Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐID 14. JANUAR 1994 Á þessu ári verður 50 ára aímælis íslenska lýðveldisins minnst. Vafalaust munu vaskar sveitir lögreglu- manna verða kallaðar til í því skyni að verja fyrirmenn og þjóðarleiðtoga og Ijá samkomum virðuleika- blæ með heiðursvarðstöðu. Miðað við þau viðhorf sem löngum hafa ráðið í kröfum stjórnvalda til lög- reglumanna þarf engum að koma það á óvart þó reynt verði að klípa af þeim yfírvinnutímana og þeir jafnvel beðnir að gefa afmælisbarninu vinnuna. Athygli Vikublaðsins var vakin á þessari bráðskemmtilegu grein í Lögreglublaðinu sem út kom í desem- Der síðastliðnum. Þar lýsir Dýrmundur Ólafsson lýðveldishátíðinni 17. júní 1944 frá sjónarhóli lögreglu- manna sem stóðu vaktina þann dag - og voru sviknir um vinnulaunin að verkinu ioknu. iúní 1944 Þann 17. júní 1944 var mikill hátíðisdagur hjá íslending- um þegar þjóðin hlaut að- íullu sjálfstæði sitt. Þessi hátíð var haldin á Þingvöllum og ekkert sparað við allan undirbúning þar að lútandi. Vegna heimsstystyrjaldarinnar var fátt um erlenda gesti, en mikil þátttaka víðsvegar af landsbyggð- inni. Á svona útisamkomum var þáð veðrið sem réði hvernig til tókst, en um það vissi enginn fyrir- ffam. En allir vonuðu hið besta. Eg var starfandi lögregluþjónn á stríðsárunum og var á vakt Pálma Jónssonar. Daginn áður eða 16. júní var rúmlega helmingur vaktar- innar sendur austur á Þingvöll, 14 alls, og vorum við mættir þar um áttaleytið um kvöldið. Morguninn eftir eða á sjálfan hátíðisdaginn voru svo hinar vaktirnar sendar austur og var þá nokkuð fjölmennt lögreglulið á staðnum. Við sem fórum þann 16. júní átt- um að standa vakt um nóttina, því margir komu til Þingvalla þann dag og einnig um nóttina. Það voru að- allega þeir sem æduðu að tjalda á tjaldstæðunum. Við áttum að leið- beina þessu fólki og aðstoða og einnig að sjá um að ölvað fólk ylli Uíki ónæði. Sem betur fór var að- eins einn maður tekinn í geymslu um nóttina og þóttí það gott miðað við þann fjölda sem kominn var á tjaldstæðin. Þegar við komum ausmr þetta kvöld var mjög gott veður, blæja- logn og hlýtt og hélst það fram yfír miðnættí. En þá byrjaði að rigna og stóð sú rigning alla nóttina, en lygnt var áfram. Að morgni 17. júní hvessti og rigningin jókst og fór veðrið versnandi eftir því sem á daginn leið. Vegurinn til Þingvalla lá um Almannagjá, en mörgum járum síðar var honum breytt í það horf sem nú er, fyrir ofan Al- mannagjá. Engir bílar mátm aka niður gjánna hátíðardaginn nema þeir sem höfðu sérstakt leyfi eins og þingmenn, ráðherrar og hreyfi- hamlaðir. Það var því auðséð að með þessu fyrirkomulagi færi allt í strand með umferðina þegar fleiri mgir eða hundruð bíla yrðu saman koinnir ásamt gangandi fólki. Þá var tekið á það ráð að ryðja stórt svæði upp á gjábarminum beggja megin vegarins. Þarna varð til stórt bflastæði sem gat tekið við mörg- um bílum. Jarðvegur þarna er hraun svo að engin hætta var á að pollar mynduðust. Stór þátmr í svona hátíðahöld- um var að hafa góða löggæslu á staðnum. I sambandi við þetta bílaplan var reist stórt tjald skammt frá því. Það rúmaði fjölda fólks og átti að vera