Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 28. JANUAR 1994 Alþýðubandalagtð Landsbyggðin vill frið í Reykjavík Frétt í Morgunblaðinu í síðustu viku um deilur milli alþýðubandalagsmanna í Reykjavík kom faxtækinu á skrifstofu Alþýðubandalagsins til að tifa skilaboð- um frá landsbyggðinni. Efnislega var boðskapurinn þessi: Takið ykkur saman í andlitinu og náið sáttum um fram- boðsmálin í höfuðborginni. Núna er ekki tíminn til að efna til illinda í flokknum. Hitt er þó líklegra að öldurn- ar eigi eftir að rísa enn hærra áður en niðurstaða fæst um skipun í sæti Al- þýðubandalagsins á sameiginlegum lista minnihlutaflokkanna til borgar- stjórnarkosninganna í vor. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON W¥A rví' IHmiáfi h‘ 'í t A' X Pi Árni Þór Sigurðsson formaður kjördœmis- ráðs og Arthúr Morthens varafor- maður unnu sáman að þvífyrir hönd Al- þýðubandalagsins að gera sameiginlegt framboð minnihluta- flokkanna að veru- leika. Núna keppa þeir að sama sœtinu á framboðslistanum og átök eru í aðsigi. Myndin var tekin á fundinum sem Árni Þór tilkynnti um hug sinn á fimmta sœtinu Fáir bjuggust við öðru en að sátt myndi nást um íram- bjóðendur Alþýðubanda- lagsins í þau sæti sem flokknum eru ætluð á lista sameiginlegs framboðs minnihlutaflokkanna í Reykjavík. Flokkurinn brenndi sig illa á sundrungunni við síðustu borgar- stjórnarkosningar þegar drjúgur hópur alþýðubandalagsmanna gekk til liðs við Nýjan vettvang. Mönnum er í fersku minni að und- ir lok kosningabaráttunnar var orrahríðin mest á milli framboðs- lista Alþýðubandalagsins og Nýs vettvangs á meðan Sjálfstæðis- flokkurinn sigldi lygnan sjó og inn- byrti afgerandi meirihluta á kosn- ingadag. Allt átti þetta að vera öðruvísi fyrir þessar kosningar. Haustið 1992 var stofnað kjördæmisráð í Reykjavík þar sem félögin þrjú, Al- þýðubandalagið í Reykjavík (ABR), Birting og Æskulýðsfylkingin áttu fúlltrúa. Stjórn kjördæmisráðsins gegnir mikilvægu hlutverki með því að hún stjórnar vinnunni við framboð flokksins f Reykjavík. - Við verðum að læra af reynsl- unni frá kosningunum 1990 og ekki láta það endurtaka sig að tveir ffamboðslistar kljúfi Alþýðubanda- lagsfólk í tvær fylkingar, sagði Arni Þór Sigurðsson formaður kjör- dæmisráðsins í viðtali við Viku- blaðið í vor. I þessum anda var unnið í sumar og haust og áður en alvara komst í viðræður um sameiginlegt fram- boð minnihlutaflokkanna steíhdi jafnvel í það að samið yrði um skip- an á framboðslista Alþýðubanda- lagsins. Ekkert hafði verið rætt um forval eða aðrar leiðir til að skipa á lista og því eru engar samþykktir til í kjördæmisráðinu um hvernig skuli valið á lista flokksins í Reykja- vík. Almenn ánægja var með þann árangur að minnihlutaflokkarnir náðu samkomulagi um einn fram- boðslista. Formaður kjördæmis- ráðs, Arni Þór, og varaformaður, Arthúr Morthens, tóku þátt í þess- um viðræðum fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins. Spnrning um Mogga- fygi - Eg vonaði að þetta væri éins og hver önnur Moggalýgi, sagði Sveinn Kristinsson, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesmrlandi, um baksíðuuppslátt Morgunblaðsins á laugardag um átök í Alþýðubandalaginu í Reykja- vík. Um helgina fengu flokksmenn úti á landi veður af flokkadráttum í höfuðborginni. - Eg er voðalega hrygg yfir þess- um áflogum í Reykjavík. Alþýðu- bandalagið er ekki það stórt að það