Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 14. JANUAR 1994 11 Oddi sterka var bjargað úr víkinga- klæðunum í hlý föt og sendur í bæ- inn. Ekki bætti það úr hvað við vor- uni blautir, því regnkápurnar sem við vorum í urðu fljótlega gegn- blautar þegar svona stöðugt rigndi. Ekki höfðu allir góðan fótabúnað, flestir voru bara á venjulegum götuskóm. Það sannaðist þarna máltækið: „Fáir kunna sig heiman í góðu veðri að búa,“ og fengum við sann- arlega að kenna á því. En þessi dag- ur leið og allir vorurn við sæmilega hressir, enda flestir á léttasta skeiði. Klukkan var langt gengin í tvö aðfaranótt 18. júní þegar við bjugguinst til heimferðar og vorum við sem fyrstir fórum austur búnir að standa vaktina í nærri 30 klukkutíma. Já, það voru þreyttir og syfjaðir menn sem héldu til Reykjavíkur þessa nótt, en heim var ég kominn um fjögurleytið. En þá var ekki til setunnar boðið því ég átti morgunvakt klukkan sex. Það vildi okkur til happs að fáir voru á ferli og lítil umferð. Allir voru að sofa úr sér hátíðarvímuna svo við lögðum okkur bara á bekk- ina inni í varðstofúnni og sváfunt næstuin alla vaktina. Oft þurfti maður að standa lang- ar aukavaktir í sambandi við sam- komustaði í bænum, en þessi þjóðahátíðarvakt var tvímælalaust sú allra versta sem ég stóð þessi ár sem ég var lögregluþjónn. Undir það tóku allir sem með mér voru og var mesta mildi að menn skyldu ekki veikjast af kulda og vosbúð. Þegar frá leið var farið að athuga hvað lögregluþjónarnir hefðu stað- ið marga aukavinnutíma í sam- bandi við hátíðina. Margir okkar voru að stofha heimili og kaupa til búsins og hugsuðum við gott til glóðarinnar að fá þarna aukapen- inga, því ekki voru föstu launin svo há. Kallaður var saman íúndur í stjóm félagsins og málið rætt við lögreglustjóra sem þá var Agnar Kofoed Hansen. Hann fór mörg- um fögrum orðum um hvað við hefðum staðið okkur vel og verið stéttinni til sóma og allri þjóðinni. Síðan óskaði hann eftir að við samþykktuin þá tillögu að sýna þegnskyldu og gefa þjóðinni þessa yfirvinnu okkar í afrnælisgjöf og gaf það fyllilega í skyn að frá því væri nú gengið samkvæmt sinni ósk. Okkur setti hljóða, því nú dó þessi von okkar um aukagreiðslu. Allir voni mjög óánægðir með þessi málalok, en samtökin hjá okkur voru ekki sterkari en þetta, því ekkert var gert í málinu. Nokkru síðar fengum við þá til- kynningu að ráðuneytið hefði á- kveðið að gefa okkur borðfána- stöng sem á stóð skjaldarmerki Iög- reglunnar: „Með lögum skal land byggja". Eg er ekki viss uin að allir hafi tekið við þessari rausnarlegu gjöf, en flestir munu hafa gjört það. Ég á þennan fræga grip og alltaf þegar ég sé hann ntinnir hann mig á þjóðhátíðina 1944. Sem morgunblær? Hualeiðingar um neikvœða frelsið Guðmundur Helgi Þórðarson Það eru fá hugtök sem hafa orðið fyrir annarri eins lim- lestingpi og frelsishugtakið hefur hlotið á síðusm áramgum. Sú var tíðin að þetta hugtak var tignað vítt um heimsbyggðina og fólk söng með tilfinningu. „Sem morg- unblær um löndin frelsið fer... „Og það voru ekki síst lágstéttirnar, al- þýðan, sem tignuðu frelsið, fólkið sem hafði orðið að búa við und- irokun og kúgun og átti sér draum um „hið frjálsa, glaða líf‘. Nú hefur fr elsishugtakinu ver- ið misþyrmt svo freklega, m.a. af valdastétmnum og svokölluðum fræðimönnum í þeirra þjónusm, að það er ekki svipur hjá sjón. Orðið frelsi hefur beinlínis breytt um merkingu í málvitund ntanna og liggur við að það hafi snúist uppí andstæðu sína. Ég hygg að býsna margir íslending- ar fái hroll í sig ef þeir heyra tal- að um frjálshyggju. Fáir myndu halda því fram að hún fari yfir löndin eins og morgunblær. I þessari samsetningu þýðir orðið frelsi nánast miskunnarlaus frekja, yfirgangur og undirokun þeirra sem höllun fæti standa í samfélaginu. Svona grátt hefúr þetta hugtak verið leikið á síðasta aldarfjórðungi. Frelsi til að verjast ekki Og nú hefur verið puntað upp á frelsishugtakið með nýrri slaufu, neikvæða frelsinu. Það er frelsi til að stoíúa ekki verkalýðs- félög. Lögspekingar okkar virð- ast álíta að það