Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 1
Helgi Seljan lioríir um öxl Helgi Seljan var tekinn í létt rabb um feril sinn á pólitískum og félagslegum vettvangi. Hann kernur víða við - og ljóðagerðin er ekki langt undan. Bls. 8-9 Karlaveldi hjá borginni Embættismannaveldið margum- talaða í Reykjavík er jafnframt rótgróið og samheldið karlveldi þar sem konur hafa ekki átt frama ívændum. Bls. 12 Alþióðamál og umnverfisvandi Hjörleifur Guttormsson fjallar um stöðu umhverfismála, en í nýjum alþjóðasamningum um frjálsari viðskipti er umhverfið á öðru farrými. Bls. 4-5 2. tbl. 3. árg. 14. janúar 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. B M Pólitísk vatnaskil! Maraþonfundir á þriðju- dags- og miðvikudags- kvöld í síðustu viku innsigluðu þann ásetning minni- hlutaflokkanna í Reykjavík að efna til sameiginlegs framboðs til borgarstjórnar í vor. A morg- un munu ráð og félög Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista efna til formlegra funda þar sem gengið verður frá samstarfsyfir- lýsingu. Takmarkið er að fella meirihluta íhaldsins í borginni. Þriðjudagskvöldið 4. janúar sátu fulltrúar Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Kvennalista á fundi fram á nótt þar sem metinn var árangur óformlegra viðræðna þessara flokka um möguleika á sameiginlegu framboði minni- hlutaflokkanna. Niðurstaðan var að ákveðið var að kalla á fulkrúa Alþýðuflokks til fundar kvöldið eft- ir. Eftir þann fund komst verulegur skriður á málið og líkur eru á a'ð á morgun, laugardag, leggi stofhanir flokkanna formlega blessun sína yfir sameiginlegt framboð. - Fyrst og fremst var það mikil vinna, heilindi og hreinskilni milli flokka sem lagði grunninn að þess- um árangri, segir Árni Þór Sig- urðsson formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Arthúr Morthens varaformaður kjördæmisráðs nefnir fjögur atriði sem skiptu sköpum um framvind- una. I fyrsta lagi að langur aðdrag- andi var að viðræðunum, í öðru lagi að skoðanakannanir í haust gáfu sterka vísbendingu um að sameiginlegt framboð hefði raun- hæfa möguleika á að fella meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins, í þriðja lagi að fulltrúar flokkanna töluðu saman beint og milliliðalaust en ekki í gegnum fjölmiðla. - Síðast en ekki síst var stöðugt leitast við að hafa samband við þingmenn, bórgarfulltrúa • og nefndir og ráð flokkanna. Þannig vissu menn alltaf hvaða tillögur nutu stuðnings í flokkunum, segir Arthúr. Ásamt Arna Þór og Arthúri tók Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavfk virkan þátt í viðræðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvennalistans verður borgarstjóraefni hins sameiginlega framboðs en hún var borgarfulltrúi árin 1982 - 1988 og hefur áunnið sér traust og virðingu fyrir störf sín á opinberum vettvangi. Flokkarnir hafa náð saman um hvernig þeir skipta á sætum á framboðslistanum og hver flokkur um sig mun ráð- stafa „sínum" sætum þótt sam- komulag sé um að flokkarnir hafi gagnkvæman umsagnarrétt um frambjóðendur hvers annars. Sameiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna markar þáttaskil. - Þetta er alvarlegasta tilraunin í langan tíma til að hnekkja valdi í- haldsins í Reykjavík. Borgin er höf- uðvígi Sjálfstæðisflokksins og það hefur mikla pólitíska þýðingu ef þessi tilraun tekst, segir Arni Þór. Viðrögð Sjálfstæðisflokksins eru hræðslukennd. Markús Örn Ant- onsson borgarstjóri grípur til gam- alkunnra slagorða um „sósíalíska samsuðu" í viðtali við DV á mið- Stórfundur sjómanna I Austurbæjarbíó í gær brýndu sjómenn samninga- menn sína til átaka í harðvít- ugri deilu þeirra við útgerð- armenn og atvinnurekendur. Sjómenn dreif víða að af land- inu, frá Snæfellsnesi, Suður- nesjum og Austurlandi en Norðanmenn veðurtepptust. Austurbæjarbíó var troðfullt og hraustlega var tekið undir með sjómanni sem steig í pontu og hvatti sjómenn til að segja upp plássum sínum ef Davíð Oddsson forsætis- ráðherra vogaði sér að setja lög á sjómenn. Sjómanna- samtökin krefjast þess að kjarasamningar þeirra verði virtir en útgerðarmenn hafa í auknum mæli knúið sjómenn til þátttöku í kvótakaupum. vikudag. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur síðustu vikur og mánuði unnið að endurnýjun yfirmanna borgar- kerfisins til að tryggja að næsta kjörtimabil sitji sjálfstæðismenn í æðstu stöðum jafnvel þótt kjósend- ur hafhi Flokknum í vor. Embætt- ismenn sem eru að nálgast eftir- Iaunaaldur vfkja fyrir yngri mönn- um. Það sem af er vetri hefur verið skipt um borgarendurskoðanda, byggingafulltrúa, félagsmálastjóra, forstöðumanna ráðningarskrifstofu og forstöðumann skólaskrifstofu. Morgunblaðið gerir sig klárt í að þjónusta Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni með hefð- bundnum hætti. Strax í miðviku- dagsútgáfu Morgunblaðsins hafði blaðinu tekist að finna það út að Alþýðuflokksmenn væru óánægðir í nýja samstarfinu. Samviskusam- lega var sagt frá óánægjunni í fyrir- sögn og inngangi fréttar um fram- boðsmál minnihlutans. Morgun- blaðsmenn áttu hinsvegar erfitt með að finna óskhyggju sinni stað. I meginmáli fréttarinnar er ekki vikið einu orði að meintri óánægju Aiþýðuflokksmanna. A næstu vikum verður gengið frá málefnagrundvelli hins nýja fram- boðs samtímis sem flokkarnir raða á framboðslistann. - Tímann frarn að kosningum verðum við að nota til að sýna kjós- endum fram á að það verði breyt- ingar í borginni ef við náum meiri- hluta í vor, segir Árni Þór Sigurðs- son formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins. Stálsmiðjan rýfiir dómssáttina Gylfi Páll ekki endurráðinn þrátt. fyrir næga vinnu. Stálsmiðjan reynir að þvinga starfs- menn til að samþykkja allt að fjórðungs launa- lækkun. Verkfallsheimildar aflað næstu daga. Stálsmiðjan hf. hefur rofið þá dómssátt sem gerð var 23. nóvember sl. fyrir Fé- lagsdómi í máli því sem ASI og Dagsbrún höfðuðu vegna upp- sagnar Gylfa Páls Hersis verka- manns hjá Stálsmiðjunni, en uppsögnin tók gildi nú um ára- mótin. A fundi í gær, fimmtudag, samþykkti stjórn Dagsbrúnar harðorð mótmæli vegna þessa og vegna kjaraskerðingaráforma forsvarsmanna Stálsmiðjunnar. Akveðið var að boða trúnaðar- mannaráð Dagsbrúnar til fundar um málið í næstu viku, m.a. í því skyni að afla verkfallsheimildar. Dómssáttin var á þá leið að Gylfi Páll Hersir skyldi hafa forgangsrétt til endurráðningar ef verkefnastaða leyfir. Mat á verkefnastöðunni skyldi byggt á áliti trúnaðarmanns verkamanna, verkstjóra og for- stjóra Stálsmiðjunnar. Næg vinna hefur verið hjá verka- mönnum Stálsmiðjunnar í desem- ber og yfirvinna í desember nam 80 tímum að meðaltali á mann. Það sem af er janúar hafa tvö skip kom- ið í slipp og önnur tvö eru væntan- leg næstu daga auk þess sem von er á Rússatogara til viðbótar. Trúnað- armaður og verkstjóri telja í ljósi þessa enga ástæðu til að draga úr mannahaldi. Þvert á móti sé núna fremur um undirmönnun að ræða, en þrátt fyrir það neitar forstjóri Stálsmiðjunnar að endurráða Gylfa. Hann var því Iátinn hætta störfum um áramótin, þvert ofan í orðalag dómssáttarinnar um að trúnaðarmaður og verkstjóri eigi að meta þörfina á samdrætti í starfsmannahaldi í Ijósi verkefna- stöðunnar. Stálsmiðjan tilrauna- dýr VSI Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa að undanförnu einnig reynt að þvinga fram almenna launalækkun meðal verkamanna, iðnaðarmanna og skrifstofufólks í Stálsmiðjunni og haft til þess bæði aðstoð og stuðning VSI. I október fengu starfsmenn „tilboð" um 12,5% launalækkun sem fól í sér að að ef menn ekki samþykktu það fyrir 15. janúar þá skyldu þeir fá að taka pokann sinn 1. febrúar. Starfsmenn neituðu að samþykkja launalækk- unina og var svarað með nýju „til- boði". Öllum starfsmönnunum, sem eru tæplega 100, hefur verið sendur nýr ráðningarsamningur sem felur í sér 20-25% kjaraskerð- ingu. Ráðningarsainningurinn brýtur í mörgum veigamiklum atriðum gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og gegn bæði almenn- um kjarasamningum og sérkjara- samningum. Þá vilja forsvarsmenn fyrirtækisins fella nður sérkjara- samning þann sem Félagsdómur dæmdi þá til að standa við á síðasta ári. Þessu tilboði eiga starfsmenn- irnir að skila undirrituðu íyrir morgundaginn, 15. janúar, ella líta forsvarsmenn Stálsmiðjunnar svo á að starfsmennirnir samþykki eigin uppsögn. Munum beita öllum tiltækum ráðum Þrátt fyrir mikla ólgu meðal starfsmanna vegna þessara mála og tíðra fundahalda hefur yfirstjórn fyrirtækisins ekki sýnt neinn bilbug í þessu máli sem hún kallar „hag- ræðingu", enda hefur hún til þess fulltingi VSÍ. Gagntillögum starfs- manna um sparnað hefur ekki ver- ið sinnt. Miðstjórn ASÍ ályktaði um málið 15. desember sl. og sagði m.a.: „Miðstjómin lítur svo á að hópuppsagnir starfsmanna séu ó- lögmæt verkbannsaðgerð og gróft brot á friðarskyldu þar sem kjara- samningar séu í fullu gildi. Mið- stjórnin mun beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að slík launalækkkun nái fram að ganga og felur forsetum ASI að hafa náið samstaf við verkalýðsfélög um að- gerðir." Mikill hiti var í mönnum á fundi Dagsbrúnar í gær og fastlega er gert ráð fyrir að trúnaðarmanna- ráðsfundurinn í næstu viku afgreiði verkfallsheimildina. Alyktun fundarins er birt í heild á baksíðu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.