sé til skiptanna, sagði Bryndís G. Friðgeirsdóttir bæjarstjórnarmað- ur á Isafirði og varaþingmaður í samtali við blaðamann á mánudag. Elma Guðmundsdóttir ritstjóri Austurlands og formaður kjör- nefhdar í Neskaupstað vonaði inni- lega að menn næðu áttum. - Það sýnir ákveðið þroskaleysi að menn skuli ekki koma sér saman um frambjóðendur og það er vont að fá upp þessar deilur effir tal manna um sættir á landsfundinum, segir Elrna. Sunnlendingar sendu fram- kvæmdastjórn flokksins formlegt erindi á mánudag þar sem stjórn kjördæmisráðsins á Suðurlandi fer fram á það við framkvæmdastjórn- ina að hún „grípi þegar inn í at- burðarásina og tryggi það að friður og sátt ríki um röðun fulltrúa al- þýðubandalagsfélaganna á listann." Spurning um lýðræði Á lista framboðs minnihluta- flokkanna í Reykjavík skipar Al- þýðubandalagið í tvö sæti af efstu tíu. Manna á meðal var farið að tala um að Guðrún Ágústdóttir færi í annað sætið og Arthúr Morthens í það fimmta. Guðrún kemur úr ABR en Arthúr úr Birtingu. Samt sem áður hafði ekkert samkomulag verið gert um slíka skipan mála. Frarn á þriðjudag í þessari viku gerðu sumir sér vonir um að flokk- urinn í Reykjavík inyndi koma sér saman um einstaklinga á framboðs- lista án erfiðleika og átaka. Það hefði innsiglað sættir milli þeirra fylkinga sem smddu hvor sitt fram- boðið við síðustu borgarstjórnar- kosningar. Stjórn kjördæmisráðs kom saman það síðdegi og Árni Þór formaður kjördæmisráðs til- kynnti Arthúri varaformanni ráðs- ins að hann stefndi á fiminta sætið á framboðslista minnihlutaflokk- anna, sætið sem Arthúr hafði auga- stað á. Árni Þór er ABR-maður og Birt- ingarmenn líta svo á að núna eigi að sópa þeim út af borðinu. - Framboð Árna Þórs er ekki friðarframboð. ABR vill gera upp við Nýjan Vettvang með þessum hætti, segir Arthúr Morthens. Árni Þór lítur öðruvísi á málið. - Það verða lýðræðislegar kosn- ingar um frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins. Þetta þarf ekki að vera erfitt, segir Árni og bætir við að það sé óþolandi að minnihluti flokksmanna kúgi meirihlutann. - Engin einstök flokksfélög eða einstaklingar geta gert kröfu um á- kveðin sæti, segir Árni. Guðrún Ágústdóttir segir enga eiga sæti á listum sem Alþýðu- bandalagið stendur að, hvorki ABR né Birtingu. - Ef eftirspurn eftir sætum er meiri en framboð þá er lýðræðis- legt að kjósa, segir Guðrún og bendir á að þetta sé sá háttur sem aðrir stjórmálaflokkar hafa á við skipan framboðslista. Spurning um erfiðleika - Eg er langþreyttur á þessum deilum í Reykjavík. Þær eru komn- ar langt út fyrir eðlilegan málefna- ágreining, segir Sveinn Rristinsson á Akranesi og er ekki í nokkrum vafa um að átök í Reykjavík eyði- leggi fýrir flokksstarfinu úti á landi. - Flokkurinn í Reykjavík er móðurskipið og ef það er óeining þar er hún miskunnarlaust notuð í kosningabaráttunni úti á landi. Við getum ekki þrætt fyrir það sem augljóst er og verðum að benda á eindrægnina hér heima. En það er ekki stórmannlegt að þurfa að gera þetta svona, segir Sveinn. Bryndís G. Friðgeirsdóttir á Isa- firði segir það vera fóður fyrir and- stæðinginn þegar fréttist af deilum alþýðubanda- lagsmanna í Reykjavík. Hún hefur þó ekki miklar áhyggjur af því að ísfirsk sveitarstjórnarpólitík muni líða fyrir óeiningu í höfðuðborginni. Sjálf- stæðisflokkurinn á Isafirði er klofinn, enda voru tveir D-listar í framboði við síðustu