Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 8
8 Vlðtalið VTKUBLAÐIÐ 14. JANUAR 1994 • Ég hef verið gœfu- maður í mínu einka- lífi, segir Helgi Selj- an. Pað er mikilvœg- ara en allt annað. • Ég vil ekki segja margt um Sólheima- málið, segir Helgi Seljan, en Sólheimar eru sjálfseignarstofn- un þar sem annar að- ili borgar alla reikn- ingana en má ekki skipta sér af neinu. Auðvitað verða á- rekstrar vegna þess að fyrirkomulagið er óeðlilegt og það er kjarni Sólheimamáls- ins. Ríkið á að borga allt enfœr engu að ráða. gengur. Ef menn lenda í of hörð- um'átökum vill það stundum gróa seint og illa. Sumir sækja vissulega í átök átakanna vegna en ég var alltaf frekar puðari en slagsmála- maður þó að ég hafi auðvitað stundum haft gaman af átökum líka. En ætli kennslan hafi ekki kennt mér að vera ekki að stofha til persónulegra illinda að óþörfu. Hvaða þingmál fmnst þér eftir- minnilegust núna? - Landhelgismálið ber auðvitað af þeim þingmálum sem komu upp meðan ég sat á þingi. Sú framganga sem minn þingflokkur átti þar með Lúðvík Jósepsson í fararbroddi verður aldrei fúllmetin. Hann kom að þeim málum tvisvar sinnum og skapaði sér ekki einungis virðingu hér á landi heldur varð maður var við að hann skapaði sér mikla virð- ingu erlendis líka. Lúðvík er af- skaplega merkilegur maður. Hann fékk mig til að fara á lista hjá sér 1956, þegar ég var tuttugu og tveggja ára gamall. Það held ég að engum hefði tekist nema honum. Eg hafði að vísu alltaf mikinn á- huga á pólitík enda mikið rætt um hana á mínu heimili. Faðir minn var mjög vel lesinn og hann hafði verið erlendis og sjóndeildarhring- ur hans var víður. Móðir mín var afar vel greind kona og eindregin í skoðunum. Þau ræddu oft um þjóðfélagsmál og það hafði áhrif á mig. Landsbyggðin Byggðamál, í víðasta skilningi þess orðs, voru alltaf ofarlega á baugi hjá mér. Þá er ég að tala um hagsmunamál fólksins á lands- byggðinni. Það getur enginn orðið almennilegur þingmaður kjör- dæmis nema setja sig vel inn í það sem þar er að gerast. Ég lagði mig fram urn að ná sambandi við fólkið í hinum ýmsu byggðarlögum í mínu kjördæmi og það held ég að Horfðu um öxl Helgi Seljanfœddist á Eskifirði 15. janúar 1934. Hann var tekinn ífóstur að Seljateigi í Reyðarfirði nokkurra mánaða gamall, ólst þar upp og er viðloðandi enn. Hann varð kennari, skólastjóri, bindindisfrömuður, alþingismaður, talsmaður fatlaðra, skáld og söngvari, lék Ægi Ó. Ægis í „Deleríum bubonis “ og Andrés oft- skorna í„Allra meina bót“ og var um tíma for- maður Bandalags íslenskra leikfélaga. Viðtal: Kristján Jóhann Jónsson S g lít á þau hjónin Jóhann Björnsson og Helgu Bene- diktsdóttur sem foreldra mína. Eg ólst upp í sveitinni hjá þeim og naut þess út í ystu æsar því ég er sveitamaður í mínu innsta eðli. Hvers vegna fórstu þá úrsveitinni? - Eg fór í nám og það var eigin- lega sjálfgefið að ég færi í eitthvert nám. Mamma og pabbi hvöttu mig mjög eindregið til þess að fara í hvaða nám sem ég vildi en ég var þá strax ákveðinn í að verða kenn- ari. Ég var ekki nema tólf ára þegar ég ákvað að verða kennari og bóndi. Ég fór fyrst í Eiða eins og ráð var fyrir gert og tók þar lands- próf. Þaðan fór ég í Kennaraskól- ann og tók þar kennarapróf og það er nú öll mín menntun. Að þessu var ég búinn nítján ára og fór þá strax að kenna. Fyrstu tvo veturna kenndi ég á Fáskrúðsfirði og var óskaplegur græningi þegar ég kom að þessu starfi. Kennaraskólinn var að mörgu leyti góður en kenndi lít- ið um það hvemig ætti að bregðast við vanda skólastofunnar. Ég var hins vegar svo lánsamur að ég fann mína aðferð sem heppn- aðist og ég náði valdi á þessu. Það er nauðsynlegt að kennarar hafi á- kveðið vald. Allir sem komið hafa nálægt kennslu vita að börn vilja hæfilegan aga og reglur. Auðvitað vill enginn neinn járnaga en það er börnum nauðsynlegt að vita hvar þau standa og hvar kennarinn stendur. Hann verður að vera í ein- hverri fjarlægð þó að bilið megi auðvitað ekki vera of langt. Þau vilja gjarnan hafa kennarann ná- lægt sér þegar eitthvað bjátar á. Það er líka margreynt að þeir kennarar sem hafa náð bestum ár- angri hafa haldið góðum aga og oftast án þess að mikið yrði vart við hann. Þessi ár á Fáskrúðsfirði voru ör- lagaár í lífi svo ungs manns og kannski mest vegna þess að þar kynntist ég Jóhönnu Þórhallsdótt- ur, eiginkonu minni. Það var ó- metanlegt happ og þó að ekkert annað hefði komið út úr Fáskrúðs- fjarðardvölinni hefði hún verið vel þess virði. Við giftum okkur 1955 og fluttum þá á Reyðarfjörð. Við gámm valið um Fáskrúðsfjörð eða Reyðarfjörð og