Vikublaðið


Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 14.01.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 14. JANUAR 1994 13 Hverjir eru æðstu emb- ættismenn Reykjavíkur- borgar? Jón G. Tómasson bæjarrit- ari, f. 1931. Skrifstofiistjóri borgarinnar 1966-79. Borg- arlögmaður 1979-'87. Bæjar- ritari frá 1982. Æviráðinn. Magnús Óskarsson borgar- lögmaður, f. 1930. í stjóm Varðar, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri 1945- '50. Fonnaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1952-'53. Fulltrúi og mál- flumingsmaður lögfræðideil- dar vamarliðsins á Kefla- víkurflugvelli 1954—'55. Hjá borginni frá 1956. Borgar- lögmaðurfrá 1982. Æviráðinn. Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur, f. 1941. Borgar- hagfræðingur Reykjavíkur- borgar frá 1972 og ffain- kvæmdastjóri Ijámiála- og hagsýslusviðs Reykjavíkur- borgar ffá 1982. Æviráðinn. Stefán Hermannsson borg- arverkffæðingur, f. 1935. Verkfræðingur hjá sjóher Bandaríkjanna á Keflavíkur- flugvelli 1936-'64. Hjá Reykjavíkurborg ffá 1964. Borgarverkffæðingur ffá 1972. Æviráðinn. Bakhliðin á viðskiptafrelsinu Umræðan einkennist oftar en ekki hér á landi af fúrðulegri einsýni. Tök- um til dæmis það sem haldið er að fólki þegar viðskiptaffelsið fjór- fálda er á dagskrá í sambandi við EES, EB eða GATT. Þá myndast fýrr en varir pottþétt samstaða flestra fjölmiðlamanna og obbans of því liði sem kalla má einu nafhi „hina pólitísku stétt“. Sam- staðan er fólgin í því að taka með sem allra minnstum fyrirvömm og gagnrýni við því sem skriffinnar í Brussel, oddvitar alþjóðafyrirtækja og stjómendur stórbanka vilja flagga. Hver hefur eftir öðmm flotta útreikninga á því að ný skref í ffjálsri umferð peninga og vöm og vinnuafls skapi nýja möguleika, ný tækifæri, nýjar tekjur. Vitanlega em þeir útreikningar ekki alveg út í hött. Vitanlega geta Islendingar grætt sitthvað á lækkun tolla á fiskafurðum svo nokkuð sé nefht. Einsýnin er hinsvegar í því fólgin að það er offast látið eins og allir græði. Allir séu í vinsamlegri sam- fýlgd til hins besta heims allra heima. Nema kannski nokkrir bændur á Islandi eða þá Frakklandi sem ekki þekkja sinn vitjunartnna. En skulu fa að súpa á tevatni ffels- isins fýrr en síðar - hvort sem þeim lfkar betur eða verr - því það sé engin leið önnur til. Það er eins og menn hafi gefist upp við að vita af því að aðrir val- kostir kynnu að vera tril. Fyrir nú utan það að menn neita að horfast í augu við það sem er óþægilegt. Eins og það að heimur markaðs- hyggjunnar er harður og grimmur og margir munu troðast undir í þeim sviptingum sem hann gerir sér að lögmáli og sjálfsögðum hlut. Misskiptingin mikla Þessi einsýni verður ekki nærri eins áberandi þegar blaðað er í er- lendum vikublöðum. Auðvitað sjá menn sem þau skrifa ýmsa kosti í ffjálsari viðskiptum og nú síðast GATT-samkomulagi. En þeir sem fréttir skýra hafa mun betur en tíðkast hér á landi auga með bak- hliðinni á tunglinu, ef svo mætti segja. Þeir vita til dæmis ofúrvel að GATT gefur þeim ríkjum (eða öllu heldur stórfýrirtækjum) mest sem mest hafa fýrir. Evrópubandalagið og Bandaríkin gera einhverjar tril- slakanir gagnvart vamingi ffá þriðjaheimsríkjum (til dæmis vefn- aðarvöru). Hinn ríki og iðnvæddi heimur mun samt græða margfalt meira en þriðji heimurinn. Það er til dæmis talið líklegt að Affíka beinlínis tapi á GATT - það er að segja sá heimshluti sem fátækastur er. Þsð er líka margt á tvísýnu um á- hrif greiðari heimsverslunar á líf fólks í þeim allvel stæðu ríkjum sem eiga þó að græða mest. Einkum vegna þess að cinnig þar bera þeir mest úr býtum sem mest hafa fýrir - þeir sem hlutabréfum Druwing by Igor Slu-in ráða og fýrirtækjum. Meðan hagur þeirra sem búa við lökust kjör eða þá miðstéttarkjör er óvissari en nokkru sinni fýrr. Þessi þróun hefúr verið í gangi um nokkurt skeið. Nefúum ein- faldar tölur. 1 bókinni „Amcrica: what went wrong“ eftir Donald R. Barlett og James B Steele segir ffá því að árið 1959 höfðu þau 4% landsinanna sem mestar tekjur höfðu (2,1 núljón einstaklinga og fjölskyldna) jafnmiklar tekjur og 35% þeirra sem minnst höfðu, (18,3 iniljónir). Árið 1989 höfðu tekjuhæstu fjögur prósentin (3,8 miljónir einstaklinga og fjöl- skyldna) hinsvegar jafúmiklar tekj- ur og 51% þeirra sem minnst höfðu (49,2 miljónir einstaklinga og fjölskyldna.) Það sem gerðist sést allvel á því að á þessum tíma jukust tekjur þeirra sem höfðu 20- 50 þúsundir dollara á ári urn alls 44%, tekjur þeirra sem höfðu 200 þúsund til eina iniljón jukust hins- vegar um 700% og þeirra sem höfðu meira en miljón á ári um 2184%! Atvinnuöryggið sem hvarf