sé það sem launa- fólk vanhagar einna helst um þessa smndina, frelsi til að vera ekki í verkalýðsfélagi. Af umræð- um uin neikvæða frelsið hefur komið fram að það er fyrst og ffernst ætlað láglaunafólki. Það á að koma í veg fyrir að illa innrætt verkalýðsfélög semji það „út af vinnumarkaði" með því að gera of háar kaupkröíúr. Neikvæða ffelsið er frelsi til að semja um kauplækkun láglaunafólki til handa. Þar sem þetta neikvæða frelsi er sérstaklega til þess ætlað að „- rétta hlut láglaunafólks" skyldi maður halda að krafan um það kærni úr hópi þess fólks, en svo er ekki. Það eru aðrir sem endi- lega vilja troða þessu frelsi upp á láglaunafólkið. Þar eru á ferðinni lögffæðingar, hagfræðingar og atvinnurekendur með aðstoð til- tekinna pólitískra afla. Þessir að- ilar vilja færa launastétmnum þessa tegund frelsis á silfurfati ó- beðið, hvort sem þær vilja eða ekki. Atforsætisráðherra á frjálsum stórborgara Það hefur verið gerð alvarleg tilraun til að þvinga fram kröf- una um neikvæða frelsið. Nýlega hóf erlent sjoppufyrirtæki rekst- ur á Islandi. Þetta fyrirtæki til- kynnti það hátíðlega í upphafi að það legði ekki í vana sinn að tala við verkalýðsfélög. Þá virtist ekki varða um íslensk lög eða samn- inga. Þeir virmst treysta á fylgj- endur neikvæða frelsisins á ís- landi og ætluðu að skammta fólki sínu þau laun sem þeim sýndist. Og það var mikið lagt undir. Fyrirtækið opnaði starfsemi sína með miklum fyrirgangi og í broddi fylkingar var íslenski forsætisráð- herrann, smjattandi á amerískum „stórborgara". En launþegarnir höfriuðu nei- kvæða frelsinu, jafúvel þó að for- sætisráðherrann legði blessun sína yfir það. Menn heyrðu engan ffels- isþyt í loffinu, heldur óminn af lækkandi launum, auknum þræl- dómi og meira basli. Og þegar átti að troða þessu uppá þá samt sem áður, þá kornu til hjálpar bræðra- samtök ffændþjóðanna samkvæmt gamla kjörorðinu; „öreigar allra landa sameinist." Málinu var borg- ið. Samstaðan enn og afiur En af hverju skyldi þessi áhugi á neikvæða ffelsinu hafa blossað upp endilega núna? Af hverju allur þessi fyrirgangur lögfræðinga og hagfræðinga og atvinnurekenda til að frelsa launþega undan oki verka- lýðsfélaga einmitt nú? Skyldi það standa í einhverju sambandi við það að nú er kreppa og atvinnuleysi og launþegastéttirnar því með veika stöðu? Þá er lagt til atlögu gegn samtökum þeirra og reynt að brjóta þau niður. Samstaðan er sterkasta vopn láglaunastéttanna nú eins og ævinlega og hana vilja andstæðingarnir brjóta niður. Neikvæða frelsið fer ekki yfir löndin eins og morgunblær. Það líkist meira illviðri. Höfúndur er heilsugæslu- læknir í Hafúarfirði. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Lækkun á matarskatti 1. janúar sl. kom til framkvæmda lækkun virðisaukaskatts á matvælum úr r 24.5 % í 14% samkv. kjarasamningi ASI frá 21. maí sl. Þessi skatta- lækkun gefur tilefni til verðlækkunar á flestum matvörum um 8,43%. bessi verðiækkun kemur til viðbótar þeim lækkunum á innlendum landbúnaðarvörum sem komu til framkvæmda 1. júní á síðasta ári. Samhli0a lækkun virðisaukaskattsins eru gerðar breytingar á vöru- gjöidum og niðurgreiðslum á innlendum landbúnaðarvörum og fiski. Vörur sem eiga að lækka: Matvörur aðrar en þær sem að neðan greinir Kaffí, te, snakk Sultur, niðursoðnir ávextir og ávaxtagrautar ís (Lækkun vegna VSK og mjólkurfitu) Sykur Gosdrykkir og ávaxtasafí Sælgæti, sætt kex og súkkulaðikex Unnar kjötvörur Svið og innmatur 8,43% 3% 4,5% 5,6 - 17% 4,7% 5,6% 5,6% Allt að 6% Allt að 8,4% Annaö kjöt, egg, unnar ntjólkurvörur aörar en smjör lækkuðu 1. júní 1993. Dilkakjöt í heilu, mjólk og skvr, innient grænmeti og fískur lækka ekki. ASÍ. BSRB og Neytendasamtökin eru í samstarfi um verðlagseftirlit vegna lækkunar á matarskatti og munu samtökin taka á móti athugasemdum og fylgja þeim eftir. Félögum í ASÍ er bent á að hafa samband við skrifstofu ASÍ (sími 91- 813044) með ábendingar um óeðlilega framkvæmd verðbreytinga. ASÍ félagar - tryggjum virkt verðlagseftirlit

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.