Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 6
6 Kerffsklúður VTKUBLAÐIÐ 7. JANUAR 1994 TRUNADARMALID um töpuðu milljónirnar Rétt fyrir jólin 1992 hittust nokkrir stjórnarráðsmenn og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra til að stofna hlutafélag sem tapaði peningum frá fyrsta degi. Ári síðar var hluta- félagið selt og þá höfðu glatast um 20 milljónir króna af almannafé. En í stað þess að gera hreint fyrir sínum dyrum og útskýra það sem aflaga fór ákváðu stjórnarráðsmennirnir að þagga málið niður og stimpluðu uppgjör hlutafélagsins sem trúnaðarmál. Páll Vilhjálmsson Rýni hf. var stofnað í sjávar- útvegsráðuneytinu þann 22. desember 1992 með hlutafé upp á 25 milljónir króna sem allt kom úr ríkissjóði. Félaginu var ætl- að að reka skoðunarstofu sem hefði eftirlit með framleiðslu sjávaraf- urða, en ákvæði nýrra laga um meðferð og framleiðslu sjávaraf- urða tóku gildi í áföngum á nýliðnu ári. Lögin kváðu á um nýtt eftirlits- kerfi meö starfsemi fiskvinnsluhúsa og meðferð sjávarafla í bátum og fiskiskipum. Kerfið byggir á því að óháðar skoðunarstofur sinni eftir- litinu og leggur meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en áður tíðk- aðist. Fiskistofa veitir skoðunar- stofúm starfsleyfi og fylgist með að þær vinni samkvæmt viðurkennd- um reglum. Skoðunarstofukerfið varð til vegna aðlögunar Islands að kröfúm Evrópubandalagsins um neytenda- vemd. Hluti af kerfisbreytingunni var að leggja niður Ríkismat sjávar- afurða en ffá miðjum síðasta áratug hafði dregið úr starfsemi Ríkis- matsins, meðal annars vegna þess að starfsemin þótti ekki samræmast nýjum hugmyndum um fram- leiðslueffirlit. Klúður á þingi... Grundvöllurinn var skakkur þegar í upphafi. Sterku sölusam- tökin, SH og Islenskar sjávarafurð- ir, fengu því framgengt að mega reka skoðunarstofur fyrir vinnslu- hús sem vom innan sölusamtak- anna. Ein af forsendum nýja eftir- litskerfisins er að sjálfstæðar skoð- unarstofur annist eftirlit með ffarn- leiðendum. Það er á skjön við hug- myndir um sjálfstætt effirlitskerfi að framleiðendur eigi skoðunar- stofurnar. Sölusamtökin beittu Al- þingi og stjórnvöld þrýstingi til að fá undanþágu frá þessum reglum og á þær var ekki minnst í lagaá- kvæðum. Vera kann að Alþingi fái seinna meir snupmr ffá Evrópu- bandalaginu fyrir þessa linkind. Lög um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra vom samþykkt á Alþingi seint í nóvem- I sjávarútvegsrá&uneytimi liggja skjöl sem g<etu upplýst um afdrif lítils hlutafélags sem nokkrir stjómarráðsmenn stofiiuðu fyrir rúmu ári og var selt fyrir einurn mánuði með miklu tapi. ber 1992. Vonir höfðu staðið tíl að vorþingið samþykkti ffumvarpið - að tími ynnist tíl að undirbúa fram- xu rt Þýðing kínverskra fornrita er ekki bara erfið vegna óljóss orðalags, heldur gera misritanir og táknabrengl líka texta- skýrendum lífið leitt. Aður en prentlistin kom til sögunnar í Kína fyrir um þúsund ámm, vom fornrit varðveitt af textaskrifurum sem skrifuðu upp gömul handrit. Stundum vom þau illa far- in svo þeir urðu að geta í eyðurnar. Þannig urðu ril mismunandi útgáfúr af einu og sama ritinu. Sem betur fer vom kínverskir mennta- menn ákaflega samviskusamir og gátu gjarnan um vafaatriði í athugasemdum. Þess vegna er oft hægt að rekja uppmna vafasamra handrita og leiðrétta með samanburði við eldri útgáfur. En stundum gengur það ekki og þýðandinn verður að velja á milli. Þá er offast fýlgt þeirri útgáfu og túlkun sem flestir virðast sammála um. 15. brot úr Bókinni um Veginn Ifomöld hafði stjómsnillingur vald á hinu smáa og óhöndlanlega og hjó yfir dulrcenu innscei. Dýpt hans var óskiljanleg. Þetta ersvo óskiljanlegt aðþaó erþung þraut að gefa grófa lýsingu: Varfierinn eins ogþegarfarið eryfir vatnsfall um vetur. Hikandi eins og hann óttist nágranna allt íkring. Formfastur eins og gestur. Margbrot- inn eins og ís í leysingum. EinLegur eins og bjálki. Opinn eins ogfjalladalur. Oræður eins og gruggugt vatn. Hver hefur hcefileika til að stöðva það sem er gruggugt, kyrrir það og gerir tcert með tíð og tíma? Hver hefur hcefileika til langvar- andi kytrðar, hreyfist oggetur eitthvað afsér með tíð og tíma? Sá sem heldurfast við þessa leið gimist ekki ofgnótt. Einmitt þess vegia getur hann slitið sér út án þess að endumýja sig. Athugasemd: Textaskýrendur telja al- mennt að misritun hafi orðið á einu tákni í síðustu setningunni. Hún eigi að lesast: „Einmitt þess vegna getur hann hlíft sér og samt náð nýjum árangri.