Hagræðing reynist hverju fýrir- tæki nauðsyn í harðnandi sam- keppni. En það sem er skynsainlegt fýrir hvert fýrirtæki um sig (að taka upp nýja tækni, fækka starfsfólki með „gæðastjómun"), það reynist stórskaðlegt fýrir samfélagið í heild. Hagræðingin slátrar störfum mun hraðar en ný verða tril. I Evr- ópu og Bandaríkjunum eru menn þess vegna hættir að gera ráð fýrir „fúllri atvinnu“ sem möguleika - jafrivel þótt einhver uppsveifla verði í framleiðslu. Atvinnuleysis- herinn stækkar og um leið fær sæmilega menntuð og efúuð milli- stétt að reyna það - og aldrei sem á allra síðustu ámm - að hún getur ekki treyst því að halda sæmilegum störfúm til langffama. Atvinnuör- yggið er úr sögunni. Hver sá sem vinnu missir fær aðra lakari eða enga. Með öðmnr orðum: Menn eru ekki samferða upp lífskjarastigann. Þeir ríku verða ríkari. Hinir standa í stað - eða verða fátækari. Og sam- félögin uppskera heift og beiskju sem brýst fram til dæmis í óeirðun- um miklu í Los Angeles fýrir nokkm eða nú síðast í uppreisn fa- tækra bænda í Mexíkó - m.a. gegn þeirri ffíverslun sem kemur þeim endanlega á vonarvöl. Kjör og réttindi boðin ntður Meginhugsunin í Evrópubanda- laginu og ff jálsri verslun yfirleitt er sú að það komi öllum til góða að vara sé framleidd aðeins þar sem það borgar sig best. Því þurfi fýrir- tækin að geta farið hvert á land sem er með sína framleiðslu og fjárfest- ingar. Þegar svo sósíaldemókratar og ýmsir aðrir skrifúðu upp á þennan víxil, var það með þeim pólitíska fýrirvara að arðurinn af margskonar hagræðingu yrði svo mikill og gæfi samfélögum svo mikið í skattgreiðslum að hægt væri betur en fýrr að virkja hinn hreinræktaða markaðsbúskap í þágu velferðarsamfélagsins. Og þar með var gert ráð fýrir „félagsmála- þakka“ í EB sem átti að draga úr neikvæðum áhrifum harðnandi samkeppni. En það er einmit þetta sem ekki rætist. Franskir og þýskir verkamenn hafa mátt heyra það dag hvern að undanfömu að vinnuafl þeirra sé orðið alltof dýrt. Frá þeim hafa verið tekin fýrirtæki og verkefni og send m.a. til Englands, þar sem vinnuafl er ódýrara (ekki síst launa- tengd gjöld). Og þegar EB opnar sig að nokkru útávið, þá er það ekki síst til geta farið með vinnuafls- ffeka ffamleiðslu enn lengra - til Argentínu eða Tælands eða hvert þangað sem vinnuafl er ódýrt - og um leið réttlaust eða réttlítið. Frelsi viðskiptanna birtist vinn- andi fólki öðru fremur sem „ffelsi“ til að hver bjóði niður vinnuafl fýr- ir öðmm. Með tilheyrandi fjand- skap í garð þeirra sem em „að taka ffá okkur vinnuna" - og þar með frjóum vettvangi fýrir hamrsáróður eins og þann sem Le Pen heldur uppi í Frakklandi eða nýnasistar í Þýskalandi. Um leið er jafút og þétt gengið á „félagsmálapakkann". Sköttum er fýrst og síðast létt af fýrirtækjum til að „bæta samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðavettvangi". Við- skiptaffelsið felur það nefnilega í sér, að stjórnir í hverju landi hafa svipt sjálfar sig möguleikum til að grípa til sérstækra ráðstafana gegn atvinnuleysi, til dæmis með sér- stakri skattlagningu. Það em fýrir- tækin stóm sem hafa forgang í einu og öllu og allt sem tmflar „eðlilega viðskiptahætti" eða „samkeppnis- stöðu“ er bannað. Vinnandi menn verða því í vaxandi mæli að „laga sig að“ stöðu verkafólks í löndum þar sem lýðræði er af skomum skammti, kjör bág og verkalýðs- hreyfin lítrils megnug, ef ekki bein- línis bönnuð. Vinstríhreyfing lömuð Allt er þetta að gerast um það leyti sem vinstrihreyfmg í flesmm löndum er sem lömuð, nær ekki vopnum sínum, hvorki gömlum né nýjum, og reynist því víðast hvar um megn að blása til nokkurar þeirrar samstöðu sem dugur væri í. Þeim mun auðveldara eiga þeir uppdráttar sem blása til útlend- ingahamrs, kynþáttahamrs og ann- arar fólsku. Vantrú á ráðandi stjórnmálaöfl, réttlætiskröfúí _jAli- leg gemja og vonbrigði fá ekki út- rás í hreyfingu sem hefði eitthvað jákvætt til mála að leggja, heldur í tortímandi heiff í garð allra sem hægt er að gera að sökudólgum. Og oftast em það þeir sem síst skyldi sem fýrir verða. Vladínúr Zhirínovskí og hans nótar eiga leikinn! Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarspítalans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í akstur fyrir Arnarholt á Kjalarnesi. Miðað er við tvær ferðir á dag. Áætluð heildarvegalengd á dag er 125 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. janúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Hf Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í endurmálun á íbúðum aldraðra. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. janúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.