugaspennuna sem
fylgi svo stórri keppni sem heims-
meistarakeppnin er.
En þrátt fyrir allt þetta gleðjast
Nígeríubúar yfir velgengni liðsins.
„Ég var í rauninni yfir mig hissa á
móttökunum eftir að við unnum
Afríkubikarinn," segir Westerhof.
„Þegar liðið kom heim vildu
skyndilega allir þekkja okkur, allt
frá forsetanum og niður úr.
Raunsæ bjartsýni
Þessi hollenskættaði þjálfari er
bjartsýnn á gengi liðs síns í Banda-
ríkjunum.
„Ég held að sigurinn í Afríkubik-
arnum hafi fært liðinu mikið sjálfs-
traust. Nú getum við farið og trúað
því að við komumst langt í heims-
meistarakeppninni. Við förum sem
Afríkumeistarar og ég er sannfærð-
ur um að við gerum betur en
Kamerúnar," segir Westerhof.
Riðillinn sem Nígería leikur í
verður án efa erfiður og hættan fyr-
ir liðið er án efa sú að liðið hefji
leikinn með of mikið af væntingum
og vonum á bakinu, ólíkt Kame-
rúnum sem komu öllum gjörsam-
lega á óvart fyrir fjórum árum. Níg-
eríumenn ættu einnig að hafa það
hugfast að Zaire, þáverandi Afríku-
meistarar, fóru til Þýskalands 1974,
og töpuðu öllum leikjum sínum í
undanriðli, án þess að skora eitt
einasta mark.
En bjartsýni Westerhofs byggist á
því að velgengni Afríkumanna
undanfarin ár hafi sýnt þeim fram á
að þeir geti raunverulega spilað fal-
legan og árangursríkan fótbolta -
og unnið leiki.
„Við förurn ekki með falsvonir í
farteskinu til Bandaríkjanna,“ segir
Westerhof, „heldur væntingar sem
eru byggðar á raunveruleikanum.
Tími Afríku sem stórveldis í knatt-
spyrnu er kominn. ©
FIMMTUDAGUR 23. JÚ.N.Í
19.94