kosningar. Atök á heimavígstöðum eru fréttnæmari en stríð á fjarlægari slóð. - Þetta er höfuðborgin okkar allra og þess vegna skiptir það landsbyggða- fólk máli þegar ágrein- ingur er í Alþýðubanda- laginu í Reykjavík. Minnihlutinn í Reykjavík fær ekki annað tækifæri til að fella Sjálfstæðisflokk- inn og það yrði hörmu- legt ef átök í Alþýðu- bandalaginu yrðu til að eyðileggja það, segir Elma Guðmundsdóttir á Neskaupstað. • „Ef félagar í Reykjavík treysta sér ekki til að vinna saman á mál- efhalegan hátt að sameiginlegum markmiðum er ljóst að þeir munu ekki aðeins skaða sameiginlegt framboð í Reykjavík heldur og framboð alþýðubandalagsmanna um allt land við sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Það er algjör- lega óásættanlegt að fámennur hópur félaga í Reykjavík ógni ffamtíð flokksstarfsins með þeim hætti,“ segir í samþykkt stjórnar kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Spuming um hápunkt Á þriðjudagsfúndinum í stjórn kjördæmaráðsins var ákveðið að kalla ráðið saman 2. febrúar til að ákveða hvernig skuli skipað í sæti Alþýðubandalagsins á sameiginleg- um lista minnihlutaflokkanna. Tíminn er naumur. Samkomulagið á milli minnihlutaflokkanna gerir ráð fyrir að 12. febrúar liggi ljóst fyrir hvaða einstaklingar skipi list- ann. Arthúr Morthens segir enn ráð- rúm til að semja um ffambjóðend- ur Alþýðubandalagsins. Verði kosningar í formi forvals eða skoðanakönnunar má búast við að barist verði um bæði sætin sem flokknum er ætlað að skipa borgar- fulltrúakandídata í. Aðal- og varamenn í kjördæma- ráði eru rúmlega 80 og þeir taka formlega ákvörðun um hvernig staðið verður að málinu. - Kosningamar 1990 vom há- punktur á nokkurra ára þróun. Það eirnir enn af tortryggni en við verðum að treysta hvort öðm. Ef menn ná ekki að standa saman er illa komið fyrir Alþýðubandalaginu og félagshyggjufólki í Reykjavík. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson formaður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í viðtali við Vikublaðið í vor. Niðurstaðan 2. febrúar mun skera úr um það hvort hápunktin- um hafi verið náð fyrir fjómm ámm eða hvort átakasaga Alþýðu- bandalagsins nái nýjum hæðum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1994. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- félaganna í Reykjavík FUNDUR verður haldinn í Kjördæmisráði Alþýðubandalags- félaganna í Reykjavík, miðvikudaginn 2. febrúar nk. kl. 20.30 á Kornhlöðuloftinu á Bernhöftstorfu v/ Bankastræti. Dagskrá: Sameiginlegt framboð við borgarstjórnarkosning- arnar í vor: Staða málefnavinnunnar. Ákvörðun um tilhögun við val á fulltrúum Alþýðu- bandalagsins á sameiginlegan lista. F.h. stjórnar Kjördæmisráðsins Árni Þór Sigurðsson formaður A UGL ÝSING FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS í Seðlabanka íslands eru tvær stöður bankastjóra lausar. Samkvæmt lögum um Seðlabanka fslands skipar ráðherra í stöðu banka- stjóra að fengnum tillögum bankaráðs. Bankaráðið auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreindar stöður til undirbúnings tillögugerðar. í umsókn skal ítarlega greint frá menntun og starfsferli umsækjanda. Umsóknir sendist Seðlabanka íslands, Ágústi Einarssyni, formanni bankaráðs, Kalkofnsvegj 1,150 Reykjavík, fyrir 4. mars 1994. Reykjavík, 20.janúar 1994, SEÐLABANKIÍSLANDS Bankaráð

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.