Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 14.JANÚAR 1994 Hjörleifur Guttormsson: Alþjóðamál og umhverfisvandi Hjörleifur Guttormssun: „Isamningum sem gerðir hafa verið undanfarið og varða alþjóðaviðskipti ogaukið athafnafrelsi jýrir fjármagn og fyrirtæki er umhverfið alls staðar á öðru farrými. “ ótt okkur íslendingum finn- ist á stundum að mörg af hinum stóru vandamálum heimsins komi okkur harla lítið við eru þau að færast nær okkur, m.a. vegna aðildar að flóknum aðþjóða- samningum eins og EES og GATT og samningum á sviði um- hverfismála. Fyrst skulum við þó líta á alþjóðaleg deilumál og hvemig íslensk stjórnvöld bregðast við lokum kalda stríðsins með því að leggja sig frarn um að halda er- lendri herstöð í landinu. Flókin heimsmynd í stað einfaldra latisna I nokkmm stórum deilumálum sem heimsbyggðin hefur látið sig varða eru nú friðvænlegri horfur en fyrir ári. Samið hefur verið um frið og lögð drög að lausn á langvinn- um deilum og misrétti í Suður-Afr- íku og milli Israela og Palestínu- manna. Afstaðan til þessara deilu- mála hefúr skipt ríkjum heims í fylkingar að ekki sé talað um hörmungar þeirra sem verið hafa fómarlömb misréttis og valdbeit- ingar. Ofriður hefur hins vegar magnast í fyrmm Júgóslavíu og lausn deilumála virðist þar engu nær en fyrir ári. Önnur Evrópuríki standa ráðþrota gagnvart hjaðn- ingavígunum á Balkanskaga og deilur af svipuðum toga ólga í Kákasus og víðar. Sú nýskipan heimsmála undir bandarískri for- ystu sem boðuð var af þáverandi Bandaríkjaforseta og nánustu bandamönnum hans eftir hmn Sovétríkjanna og lok kalda stríðs- ins fyrir þremur ámm hefúr reynst skýjaborg. Það sem Bandaríkin ætluðu að sanna með Persaflóa- stríði um ágæti alþjóðlegra refsiað- gerða og hemaðaríhlutun með stimpli Sameinuðu þjóðanna hefur breyst í andhverfu sína í Sómalíu. Talið um nýja heimsskipan und- ir ægivaldi eins risaveldis hefúr hljóðnað og vikið fyrir flóknari sýn til þróunar heimsmála. Komið hef- ur í Ijós að Bandaríkin megna ekki að vera sú heimslögregla sem for- ysta þeirra lét í veðri vaka. Boð- skapur hinna einföldu lausna sem gætti á Vesturlöndum við lok kalda stríðins hefúr hljóðnað og ný vandamál sem tengjast kapítalísk- um markaðsbúskap hrannast upp, m.a. með sívaxandi atvinnuleysi. Þótt kjamorkuógnin sé ekki jafú yfirþyrmandi eins og fyrir nokkmm ámm ríghalda hernaðar- yfirvöld stórveldanna í vopnabúr sín. Sérstakt áhyggjuefni er það fyrir Islendinga og aðrar þjóðir á norðlægum slóðum að engir al- þjóðasamningar taka til kjarnorku- afvopnunar á höfúnum. Þar hafa Bandaríkjamenn ásamt Bretum staðið fastast á móti og skiptir engu máli þótt óvinurinn í austri sé horf- inn eða orðinn bandamaður. Talið er að kjamorkuvopnakerfúm og vígtólum í Norður-íshafinu hafi fremur fjölgað en hitt undanfarin ár á sama tíma og verið er að taka niður kjamorkuflaugar á landi beggja megin Atlantshafs sam- kvæmt afvopnunarsamningum. Ríghaldið í Keflavíkur- herstöðina Á nýliðnu ári vom málefni bandarískra herstöðva hér á landi mjög til umræðu og sainningavið- ræður hafá staðið yfir milli stjórn- valda íslands og Bandaríkjanna um ffamtíð þeirra. Þjóðin hefur orðið vitni að því undanfarið að íslenskir ráðamenn þrábiðja Bandaríkja- menn um að draga sem minnst úr vígbúnaði sínum á Keflavíkurflug- velli og á nýbyrjuðu ári varð mál- staður þeirra sem ríghalda vilja í ormstuflugsveitir hér á landi af efúahagslegum ástæðum ofan á. Auðvitað er við tímabundinn að- lögunarvanda að fást hvarvetna