ég fékk að ráða. Það er auðvitað alltof algengt að karlmenn fái að ráða svona löguðu. Við fluttum í Seljateig og bjuggum þar í sjö ár meðan ég kenndi á Reyðarfirði. Þó að konan mín nyti góðrar hjáipar móður minnar þá var þetta samt mjög erfiður tími fyrir hana. Þar eignuðumst við fjögur börn á fjórum árum og síðan eitt seinna eftir að við vorum flutt niður á Reyðarfjörð. I Seljateigi voru engin þægindi. Rafveitan hafði ekki teygt anga sína inn í sveitina til okkar. Ég fór líka fljótt að taka þátt í alls konar fé- lagsmálum og var þess vegna minna heirna en skyldi þó að ég væri annars ekkert að flakka út á við. Félagsstörf Hvers vegna byrjaðirðu að fást við félagsmál? - I litlum samfélögum er það yf- irleitt þannig að ef menn gefa ein- hvern kost á sér lenda þeir í mörgu. Það hefur bæði kosti og galla. Menn þurfa að kunna að velja og hafha og gæta þess að verða ekki allt í öllu. Það er lítill vandi að gína yfir öllu á svona stöðum. Það var aldrei ætlun mín. Ég lenti til dæm- is aiveg óvart í formennsku verka- lýðsfélags vegna þess að formaður- inn flutti skyndilega burm. Ég sat uppi með það í átta ár. Á þessum tíma var einnig byrjuð leikstarf- semi heima á Reyðarfirði og ég tók þátt í henni af lífi og sál. Hvaða hlutverk er minnisstœðast af leikferlinum? - Ég get nefnt tvö sem tengjast reyndar bæði Jónasi Árnasyni. Ég lék Ægi O Ægis í „Deleríum bu- bonis“. Nokkru seinna lék ég Andrés oftskoma í „Allra meina bót“, sem var afskaplega dýrlegt hlutverk. Ég var svo horaður á þessum áram að mönnum þótti ég býsna sannfærandi á sviðinu. Ég leit í raun og veru út eins og ég væri búinn að missa úr mér öll inn- yflin. Leikstarfið gaf mér mjög mikið, kenndi mér til dæmis fram- sögn sem átti efrir að koma sér vel seinna. Ég lenti svo í stjórn Banda- lags íslenskra Ieikfélaga og það var mjög gaman að vinna með því fólki sem þar sat í stjórn, sérstaklega þeim Jónínu Kristjánsdóttur og Jónasi Árnasyni. Það var margt að gerast hjá Bandalaginu á þeim árum. Islensk áhugaleiklist er géysilega merkilegt fyrirbæri. Þátttaka er svo almenn og hún er líka svo þrosk- andi. Maður verður að læra að losna við sína persónu og komast inn í hugarheim annarra. Það er hverjum og einum nauðsynlegt, ekki síst ef menn ætla að koma eitt- hvað nálægt pólitík. Erpólitík leiklist? - Já, hún er það að talsverðu leyti vegna þess að menn mega til dæmis ekki láta það mjög á sér finna þó að þeim himi óþægilega mikið í hamsi. Það verða menn að dylja og eins ef menn verða ofsaglaðir yfir einhverju og því síð- ur að ofmetnast. A leiksviðinu lær- ir maður líka að ná samstillingu við aðra. Annars get ég skotið því hér inn að það kom ritér mjög á óvart þeg- ar ég lenti inni á Alþingi 1971. Ég ætlaði mér það ekki og taldi að ég væri svo neðarlega á lista að það kæmi ekki tdl. Það var gert grín að þessu og sagt að ég hefði lagst í rúmið af skelfingu þegar ég var orðinn alþingismaður. Mér varð vissulega mikið um. Annars var andskorinn í Gullna hliðinu fyrsta hlutverk mitt á leiksviði og þess vegna orti Gísli Björgvinsson í Þrastahlíð þessa vísu: Sótti á þing og s<eti vann, sigur kommum fierði. Ungur lék hann andskotann, af honum kleeki larði. Af hverju má ekki sýna reiði og gleði í stjómmálum? - Auðvitað mega menn gera það en í hófi. Menn geta sýnt það ef þeim mislíkar og þegar þeir gleðj- ast en sveiflurnar í pólitíkinni era bara svo miklar að menn verða líka að halda andlitinu á hverju sem Helgi Seljan er mörgum kunnur fyrir gamanvísnagerð sína en fœrri vita að hann hefur löngum fengist við að yrkja alvarlegri kvœði í tómstundum. Eitt af þessum kvœðum hefur hann kallað: Hugsað á hausti Hrímgrájörð með hélu á stráum, hnípin er náttúran öll. Hemingur yfir hylnum hláum, höfgi umfólan völl. Omar tregans hjá eyrum líða, angurvært fuglsins kvak. Vekur í hjarta vá og kvíða vetrarins hófatak. Haust með söknuð sumars í hlænum, sölnandi grös og blóm, dynjandi brimhljóð fi-á sollnum sænum, sáran greini ég óm. Þó lít ég töfra lyngs og skógar, litanna helgidóm. Húmsins mildi huganum jfóar hrífur burt auðn og tóm. Arstíð hver ber yndi á veginn allt þó taki sín gjöld. Þó er alltaf sem tindri treginn er tekur myrkrið völd. Sest að hjartanu gamall geigur við grimma vetrarhríð. Sumarsins fegurðarblómi feigur, fennir um grundir og hlíð. Fram skal horft þó ífangið standi, finna áranna straum. Fjársjóð gæfunnar færa að landi fanga hvem gullinn draum. Láta vonirnar vængjum blaka víkja burt skuggajjöld. Haustsins fegurð ífangið taka, flýja þess rökkurtjöld.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.