Vikublaðið


Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 4
4 Mftnninffin VIKUBLAÐIÐ 21. JANÚAR 1994 Ólíkindasaga um íslendinginn í hinum stóra heimi Bjöm Th. Bjömsson Falsarinn heimildaskáldsaga Mál og menning 1993 Afdrif íslenska kotbóndans og afkomenda hans í hring- iðu heimsmenningarinnar hafa verið Bimi Th. Bjömssyni á- leitið yrkisefhi. NægirJjar að nefina tvö öndvegisrit hans, A Islendinga- slóðum í Kaupmannahöfn sem út kom 1961 og í endurbættri útgáfú 1990, og heimildasöguna Haust- skip sem kom út árið 1975. Nú hef- Ólafur Gíslason ur Bjöm sent frá sér enn eitt stór- virkið á þessu sviði bókmennta, sem er heimildaskáldsagan Falsar- inn (391 bls. Mál og menning 1993). Bókin er affakstur umfangs- mikillar og næsta lygilegrar heim- ildakönnunar sem rekur afdrif sveitapiltsins Þorvaldar Þorvalds- sonar ffá Skógum á Þelamörk (1763-1825) og afkomenda hans í Kaupmannahöfn, Conception í Chile, Basel í Sviss og víðar, allt ffam á síðusm ár. Með Haustskipum, heimilda- sögunni um örlög íslenskra fanga í dönskum þrælakistum á 18. öld, kollvarpaði Bjöm Th. Bjömsson þeirri ídealísku söguskoðun sem viðgengist hafði á Islandi ffam að þeim tíma og byggði á upphafinni Hugmyndasamlceppnin SNJALLRÆÐI er kjörið tsekifseri til að koma góðri hugmynd ó framfæri Markmið samkeppninnar er að hvetja einstaklinga til að koma hugmyndum sínum á markað. Þannig vilja aðstandendur samkeppn- innar efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Við mat á hugmyndum er áhersla lögð á markaðsmöguleika þeirra. Snjallræði fór fyrst af stað seinni hluta ársins 1992 en þá bárust um 250 umsóknir. Upplýsingar og þátttökueyðublöð fást hjá Björgvini Njáli Ingólfssyni, Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti. Sími 91-687000. Umsóknarfrestur er til 1 8. febrúar 1 994 Sláðu til, þú gætir verið sá snjalli! löntæknistofnunfl IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ (jj) iÐNl.ÁNASJÓÐUR |j IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR þjóðemishyggju sem var mótuð af sjálfstæðisbar- áttu Islendinga. Með því að ganga beint í ffum- heimildir um myrkra- heima íslensks samfélags á 18. öld, sem notið höfðu bannhelgi af hálfú sagn- fræðinga af þjóðemisleg- um ástæðum, birti Bjöm okkur nýja sýn á veiga- mikla þætti Islandssög- unnar og sýndi okkur jafn- framt samskipti Danmerk- ur og íslands í nýju ljósi. Sagan af Þorvaldi Þor- valdssyni ff á Skógum virð- ist að stofni til beint ffam- hald þeirra rannsókna er lágu til grundvallar Haust- skipum. Þorvaldur var umkomulaus og blásnauð- ur sveitapilmr, sem dæmdur var til dauða af ís- lenskum sýslumanni fyrir að hafa dregið upp og komið í verð eftirlíkingu fyrsm bankaseðlanna sem hér vom gefnir út upp á einn ríkisdal öskuárið mikla 1783. Verkið vann hann sér „til hagleiksraun- ar“ samkvæmt vitnisburði fýrir rétti. I niðurstöðu dómsins er jafnframt við- urkennt réttmætt tilkall Lynge kaupmanns á Akur- eyri til þúsund ríkisdala endurgjalds fýrir seðilinn hjá banka konungsins í Kaupmannahöfn sem þóknun fýrir að hafa upp- götvað „falskrnönteríið". Dómsniðurstaðan snerist því ekki bara um „forbrot- ið líf og æru“ sveitapilts- ins, heldur líka um bein- harða peningahagsmuni kaupmanna- og embættis- mannavaldsins hér á landi. Dómurinn varð upphaf þeirrar ótrúlegu örlaga- sögu sem Bjöm byrjar að rekja með lýsingu á sögu- legu brúðarráni á kirkju- torginu í Conception í Chile 8. maí árið 1886. Sögusviðið skiptist síðan í tíma og rúmi á milli Eyjafjarðar öskuárið mikla, Krónborgarkastala um aldamótin 