Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 28. JANÚAR 1994 -«• Vlkillllai % L A Ð Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Við og hinir A útifundi verkalýðshreyfingarinnar á Austurvelli í gær var blásið til nýrrar sóknar gegn atvinnuleysinu undir kjörorðinu Við viljum vinnu. Það er blóðug alvara fyrir þær þúsundir íslendinga sem eru án atvinnu og fjölskyld- ur þeirra að þessi útifimdur marki upphafið að samstilltu átaki launþegasamtakanna allra til að knýja stjórnvöld þessa lands til að grípa til raunhæfra aðgerða til að snúa hjól atvinnulífsins í gang á nýjan leik - eða víkja ella. I lok síðasta árs voru tæplega 9.700 manns skráðir at- vinnulausir á landinu, þar af 4.271 á höfuðborgarsvæð- inu. I janúar tók atvinnuleysið kipp upp á við, bæði vegna sjómannaverkfalls, en líka vegna þess að enn þrengir að á öllum vinnumarkaðnum. Þannig sögðu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á útifundinum í gær að tala at- vinnulausra á höfúðborgarsvæðinu væri komin hátt í sex þúsund og miðað við svipaða aukningu á landsbyggðinni er ljóst að fjöldi atvinnulausra er kominn á annan tug þúsunda. Þetta fólk er flest fjölskyldufyrirvinnur. Megin- stoðinni undir lífskjörum og velferð tugþúsunda manna hefur því verið kippt burt. Hinn mannlegi harmleikur að baki þessum tölum verð- ur ekki ofmetinn. Miklu nær væri að segja að hinn mann- legi harmleikur að baki þessum tölum sé enn ekki nema að sáralitlu leyti kominn í ljós. Það segir sína sögu um hversu vanbúið íslenska þjóðfélagið hefur verið til að mæta þessu ástandi að enn er skipulag á skráningu, vinnumiðlun og afgreiðslu bóta á steinaldarstigi. Sárast hefur þó verið að upplifa það að um leið og atvinnuleys- ið fór að segja til sín upphófst margradda kór um að ein- hverjir misnotuðu sér kerfið og vildu í raun ekki vinna. Helst mátti ætla að vandamálið væri ekki atvinnuleysið sjálft heldur sá möguleiki að einhverjir þægju bætur sem ekki ættu að gera það. Var engu líkara en nota þyrfti hverja smugu til að kippa fólki út af bótum. Voru nefnd staðfest dæmi um að atvinnulausir hefðu misst bótarétt vegna þess að þeir höfðu ekki þrek til að vinna hvaða erf- iðisvinnu sem bauðst og að konur dyttu af bótum vegna þess að þær höfðu neyðst til að taka börn sín út úr dýrri gæslu af þeirri einföldu ástæðu að bæturnar hrukku ekki fýrir kostnaðinum og gátu svo ekki brugðist við á stund- inni ef atvinna bauðst. Hinir atvinnulausu hafa ekki aðeins verið rændir vinn- unni. Þeir hafa líka verið rændir lífsviðurværinu því eng- inn þarf að velkjast í vafa um að atvinnuleysisbætur, sem hæstar geta orðið um 46 þúsund krónur á mánuði og þar sem ekkert tillit er tekið til fyrri tekna, koma ekki í veg fýrir efnahagslegt hrun hjá hinum atvinnulausu með uppsöfnun skulda og jafnvel húsnæðismissi í kjölfarið. Margt leggst líka á eitt við að ræna þá atvinnulausu sjálfs- virðingunni. Ekki aðeins vegna þeirrar menningararf- leifðar okkar Islendinga að sjálfsmynd okkar er nátengt vinnunni, heldur líka vegna þess að hinum atvinnulausu er skipað á bekk með óbjargálna þurfamönnum og allt tal um misnotkun á kerfinu og nennuleysi til vinnu gerir alla atvinnulausa tortryggilega. Að endingu eru atvinnulausir rændir þegnréttinum. Það gerist með því að þjóðinni er skipt upp í okkur og hina, okkur sem höfum vinnu og hina sem lenda utan hins virka samfélags. Verkalýðshreyfing- in þarf sérstaklega að varast að glata ekki tengslunum við atvinnulausa félagsmenn sína. Þeim verður ekki haldið uppi með skrifræðinu í kringum útborganir á bótum ein- um saman þar sem biðraðirnar á skrifstofunum eru í litlu ffábrugnar biðröðum í ópersónulegum stofhunum. Hin- ir atvinnulausu eru hluti verkalýðshreyfingarinnar og þeir eru hluti þjóðarinnar. Þeir eru við - ekki hinir. Sjónarhorn Uglur, Úur, Langbrækur Kvennahreyfing AB verður að veruleika Eins og lesendum Vikublaðs- ins er kunnugt, þá héldu konur í Alþýðubandalaginu fund í tengslum við landsfúnd flokksins í nóvember sl. og ákváðu að stofna kvennahreyfingu. Á þeim fúndi vom kynnt drög að lögum, markmiði og starfsfýrirkomulagi sem áhugahópur kvenna innan flokkins hafði unnið. Er skemmst frá því að segja að þessi glæsilegi fúndur kaus sér sjö kvenna undir- búningsnefnd að stofnun kvenna- hreyfingar og var rætt um að form- legur stofnfúndur yrði fljótlega í byrjun nýs árs. Þegar þessi orð era sett á blað er staðan varðandi undirbúning sú, að undirbúningsnefndin hefur