bækistöð lögregluþjón- anna sem voru að störfúm og sér- staklega fyrir okkur sem áttum að sjá um bflastæðið, t.d. að raða bíl- um skipulega í stæðin svo að pláss- ið nýttist sem best. Einnig að sjá um að engir bflar færu niður á há- tíðarsvæðið nema þeir sem hefðu tílskilin leyfi. í þessu stóra tjaldi átmm við að geta hvílt okkur tíl skiptís. Svo var okkur ætlað að inatast þarna og drekka kaffi. Raunin varð sú að fleiri komu þangað en boðið var því að heita máttí að tjaldið væri oftast fúllt af fólki sem leitaði þar skjóls og var bæði svangt og hrakið. Eg man sérstaklega eftír Oddi sterka af Skaganum (en svo kallaði hann sig), en hann var klæddur fornmannabúningi með stóran at- geir í hendi. Hann var gegndrepa vegna rigningarinnar og skalf af kulda. Við klæddum hann úr hverri Lögregluvakt Pálma Jónssonar varðstjóra á lý&veldisháttðinni. Dýmiundur Ólafsson greinarhófundur er ystur til hiegri ífremstu röð. Ljóstnyndir með greininni eru birtar með góðfúslegu leyfi Lögreglublaðsins. Borðfánastöngin frcega sem ráðuneytið gaf lögreglumónnunum. A hana var letrað„Meðlögum skal land byggja“. Ekki vildu allirþiggja gjöfina, svo illir voru menn yfirþví að lógreglustjóri ákvað að gefa vinnu þeiira. spjör og fundum einhver föt handa honum. Síðan komum við honum í bfl tíl Reykjavíkur. Sennilega hefur það bjargað lífi hans, því svona var nú ástandið þennan dag. Margir urðu fyrir vonbrigðum með veðrið þennan hátíðardag, einkuin þeir sem höfðu lagt í tals- verðan kosmað við að komast á staðinn, margir með viðlegubúnað, t.d. tjöld sem dugðu skammt vegna hins mikla vamsveðurs sem hélst nær óslitíð í heilan sólarhring. Þarna voru samankomin börn á ýmsum aldri ásamt foreldrum sín- um og einnig margt eldra fólk. Engir fylgdust betur með þessu en við lögregluþjónarnir sem stóðuin alitaf í eldlínunni við að hjálpa fólki og leiðbeina því á einhvern hátt þótt við værum að vísu lítið betur settír sjálfir, því við vorum blautír, kaldir og svefnlausir. Það átti eink- um við um okkur sem verið höfð- um á staðnum frá því kvöldið^ áður. Mamr var líka af skornuin skammtí og man ég t.d. efrir að það var soð- inn lax og áttí nú að hressa upp á mannskapinn. Kom þá vam í munninn á okkur við tilhugsunina um að njóta góðrar máltíðar. Þegar við komum inn í tjaldið, við vorum þrír saman, þá var allur laxinn búinn. Okkur brá í brún, því að óboðnir gestír voru að renna niður síðustu sneiðunum af laxin- um okkar. Við fengum því ekkert að borða nema kexruður og kaffi og það varð að duga okkur þar tíl við komum tíl höfúðstaðarins. I þessu stóra tjaldi var lögreglumönnum einnig ætlað að hvílast og höfðuin við svefnpoka með ef hægt yrði að fá sér blund. En það gekk nú ekki vel, því eins og ég sagði hér áður var stöðugur umgangur af fólki sem þurfri að að- stoða á ýmsan hátt og þess vegna var tjaldið alltaf opið sem olli bæði kulda og trekki. Dágóður skammtur af sorakjafti og skepnuskap er í þessari mynd. Kvikmyndir Demolition Man ★★ ih Sýnd í Bíóborginni og Bíóhöll- inni Leikstjóri: Marco Brambilla Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Wesley Snipes, Sandra Bullock Mynd þessi hlýtur að teljast eins