þar sem herstöðvar em Iagðar niður og erlendir herir em dregnir til baka til heimalanda sinna eins og gerst hefur í stómm stíl á meginlandi Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Á vanda Suðurnesjamanna vegna samdráttar í herstöðinni verður auðvitað að taka, einnig af opin- bemm aðilum íslenskum sem borið hafa ábyrgð á herstöðvastefúunni. Viðbrögð núverandi ríkisstjórn- ar em hins vegar þau að vilja gera nærvem Bandaríkjahers að varan- legu ástandi. Þau öfl hér innan- lands sem halda vilja í herinn vegna gróða til nokkurra útvalinna leggjast nú á eitt með haukum í Bandaríkjunum sem um hálfrar aldar skeið hafa litið á ísland sein æskilega útvarðstöð í öryggiskerfi Bandaríkjanna. Baráttan gegn her- stöðvunum og að Island losi sig úr NATÓ og skipi sér utan hemaðar- bandalaga er því brýnt baráttumál nú ekki síður en á tímum kalda stríðsins. Hið sama á við um við- leitni hérlendra stjórnvalda til að tengja ísland við stækkandi hem- aðararm Evrópubandalagsins í svo- nefndu Vestur-Evrópusambandi sem ísland gerðist aukaaðili að í fyrravetur. Umhverfismálin og harðnandi vistkreppa Við þá ógn sem sem mannkyni stafar áfram af kjamorkuvígbúnaði og hernaðarátökum víða um heim bætist í sívaxandi mæli sá vandi sem felst í mengun umhverfis og rányrkju náttúruauðlinda. Harðn- andi vistkreppa er afleiðing af sam- félagsþróun og búskaparháttum sem ekki fást staðist til lengdar. Á næstu öld mun hún Ieiða til áður ó- þekktra erfiðleika og hörmunga fyrir jarðarbúa - okkur Islendinga ekki síður en aðrar þjóðir - nema strax verði sveigt inn á nýjar sjálf- bærar brautir. Slíkt kallar á nokkr- ar hömlur og breyttar áherslur í frainleiðslu og neyslu til að koma í veg fyrir annað og verra í náinni framtíð. Váboðamir em margir og tengjast in.a. fólksfjölgun, vaxandi fæðuskorti og mengun heimshafa og andrúmslofts. Loftmengunin leiðir til hærri meðalhita og því fylgir m.a. bráðnun jökla og hækk- andi sjávarstaða. Stöðugt gengur á skóga jarðar og ræktarland og sóknin í fiskstofna og aðrar sjávar- lífverar harðnar stöðugt. Um þetta liggja fyrir nægar upp- lýsingar og talnaefni sem ætti að geta fært hverjum sem er heim sanninn um að þannig má þetta ekki ganga áfram. Á síðasta áratug fjölgaði jarðarbúum um 840 millj- ónir eða hátt í miljarð; íbúatala jarðar er nú um 5 miljarðar en var aðeins 1,6 miljarðar um aldamótin 1900. Með sama áframhaldi stefúir fjöldi jarðarbúa í 9-10 iniljarða um miðja næstu öld, þ.e. í tíð þeirrar kynslóðar sem nú er að stíga fyrstu sporin. Óhugsandi er að heimilið jörð geti staðið undir slíkum fjölda með viðlíka efnahag og ríkari þjóð- ir heims leyfa sér nú og jafnvel ekki þótt þær þjóðir sem nú búa við efnalega fátækt verði aðeins hálf- drættingar. Löngu áður væm komnar fram óheillavænlegar um- hverfisbreytingar og upplausn í samfélögum víða um heim með á- tökum og þjóðflutningum í áður ó- þekktum mæli. Hungur og eyðing nátt- úruauðlinda Fæðuframleiðsla sem fyrr á öld- inni hélt í við fólksfjölgunina eykst nú hægar en fyrr þrátt fyrir alla tækni og því fjölgar þeim sem van- nærðir em. Á sama tíma breikkar gjáin sem skilur að efúahag og kaupgetu ríkra þjóða og fátækra þannig að þær síðarnefúdu ráða enn síður en áður við að greiða fyr- ir offfamleiðslubirgðir ríku land- anna. Ræktanlegt land er líka víða nær fúllnýtt þar sem fólksfjölgun er hvað ömst eins og í Asíu. Skógaeyðing hefur verið gífur- leg á þessari öld í fátækum ríkjum, þar sem viður er víða eina elds- neytið sem fólk hefur