1800, Kaupmanna- hafnar í upphafi og lok 19. aldar og Conception í Chile með viðkomu á heimili höfúndar í Karfavoginum í Reykjavík og í Basel í Sviss. Röskun á samfellu í tímalegri ffásögn gefur tilefni til að auka áhrifamátt þeirra mildu andstæðna sem birtast í ólík- indasögu þessarar ættar og gera okkur myndina af upphafinu á Þelamörk í Eyjafirðinum skýrari í víðara alþjóðlegu samhengi. Þótt heimildaskáldsagan Falsar- inn byggi á að því er virðist traustri og áreiðanlegri heimildarkönnun í öllum aðalatriðum sögunnar, þá gengur Bjöm hér lengra en áður í því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, einkum í umhverfis- og persónulýsingum. Sérstaklega á þetta við um alla umhverfislýsingu, lýsingu á fatnaði, mat- og drykkjar- föngum, húsakosti, húsbúnaði, sið- um og háttum, sem er unnin af fá- dæma athygli og þekkingu og með fágætri málnotkun. Þá em svip- myndir þær sem hann dregur upp af klofnum persónuleika ævintýra- mannsins Alfreds Viggo Schovelin ræðismanns og kaupmanns í Chile og allri fjölskyldu hans óborgan- legar, og ekki síður myndin sem hann bregður upp af ættarmótinu sem Júlíus Vilhelm Schovelin þjóðhagfræðingur og forstjóri Konunglegu kauphallarinnar stóð fýrir í hátíðarsal húss Konunglega skotfélagsins á Vesturbrú í Kaup- mannahöfn árið 1893 með tilheyr- andi tilraun Kauphallarforstjórans til leynilegs ástafundar með ólík- indakonunni Elínu. En ættarsaga Þorvaldar í Skóg- um gengur semsagt í gegnum dýpstu örbirgð og niðurlægingu dýflissufangans í Krónborgarkast- ala upp til æðstu metorða í Kaup- mannahöfn og Conception, þar sem jafnan skiptast á hneigðir ætt- kvíslarinnar til lista og skáldskapar annars vegar og fjármálavalds hins vegar. Ólíkindasaga sem á öll á upptök sín í fölsuðum peninga- | seðli. Eitt atriði vantar þó til að fýlla upp í heildarmyndina af Schovelín-ættinm, en það er þáttur Peters Thorstens Scovelin (1792- 1871) bóksala og liðforingja, sonar Þorvalds, sem íslenskir Hafnar- stúdentar kölluðu gyðing eða okrara í bréfúm sínum. Hann varð | fýrsti ættliðurinn til þess að komast í þær álnir er dugðu til að koma af- komendunum til mennta og æðsm metorða, en Bjöm hefúr að mestu sleppt að lýsa þætti hans í ættarsög- unni. Auk safaríkra og lærdómsríkra umhverfis- og persónulíkinga er Falsarinn einnig málfarslega auðg- andi bók. Sagan býr yfir ótrúlegum orðaforða og höfúndur skiptir um málfar og stíl eftir því hvort hann er að lýsa íslenskum veruleika í lok 18. aldar, Conception í Chile í lok 19. aldar eða Kaupmannahöfn í upphafi og Iok 19. aldar. Ég minn- ist þess varla að hafa lesið bók sem er jafn örvandi og ögrandi málfars- lega síðan ég las Gerplu Laxness sem unglingur. Falsarinn er bók sem maður þarf helst að lesa í einni lotu á 2-3 dög- um. Ef bókin grípur lesandann finnur hann sig sokkinn í veröld, sem er með því meiri ólíkindum sem hún er borin uppi af traustari heimildum. A endanum blasir við okkur víðari heimur. Heimur sem tilheyrir ekki bara Schovelin-ætt- inni, heldur veitir okkur víðara sjónarhom á Island og það hlut- skipti að vera íslendingur í stómm heimi. Um leið og ættarsaga Schovelin- anna rýfur þann ramma einangr- unar sem okkur Islendingum er tamt að draga um eigin heim og eigin sjálfsvitund, þá verður skiln- ingur okkar á þeim örlögum og því hlutskipti að vera Islendingur víð- ari og sannari. Það er einn af meg- inkostum þessarar lærdómsríku sögu sem óhjákvæmilega hlýtur að teljast til helstu bókmenntatíðinda ársins 1993.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.