konar „síðjólamynd" þar eð hún var frumsýnd seint í desember. Forráðamenn Sam-bíó- apna pössuðu sig samt vel á því að kalla hana ekki jólamynd þar eð víst er að andi jólanna svífur ekki yfir henni. Þetta er hasarmynd sem sið- vandir myndu eflaust telja í ljótari kantínum, en þar eð hún tekur sig ekki alvarlega er hún að mínu mati álíka sauðmeinlaus og myndin um Bamba og dýrin í skóginum. Eg verð líka að telja það einn af stærstu kostum hennar hversu lítið hún tekur sig alvarlega, því ef að- standendur hefðu reynt að gera al- varlega mynd úr margendurunnum og klisjukenndum söguþræðinum hefði ég talið það móðgun við al- menna skynsemi áhorfenda. Þess í stað er hún hin prýðilegasta skemmtun þar sem jafúvel aðdá- endur þáttarins ,Já, ráðherra" fá eitthvað fyrir sinn snúð. Söguþráð- ur myndarinnar er eins konar mixt- úra hrærð saman úr Sleeper hans Woody Allens (!) og sögunni Brave New World, en framtíðarsýn myndarinnar er að miklu leyti fengin að láni þaðan. Stallone hnyklar vöðvanna og segir brand- ara öðru hverju, og kemst upp með það, enda vanur maður á því sviði. Wesley Snipes ofleikur eins og hann eigi lífið að leysa og kemst skammlaust frá hlutverkinu þó auðséð sé að sú klisja að illmennið eigi að stela senunni ffá hetjunni sé farin að verða leikurum sem lenda í að túlka slíkt fólk þung byrði og tíl- efni tíl eilífrar samkeppni, bæði við önnur illmenni og hetjur. Ef leitað er að mynd sem ögrar heilastarf- seminni eins lítið og kostur er á, en veitir þó talsverða dægradvöl, er Demolitíon Man alls ekki slæmur kostur. True Romance ★★★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Tony Scott Aðalhlutverk: Christian Slater, Patricia Arquette, Val Kilmer. Ekki er hægt að segja að myndin True Romance beri þess merki að herferð Bandaríkjaforseta og annarra gegn ofbeldi í bíómyndum sé farin að vefja kvikmyndagerðar- fólki þar í landi tungu um tönn, sem betur fer. Hér er dágóður skammtur af sorakjafti og skepnuskap, sem kemur ekki á óvart því handritshöf- undurinn er einmitt enginn annar en Quintin Tarantino sem stóð á bak við myndina Reservoir Dogs. Viðkvæmuin sálum er því hér með bent á að halda sig fjarri. Aðr- ir, að því gefnu að þeir hafi nóg vit í kollinum til að greina á milli kvik- myndaðs veruleika og hins áþreif- anlega, ættu alls ekki að sniðganga þessa mynd. Að vísu er söguþráð- urinn ekkert þrekvirki, en Tar- antíno er sýnilega í blóð borið að skrifa áhugaverðar samræður, per- sónurnar eru einnig skemmtilegar þó svo að þær ristí ekki langt undir yfirborðið. Leikstjóri myndarinnar er mað- ur að nafni Tony Scott. Synd væri að segja að hann hafi verið neinn kraftaverkamaður í gegnum tíðina. Meðal affeka hans eru myndirnar Days of Thunder og Beverly Hills Cop 2, en hann vinnur fyrir laun- unum sínum. True Romance er eiginlega fyrsta tilvikið þar sem hann hefúr citthvað bitastætt milli handanna og rnoðar hann skamm- laust úr því. Leikstjórn hans er samt ekki á- stæða til þess að virða þessa mynd viðlits. Helsti styrkur hennar felst í hnyttnuin samræðum og sú gáfa Tarantino's að gera hálftómar per- sónur áhugaverðar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.