Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 1
Jafnréttið á Akureyri Jíureyri er í fararbroddi sveit- arfélaga hvað gerð jafnréttisá- ætlana og starf jafnréttisfulltrúa snertir. Vikublaðið ræðir við lykilkonurnar þrjár á bls. 8-9 Roðinn í NATO Aðild Mið- og Austur-Evrópu- ríkja að NATO og utanríkisstefha Islendinga er ofarlega á baugi. I blaðinu í dag eru tvær greinar um utanríkis- og örj'ggismál frá ólíkum sjónarhóli. Bls. 4 og 10 Susan Faludi og bakslagið Höfundur einnar umdeildustu kvennabókar síðustu ára ræddi við blaðamann Vikublaðsins um tilefni bókarinnar og stöðuna í kvennabaráttunni. BIs. 6 3. tbl. 3. árg. 21. janúar 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Östjórn og upplausn í sj ávarútvegsr áðuney tinu Stór og smá mál stranda í sjávarútvegsráðuneytinu eða er klúðrað þar. Mikilvægasta fagráðuneytið er rúið trausti. For- sætisráðherra auðmýkir Porstein Pálsson með því að leita ráða hjá fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, útgerðar- menn, íjármálaráðu- neytið, samtök sjómanna, Har- aldur Haraldsson í Andra og fleiri eiga það sameiginlegt að vantreysta Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og ráðu- neytinu sem hann stýrir. Þor- steinn og ráðuneytið hafa klúðrað hverju málinu á fætur öðru. Stefnumörkun er í mol- um og ákvarðanir ýmist teknar í bráðræði eða alls ekki. A fimmtudag í síðustu viku sýndi Davíð Oddsson forsætisráð- herra hvaða hug hann ber til Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra með því að boða Halldór Asgrímsson fyrrverandi sjávarút- Félags- dómur á _ bandi VSÍ vegsráðherra á sinn fund í stjórn- arráðinu til að ræða við hann um sjómannaverkfallið. Davíð sá til þess að fjölmiðlum var gert aðvart til að tryggja að alþjóð yrði vitni að auðmýkingu Þorsteins Pálsson- ar sem var á sama tíma að funda útí Færeyjum. Það féll ekki í góðan jarðveg að Þorsteinn skyldi fara úr landi í miðju sjómannaverkfalli og láta eins og sér kæmi ekki við stöðvun fiskveiðiflotans. Hann þótti sýna pólitískt og siðferðilegt ábyrgðar- leysi að fara af vaktinni hér heima þegar í óefni var komið. Skömmu áður en sjómanna- verkfallið skall á stóð Þorsteinn fyrir umdeildri sölu á SR-mjöli. Nokkrir fjárfestar fengu þar ríkis- eigur á gjafverði og á vafasömum forsendum því hæstbjóðandi, Haraldur Haraldsson í Andra, var útilokaður frá útboðinu. Akvörð- un um að selja fyrirtækið var tekin í flýti og áhugasömum kaupend- um, Akureyrarbær þar á meðal, var ekki gefinn frestur til að gera tilboð. Þorsteinn koin frain í fjöl- miðlum, barði sér á brjóst og full- yrti að salan á SR-mjöli væri stærsta einkavæðing ríkisfyrir- tækja til þessa. I fjármálaráðuneyt- inu ofbauð mönnum meðferð málsins í sjávarútvegsráðuneytinu og láku útreikningum til frétta- stofu Sjónvarps sem sýndu að SR- mjöl var ekki selt heldur gefið. Haraldur í Andra hefur höfðað mál fýrir dóinstóium til að fá söl- una dæmda ógilda. Stefnuleysi Þorsteins og ráðu- neytis hans kemur glöggt fram í úthafsveiðum Islendinga. Ráðu- neytið stendur eins og þurs á með- an gerbreyting hefur orðið á sókn- armynstri flotans. Utgerðarmenn senda skip sín á fjarlæg mið til að vega á móti aflabresti hér heima en Þorsteinn og ráðuneyti hans standa í vegi fyrir eðlilegri þróun þessara veiða með því að ríghalda í sjónarinið og reglugerðir sem miða að fækkun fiskiskipa. Út- |gy Sjávarútvegsráðuneytið er fitli Ijóti andarunginn í stjórnarráðinu. Davíð Oddsson sýndi fyrirlitningu sína á Þorsteini Pálssyni með því að auglýsa í fjölmiðlum fund sinn með Halldóri Ásgrímssyni fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. gerðarmenn úthafsveiðiskipa eru langþreyttir á aðgerðarleysi sjáv- arútvegsráðuneytisins og sjá þann kost einan að gera út undir henti- fána. I síðustu viku greindi Vikublað- ið ffá afdrifum Rýnis hf. sem var stofnað á rústum Ríkismats sjávar- afurða og alfarið undir stjórn sjáv- arútvegsráðuneytisins. Fyrirtækið tapaði peningum allt síðasta ár og var selt fyrir litla upphæð í árslok. Skjölin um Rýni eru stimpluð sem trúnaðarmál í ráðuneytinu og þeir sem bera ábyrgð á málinu svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. Samtök sjómanna telja að Þor- steinn hafi gefið LIÚ loforð um að setja bráðarbirgðalög á verkfall þeirra og því beri hann ábyrgð á því að LIÚ var hvergi hnikað í samningaviðræðum til að binda endi á kvótabrask útgerðarmanna á kostnað sjómanna. Sjávarútvegsráðuneytið