ráð á. Við Is- lendingar horfum til baka á mikla skógeyðingu og rýrnun landgæða ffá landnámi, þ.e á röskum ellefu öldum. Yfir helmingur Indlands var skógiklæddur á 19. öld en nú em aðeins 14% af flatarmáli lands- ins vaxin skógi. I sumum ríkjum Afríku er skógeyðingin langtum skelfilegri eins og í Eþíópíu, þar sem þriðjungur lands var skógivax- inn fyrir 40 ámm en nú er aðeins um 1 % skóglendis eftir. Fiskafli hefúr nær fiminfaldast úr höfum heims ffá því um 1950 og vaxið úr um 20 milljón tonnuin í nær 100 milljón tonn. Heilu haf- svæðin em nú ofnytjuð og rányrkt innan og utan lögsögu ríkja. Samt hefdur fjárfesting í fiskiskipum á- ffam á fullu og tvöfaldaðist m.a. á síðasta áratug. Við það bætist æ fullkomnari tækni við veiðar sem gerir hvern fisk á veiðislóð sýnileg- an. Fjárfestingin og samkeppnin um afla ýtir á stjómvöld um rýmk- un veiðiheimilda og sókn vex í út- hafsveiðar þar sem takmörkunum hefur enn ekki verið komið á. Vegið að lífi og lífshags- munum Þannig mætti lengi telja hvernig rányrkja og umhverfisspjöll em að eyða og ofbjóða vistkerfum jarðar- innar. Hrikaleg náttúmspjöll blasa nú við í Ausmr-Evrópu eftir að leyndarhjúp einræðisstjórna var svipt af. Þar var iðnvæðing keyrð á- ffam með miðstjórnarvaldi og hvatt til aukins framleiðslumagns með öllum ráðum. Kjarnorkuiðn- aðurinn fékk að fara sínu ffam án aðhalds ffá fjölmiðlum eða al- inannasamtökum. Kjamorkuver em allstaðar hættulegur nágranni, en flestum ber saman um að mörg kjamorkuverin í Austur-Evrópu séu öðmm ótryggari. Áffam ríkir þar víða hættuástand vegna starf- andi kjamorkuvera og úrgangs frá þeim og hemuin. Nýlegt dæmi um það hvernig forystumenn þjóða hundsa al- þjóðahagsmuni í umhverfismálum er ákvörðun breskra stjórnvalda á jólaföstunni um að veita THORP kjarnorkuendurvinnslustöðinni við Sellafield starfsleyfi. Losun meng- andi geislavirkra efna í hafið tífald- ast við þessa aðgerð frá því sem var ffá eldri verksmiðju. Tölffæðiat- huganir lækna benda til að um 2000 manns í næsta nágrenni látist úr krabbameini á næstu áratugum vegna starfsemi verksmiðjunnar. Hjá okkur Islendingum er það hins vegar mengun hafsvæða á norður- slóðum sem mestum áhyggjum veldur vegna þessarar ákvörðunar grannþjóðar okkar. Sá sem þetta ritar hefur marg- sinnis tekið þessi mál upp á Alþingi og í Norðurlandaráði og krafist gagnaðgerða af hálfu stjórnvalda. Það var ánægjulegt að Alþingi skyldi taka undir og afgreiða sam- hljóða kröftug mótmæli sem um- hverfisnefnd þingsins beitti sér fyr- ir vegna ákvörðunar Breta. Ekki var síður ánægjulegt að verða vitni að viðbrögðum almannasamtaka þann sama dag og þótt hópurinn sem safúaðist saman við breska sendiráðið í ffostinu 17. desember með kyndla og orðsendingu væri ekki stór, skilaði boðskapurinn sér víða. Ákvarðanir eins og starfsleyfið til THORP em aðeins einn af fjöl- mörgum dauðadómum yfir framtíð mannkyns sem kveðnir em upp og knúðir fram þessi árin af hags- munagæslumönnum iðnaðar og stórfyrirtækja sem ráða ferðinni og ná að tryggja sér ítök allt of ntargra stjómmálamanna. Gegn þessuin dauðasveitum megna un.hve fis- samtök og raddir almennings sfn enn lítils. Ofullnœgjandi viðbrögð En er ekki alls staðar vcrið að taka á þessum vandamálum? Var ekki haldin heimsráðstefna um umhverfismál í Ríó 1992 þar sem flestir þjóðarleiðtogar veraldar söfnuðust saman og lýstu fylgi við málstað umhverfisverndar? Vissu- lega em umhverfismálin á dagskrá

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.