farið yfir þau drög að lögum og mark- miði sem lágu fyrir, bætt og breytt eins og gengur og sent til tengiliða í hverju kjördæmi sem einnig vora kosnir á fundinum í nóvember. Hlutverk tengiliðanna í kjördæm- unum er að kynna fyrir konurn innan sín kjördæmis hugmyndir undirbúningshópsins og hafa þær frest til 10 febrúar n.k. til þess og til þess að senda undirbúningshópn- um tillögur að breytingum eða við- bæmm ef ffam koma. Það er mjög mikilvægt að þessi kynning í kjör- dæmunum sé góð, því hún getur tryggt meiri einingu á stofnfundin- um um þau grandvallaratriði sem allar hreyfingar verða að hafa, lög og markmið. Það er líka mikilvægt að þessi kynning meðal kvenna í flokknum sé góð vegna þess að það er von okkar í undirbúningshópn- um að sem flestar konur í flokkn- um og helst margar sem standa utan hans líka, vilji starfa með okk- ur. Stór og einhuga kvennahreyf- ing getur tryggt konum völd og á- hrif. Þau drög að lögum sem liggja fyrir gera ráð fyrir að hreyfingin verði hreyfing Alþýðubanda- lagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna og að hún taki til landsins alls. Gert er ráð fyrir sjö kvenna stjóm sem fari með málefhi hreyfingarinnar á milli aðalfúnda sem haldnir verði árlega. Tillaga er um að á aðalfundi verði samþykkt- ar megináherslur kvennahreyfing- arinnar fyrir næsta starfsár og lín- umar þannig lagðar fyrir stjómina. Það er einnig gert ráð fyrir að kon- ur í hreyfingunni geti myndað með sér hópa eftir áhugasviðum og landsvæðum Qg að þeir séu sjálf- stæðir og komi firam í eigin nafni og nafni hreyfingarinnar. Þessir hópar þurfa ekki að vera formlegir með eigin stjórn og markmið en þeir geta verið það ef það er vilji kvennanna. Þetta starfsfýrirkomu- lag getur tryggt mikla virkni kvenna sem víðast um landið og skapað mikla breidd í starfi kvennahreyfingarinnar. Tillaga að markmiði kemur ffam í þeim drögum að lögum sem liggja fýrir og er orðað svo: „Meginmarkmið hreyfingarinn- ar er að auka völd og áhrif kvenna og stuðla þannig að samfélagi jafn- réttis, lýðræðis og félagslegs rétt- lætis. - Uglurnar vilja auka völd kvenna innan stofnana Alþýðubanda- lagsins og í trúnaðarstörfum á vegum flokksins, svo sem við ffamboð til Alþingis og sveitar- stjóma. - Uglumar vilja styðja og styrkja þær konur sem valist hafa til trúnaðastarfa fýrir flokkinn. - Uglumar vilja efla umræðu meðal kvenna bæði innan og utan flokkins og á þann hátt auka áhrif kvenna á stefnumótun flokksins. - Uglumar vilja styðja allar konur sem vinna að málefnum kvenna og samrýmast geta megin- markmiðum hreyfingarinnar.“ Eins og kemur hér ffam er orðið „Uglur“ vinnuheiti okkar yfir kvennahreyfinguna. Það orð er ein tillaga af nokkram sem ffam hefur komið um heiti hreyfingarinnar. Aðrar úllögur era Úur, Langbræk- ur og Níu líf. Það er einnig hlut- verk tengiliðanna í kjördæmunum að kynna þessar tillögur og láta okkur í undirbúningshópnum vita um viðbrögð kvennanna og ekki síður ef nýjar tillögur koma fram. Stofnfundur kvennahreyfingar Alþýðubandalagsins verður í tengslum við næsta miðstjómar- fund flokkins. Sá fúndur var fýrir- hugaður laugardaginn 26. febrúar en hefur verið ffestað um viku eða til 5. mars. Líklegt er því að stofn- fundurinn okkar verði föstudags- kvöldið 4. mars. Fundurinn verður auglýstur nánar síðar þegar endan- leg ákvörðun liggur fýrir. Við höf- um fengið styrk ffá flokknum til að halda glæsilegan stofnfund. Það er vilji okkar í undirbúningshópnum að á stofnfimdinum verði söng og gleði blandað saman við ffæðilega næringu og hefðbundin stofn/að- alfúndarstörf s.s. að samþykkja lög og markmið, kjósa stjórn og á- kveða megináherslur fýrsta starfs- ársins. Kvennahreyfing getur verið sterkt baráttutæki. Það er undir okkur sem þar störfum komið. Það er mikilvægt að þar ríki einhugur, virðing hvor fýrir annarri og að lýðræðisleg vinnubrögð verði við- höfð. Við konur eram ekki einslit- ur hópur. Aherslur og áhugasvið jafnvel okkar Alþýðubanda- lagskvenna fara ekki alltaf saman. Með því að byggja upp hópa sem víðast um landið þar sem konur geta unnið að þeim málum sem þær telja efst á baugi og með því að samþykkja á aðalfundi ár hvert helstu áherslur næsta starfsárs, eig- um við ef vilji er fýrir hendi að geta byggt upp einhuga og sterka kvennahreyfingu róttækra jafnað- arkvenna. Víst er að þörfin er fýrir hendi. Höfundur er í undirbúnings- nefnd kvennahreyfingarinnar

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.