er mik- ilvægasta fagráðuneytið og óá- nægja í ríkisstjórn og í stjórnkerf- inu með frammistöðu Þorsteins og hans fólks á eftir að taka á sig aðrar og alvarlegri myndir en þá táknrænu sem fólst í því að Davíð bað Plalldór Asgrímsson að ráð- leggja sér um málefni sjávarút- vegsins. Félagsdómur dæmdi Vinnu- veitendasambandinu í hag með því að úrskurða verk- fallsboðun bflstjóra Strætisvagna Reykjavíkur ólögmæta. Dómurinn er áfall fyrir Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar sem ekki cr talið hæft til að fara með kjaramál bílstjóranna eftir að SVR varð hlutafélag og gekk í VSI. I á- lyktun stjórnar Starfsmannafélags- ins segir að hún muni beita sér fyrir því að lögum félagsins verði breytt þannig að það verði fullgildur samningsaðli vagnstjóra. Væringar hafa verið með ASI og BSRB vegna þessa máls enda hefur ASÍ ekki legið á þeirri skoðun sinni að starfsmenn hlutafélagsins SVR eigi heima í aimennum verkalýðsfé- lögum cn ekld í samtökum opin- berra starfsmanna. Eina ASI-félag- ið sem hefúr sýnt strætisvagnabíl- stjórum samúð er Dagsbrún og kannski er það skýringin á því að einir 20 bílstjórar hafa óskað eftir inngöngu í Dagsbrún. Sjá leiðara á bls. 2. Bráðabirgðalögin gerræði Ríkisstjómin og útgerðar- menn tóku höndum sam- an unt að brjóta á bak aft- ur baráttu sjómanna sem sést best á því að bráðabirgðalög um bann við verkfalli sjómanna vom sett um nótt og útgerðum gert mögulegt að lögskrá áhafiiir og halda úr höfit nánast í sömu mund og bráðabirgðalögin vom fengin forsetanum til staðfest- ingar. Þetta kemur fram í ályktun þing- flokks Alþýðubandalagsins þar sem gerræðislegri framkomu ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar við sjó- mcnn er mótmælt harðlega. „Það undirstrikar lítilsvirðingu núverandi valdhafa fj'rir leikregl- um lýðræðis og þingræðis að grípa til setningar bráðabirgðalaga við þessar aðstæður nokkrum dögum áður en Alþingi hefur störf eftir jólaleyfi. Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar grípur nú í þriðja sinn á valdaferli sínum til bráðabirgða- laga. Þetta gerist þrátt fyrir ákvæði nýrra þingskapa sem gera það að verkum að Alþingi situr allt árið og getur hvenær sem er komið til fundar með injög skömmum fyrir- vara," segir í ályktuninni. Þingflokkurinn segir málefni at- vinnuveganna og ekki síst sjávarút- vegsins hafa goldið átaka og ill- deilna innan stjórnarflokkanna og milli þeirra. Fullri ábyrgð er lýst á hendur rfldsstjóminni vegna verk- fálls sjómanna og átalin eru fráleit vinnubrögð við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Verkfallið er afleiðing af þeim fyrirætlunum rfldsstjórnarinnar að festa kvótakerfið í sessi að tillögu Tvíhöfðanefiidar með öllum þeim göllum og annmörkum sem á því eru. Sjómenn mótmæltu þessum fýrirætlunum og sendu frá sér yfir- lýsingu þar sem þeir lýstu andstöðu sinni við ffjálst framsal aflaheim- ilda og hverskyns brask með kvóta sem kæmi niður á kjörurn sjó- manna, einnig að þeir gæm aldrei sætt sig við sölu á óveiddum fiski.“ Þingflokkurinn ítrekar að aldrei gemr orðið sátt með þjóðinni um fýrirkomulag sem felur í sér ígildi eignarréttar á óveiddum fiski. Stálsmiðjudeilan leyst Verkalýðsfélög hafa náð samkomulagi við Stál- smiðjuna hf. en for- ráðamenn fýrirtækisins reyndu að þvinga fram launalækkun hjá starfsfólki og rufú dómssátt sem gerð var í haust fýrir Fé- lagsdómi. I síðustu viku var verkalýðshreyfmgin tilbúin að fara í hart og hugðist leita eftir verkfallsheimild. Að sögn Ilalldórs Björnssonar, varaformánns Dagsbrúnar, náðist sainkomulag síðast liðinn fösm- dag Jtar sem fýrirtækið hætti við fýrirhugaðar launalækkanir. Fyrir sitt leyti samþykkm verkalýðsfé- lög að deildaskipting í fyrirtækinu yrði einfölduð og að starfsmenn tækju út í fríum tiltekið hlutfall af yfirvinnu. I samkoinulaginu er einnig gert ráð fýrir að Gylfi Páll Hersir verði endurráðinn en hann hefúr beitt sér í réttindamálum starfsmanna og þess vegna sögðu forráðamenn Stálsmiðjunnar honum upp í haust. I dómssátt sem var gerð fýrir Félagsdómi þann 23. nóvent- ber var kveðið á um að Gylfi Páll skyldi hafa forgangsrétt til endur- ráðningar þegar verkefúastaðan batnaði. Þrátt fýrir næg verkefúi síðusm vikur og mánuði lém for- ráðamenn Stálsmiðjunnar það undir höfúð leggjast að endurráða Gylfa Pál, en með samkomulag- inu á fösmdag virðist inálið kornið höfn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.