Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 1
Myndir Póllands Þorleifur Friðriksson sagn- fr æðingur bregður upp lifandi lýsingu á hinum mörgu andlit- um Póllands úr ferð sinni þangað í sumar Sjá bls. 8-9 Bændablús Sjónvarpið hélt bændafund í beinni útsendingu á Hótel Sögu í framhaldi af gagnrýninni heimildamynd um landbúnaðinn sem sýnd var í sjónvarpinu á sun- nudagskvöld. Bls. 16 ;- .- ¦ ¦ , -' &sg2ggsaggm fr:- i'SSSM pP% ¦¦ Átök enn? Tveir alþýðubandalagsmenn sækjast eftir 5. sætinu á sam- eiginlegum framboðslista minnihlutaflokka. Uppvakn- ingur síðustu kosninga svífur yfirvötnum. Bls. 7 ¦HH9BMRI ^Yikiibla B L A Ð S E M V I T 4. tbl. 3. árg. 28. janúar 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Davíð blekkti forsetann Aðeins tveir af óbreyttum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir stuðningi við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar sem bönnuðu verkfall sjómanna seint um kvöld þann 14. janúar síðastliðinn. Davíð Oddsson forsætisráðherra lét Vig- dísi Finnbogadóttur forseta íslands standa í þeirri trú að meirihluti væri fyrir bráðabirgðalögunum. AAlþingi á þriðjudag skrapp það úr munni Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra að fyrirhuguð Svavar Gestsson: Samstillt átak útgerðar og rikisvalds að brjóta á bak verkfall sjómanna. Lögbrot við lög- skráningu Lögskráning sjómanna hófst mörgum klukku- stundum áður en verkfall sjómannasamtakanna var bannað með bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalagsins lagði á þriðjudag fram skýrslur frá Vestmannaeyjum sem sýndu að lögskráning var hafin klukkan fimm síðdegis þann 14. janúar en bráðabirgðalögin voru ekki undirrituð af forseta fyrr en seint um kvöldið. Svavar segir gögnin sýna að um samstillt átak útgerðar- manna og stjórnvalda hafi verið að ræða þegar verkfall sjó- manna var brotið á bak aftur. - Þetta er gróft brot og sýnir hversu langt stjórnvöld voru tilbúin að ganga í baráttu sinni gegn verkalýðshreyfingunni, segir Svavar. setning bráðabirgðalaga var að- eins borin undir tvo af óbreytt- um þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, þá Geir Haarde og Matthías Bjarnason. Það er hefð fyrir því að forseti spyrji forsæt- isráðherra hvort þingmeirihluti sé fyrir bráðabirgðalögum sem ríkisstjórn leggur fyrir forseta til staðfestingar. Eina leiðin til að fá vitneskju um Davíð Oddsson hefur innleitt stjórnsýslu bananalýðveldis á Islandi. vilja þingmanna er að bera undir þá fyrirhugaða lagasetningu. Davíð Oddson hafði ekki fyrir því föstu- daginn 14. janúar þegar hann setti bráðabirgðalög á verkfall sjó- manna. Ekki er upplýst hvort Dav- íð laug að forsetanum berum orð- um eða hvort hann hafi komið sér hjá því með blekkingum að greina frá afstöðu þingliðs stjórnarflokk- anna. Enginn nema Davíð og Vigdís vita hvað þeim fór á milli og vegna þess að forsætisráðherra var er- lendis þegar bráðabirgðalögin komu til umræðu á þriðjudag fór sameinuð stjórnarandstaða fram á það að umræðunni yrði frestað. Gunnlaugur Stefánsson, þing- maður Alþýðuflokks, stýrði fund- um þingsins og hann neitaði stjórnarandstöðunni um frestun málsins. Það er fátítt ef ekki einsdæmi að forseti þingsins neiti frestun á Atvinnuleysinu mótmælt Fjölmenni mætti á stórfund verkalýðshreyfingarinnar á Austurvelli í gær þar sem at- vinnuleysinu var mótmælt sem og ráðleysi stjórnvalda. Á tólftu hverri mínútu vinnudagsins missir einhver atvinnu sína og biðröðin hjá Félagsmálastofhun lengist sífellt. Svavar Gestsson alþingismaður upplýsti það á þingi í gær að í janúar leituðu nálega 2500 manns til Félags- málastofunar í Reykjavík. Þetta er tvöföldun frá því í fyrra. Sjá leiðara. fyrstu umræðu á öðrum þingdegi á máli sem ekki liggur á að afgreiða. Meirihlutinn ætlaði að keyra lögin í gegn á sem skemmstum tíma án þess að mikilvæg þættir málatilbúnaðarins væru upplýstir. Stjórnarandstaðan snerist öndverð gegn offorsi meirihlutans og á þriðjudag og miðvikudag var upp- lausn á Alþingi. Bullandi ágrein- ingur um búvöru Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp til breyt- inga á búvörulögum vegna þess að ríkisstjórnin nær ekki saman í landbúnaðarmálum. Um helgina síðustu boðaði ríkis- stjórnin að frumvarp um breytingu á búvörulögum yrði lagt fram á þriðjudag. Þá komu fram frum- varpsdrög sem samdægurs voru dregin til baka vegna ósættis Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Búvörulögin eru í uppnámi eftir að dómur Hæstaréttar féll í svoköll- uðu „skinkumáli" Hagkaupa og ríkisvaldsins þar sem staðfest var að kjötinnflutningur Hagkaupa í haust hafi verið löglegur. Miðstjórnarfundur 5,- 6. mars Hreyfing Alþýðubanda- lagskvenna stofnuð Ibyrjun mars verður form- lega stoíhuð hreyfing Al- þýðubandalagskvenna og haldinn fyrsti miðstjórnar- fundur í Alþýðubandalaginu eftir landsfund. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins verður kölluð saman til fundar laugardagmn 5. mars næstkomandi í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki síðdegis á sunnud-.vg. Föstudag'inn 4. mars verður væntanlega haldinn stofhfund- ur hreyfingar Alþýðubanda- lagskvenna, einnig í Reykjavík. - Sjá grein á bls. 2

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.