“ Umritun þýðanda Stjórnsnillingar fornaldar höfðu vald á smæstu blæbrigðum og höfðu innsæi í hið dulda. Þeir vom svo djúpúðgir að enginn gat skilið þá. Það er svo erfitt að skilja þá að það er með herkjum að hægt er að gefa yfirborðs- kennda lýsingu á þeim. Þeir vom á nálum um að nágrannaríkin gerðu árás. Þeir sýndu alltaf fyllstu kurteisi. Hugmyndir þeirra vom í stöðugri mómn eins og ís í leysingum. Þeir vom heilir og einlægir eins og ómótaður viður, opnir eins og-fjalladalur og óræðir eins og gmggugur vatnsflaumur. Hver gemr stöðvað gmggugan flauminn, komið kyrrð á hann og gert hann smám saman tæran? Hver gemr stöðugt haldið ró sinni og unnið hægt og bítandi að því að skapa eitthvað nýtt? Sá sem beitir þessari aðferð (tao) ófrávíkjan- lega hefur engan áhuga á óhófi. Þess vegna get- ur hann skýlt sér fyrir öllum erfiðleikum og samt náð nýjum árangri. Þýðandi Ragnar Baldursson kvæmd þeirra - en það brást. Seinagangurin varð til þess að lítill tími gafst til undirbúnings. I stjórnkerfinu er víða talað um að Alþingi beri stærsm ábyrgðina á mörgu því sem aflaga fór. Fisldstofa gegnir lykilhlutverki í nýja eftirlitskerfinu. Gæðastjórn- unarsvið Fiskistofu veitir skoðun- arstofum starfsleyfi. Forstöðumað- ur gæðastjórnunarsviðs, Þórður Friðgeirsson, kom til starfa þann 4. janúar 1993, þrem dögum eftir að lögin tóku gildi. Hann telur að eitt ár hefði verið eðlilegur undirbún- ingstími fyrir nýja eftirlitskerfið en hann fékk mínus þrjá daga. I sjávarútvegsráðuneytinu sáu menn fram á að aðeins tvær skoð- unarstofúr myndu taka til starfa í byrjun árs 1993. Onnur á vegum SH og hin á vegum Islenskra sjáv- arafúrða. Stofúrnar tvær ætluðu eingöngu að sinna fyrirtækjum innan sölusamtakanna, enda lítill áhugi fyrir því hjá óháðum fram- leiðendum að láta skoðunarstofur SH og Islenskra sjávarafurða hnýs- ast í sín inál. ...og klaufagangur í ráðuneyti Nokkrir aðrir aðilar höfðu sýnt því áhuga að setja á stofn skoðun- arstofúr, meðal annars Félag ís- lenskra stórkaupmanna. En þegar ráðuneytismenn funduðu með þessum aðilum í desember 1992 var ekki á þessum aðilum að heyra að til stæði að fara strax af stað. Það lá svo sem ekkert á því að fiskvinnsluhús höfðu frest til 1. apríl 1993 til að gera samning við skoðunarstofu um eftirlit. Þeir sem veltu fyrir sér að fara á viðskipta- grundvelli út í rekstur skoðunar- stofu höfðu því enga ástæðu til að flýta sér. Skoðunarstofúr hafa tekj- ur sínar af samningum um eftirlit sem fiskvinnsluhúsum er skylt að gera og því var vitað að tekjurnar myndu ekki skila sér fýrr en eftir 1. apríl. Ráðuneytismenn töldu hinsveg- ar nauðsynlegt að þriðja skoðunar- stofan væri komin í gagnið strax í byrjun árs og það er opinbera skýr- ingin á því að Rýni hf. stofnað. Ró- bert Hlöðversson framkvæmda- stjóri Nýju skoðunarstöðvarinnar, sem síðar keypti Rýni, segir að ekk- ert hafi legið á að ríkið stofnaði skoðunarstofu. Garðar Sverrisson fýrsti framkvæmdastjóri Rýnis er á áþekkri skoðun og telur þá spurn- ingu lögmæta hvort ekki hafi verið óþarfi fýrir hið opinbera að fara út í stofurekstur, séð í ljósi þeirrar þróunar sem síðar varð. Um ára- mótin vissu menn hinsvegar ekki annað en að Rýni yrði eina skoðun- arstofan sem óháðar fiskvinnslur gætu leitað til. Stofnfundur Rýnis var haldinn tveim dögum fýrir jólin 1992. Helstu topparnir í sjávarútvegs- ráðuneytinu sátu fundinn, til dæm- is Árni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri og Halldór Arnason aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra. Formaður Rýnis hf. var kosin Arn- dís Steinþórsdóttir skrifstofústjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og með henni í stjórn þeir Jón Heiðar Rík- harðsson hagverkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Skarphéðinn Berg Steinarsson fulltrúi hjá fjármálaráðuneytinu.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.