Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 10
10 Menningiii VIKUBLAÐIÐ 28. JANÚAR 1994 Hin lífseiga von Um sjálfsævisögu Alexanders Dubcek Hope dies last The autabiography of Alexander Dubcek Harper Collins Publishers 1993. Fæst hjá Máli og menningu Verð: 2.49S kr. Þegar hugtökin perestroika (umbætur) og glasnost (opnun) voru kynnt í póli- tískri umræðu í Sovétríkjunum um 1986, varð til brandari í Tékkóslóvakíu sem hljóðaði svona: „Hver er munurinn á Gorbatjof og Dubcek? 20 ár!- Alexander Ðubcek (1921-1992) varð aðalrit- ari Kommúnistaflokksins 8. janúar 1968 og reyndi „að gefa sósíalism- anum mannlegt yfirbragð“. Draumur hans var brotinn á bak aftur þegar hersveitir Varsjár- bandalagsins (að her Ceaucescu Rúmeníuforseta undanskildum) hélt innreið sína í landið nóttina milli 20. og 21. ágúst 1968. Vonin brast en lifnaði að nýju með Flauelsbyltingunni svokölluðu í nóvember 1989. Hrun hins sovét- ættaða valdakerfis í Prag var firið- samlegt - mjúkt eins og flauel. Til er hrífandi mynd af Vaclav Havel, sem er Tékki, og Alexander Dubcek, sem var Slóvaki, saman frammi fyrir fagnandi mannljöld- anum á Wenceslas-torgi hinn 26. nóvember 1989. Faðir Vorsins í Prag átti sér aðra draumsýn; að viðhalda einingu Tékkóslóvakíu, en eins og kunnugt er sprakk hún í frumeindir sínar á sársaukafullan hátt. í desember 1989 var Havel, fyrrum andófs- maður, kosinn forseti landsins og ' Dubcek varð forseti þingsins. Það leið ekki á löngu þar til Tékklend- ingar og Slóvakar hótuðu að slíta ríkjasambandinu. Fjórum mánuð- uin eftir að Dubcek lést í umferð- arslysi (sem grunur leikur nú á að hafi ekki verið ,,slys“), varð sundr- ungin formlega staðfest. Frá 1. jan- úar 1993 hefur Tékkland með Havel sem forseta landsins og Slóvakía, þar sem hörð valdabar- átta gegn Michael Kovac forseta og Vladimir Meciar forsætisráðherra á sér stað, verið tvö sjálfstæð ríki. Ríkið Tékkóslóvakía var búið til á pappírnum eftir fyrri heimstyrj- öldina upp úr leifum Austurrísk- ungverska keisaradæmisins: Bæ- heimur og Móravía (sem tilheyra Tékklandi) annars vegar og hin vanþróaða Slóvakía hins vegar. Frakkar og Bretar litu á þessa ríkja- stofnun fyrst og ffiemst sem póli- tíska brellu til að sundra hinum þýskumælandi þjóðum og þjóðar- brotum í Mið-Evrópu. Þegar Flitler komst til valda var eitt af markmiðum hans að brjóta Tékkóslóvakíu upp: hann hrifsaði Súdetaland til sín og naut í því hugleysis Vesturveldanna í Munchen 1938 og studdi lepp- stjórn fasistans JosefTiso í Slóvak- íu 1938-1945. Þannig var uinhorfs í Slóvakíu þegar Dubcek kom til landsins eft- ir að hafa varið bernsku sinni og unglingsárum í Sovétríkjunum. Hann gerðist félagi í ólöglegum Kommúnistaflokknum og tók þátt í baráttu skæruliða gegn nasistum ásamt bróður sínum Julius sem var drepinn. Hann kvæntist Onnu Borsekovu 1945, en hún lést 1990, átti með henni þrjú börn og allt bendir til að hann hafi lifað ham- ingjuríku fjölskyldulífi. Arið 1949 var hann kjörinn ritari flokksdeild- ar sinnar og átti síðan velgengni að Bíll Dubceks eftir slysið 1. september 1992 þar sem hann lét lífið. Þráttfyrir útlegðardóminn entist Dubcek lengur en dámarar hans. fagna allt til 1968 þegar hann var kjörinn aðalritari flokksins. I þessari hrífandi bók er átökun- um í febrúar 1948 lýst. Þá tóku vopnaðar sveitir kommúnista völd- in, en þeir höfðu fengið 40% at- kvæða í kosningum. Á árunum 1950-52 ríkti ógnarástand, leynilögreglan beitti ógnunum, mannránum og pyntingum, og eft- ir sýndarréttarhöld í nóvember 1952 voru ellefú kommúnistaleið- togar, flestir gyðingar og þeirra á meðal Rudolf Slansky aðalritari, teknir af lífi. Eftir að Dubcek lét rannsaka þessi voðaverk síðar sagði hann: „Þegar staðreyndirnar um þessa kúgun komu ffiam í dagsljós- ið var ég sem lamaður." (bls 85) Eftir innblásnar lýsingar á Vor- inu í Prag fer Dubcek með lesend- ur sína inn í nokkurs konar póli- tískan júragarð - heim risaeðlanna. 1 tuttugasta kafla (Á tali við risaeðl- ur) kynnumst við Rússanum Brés- nef, Ungverjanum Janos Kadar, Pólverjanum Gomulka, Austur- Þjóðverjanum Walter Ulbricht, Búlgaranum Zhivkov. Við okkur blasir líka mynd námsmannsins Jan Palach sem kveikti í sér 16. janúar 1969 til að mótmæla hernámi Tékkóslóvakíu. Eg var sjálfúr í Prag í júní 1983 á evrópskri friðarráðstefnu. Fyrrum stuðningsmenn Dubcek sögðu mér þá frá svörtum listum stjórnvalda í tíð Gustavs Husaks sem stóð fyrir svokallaðri normaliseringu. Þá var Dubcek pólitískur útlagi og vann sem vélvirki fyrir Skógaumsýslu Slóvakíu. Þessi útlegð varaði í alls 19 ár, en að þeim liðnum voru hug- myndir hans loks viðurkenndar. Kvikmyndir Sælkeramyndir á dagskrá Hreyfimyndafélagsins Hreyfimyndafélagið sem er samstarfsverkefiú Há- skólabíós og Stúdentaráðs hefur frá upphafi nær einungis boðið upp á athyglisverðar myndir, hvort sem er um perlur kvik- myndasögunnar að ræða eða nýrri myndir sem hlotið hafa hylli uin víðan völl. Á næstu mánuðum verður lítið brugðið ffiá þessari stefúu, valið er fjölbreytilegt og víst er að flestir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Þó svo að ekki sé komið stað- og skjalfest dagskrá að sýningum félagsins hef ég í hyggju að leyfa lesendum að finna smjörþefinn af því sem verð- ur á boðstólnum. Fyrst má nefna snilldarverk Fellini's, 8 */2, með Marcello Ma- stroianni í aðalhlutverki. Myndin er talin vera eins konar sálgreining Fellini's á sjálfum sér og er sjálfsagt að líta á hana til að heiðra minn- ingu hans. Einnig verður sýnd fyrsta mynd írska leikstjórans Neil Jordan, sem gerði síðast myndina The Crying Game, og er þessa stundina að reyna að gera blóðsugu úr Tom Cruise í myndinni Intervi- ew with a Vampire. Myndin heitir Angel og vakti mikla athygli í Cannes þegar hún var sýnd þar 1982. Aðalhlutverkið leikur Steph- Félagið hefúr reglulega haldið hátíðir til að heiðra vissa kvik- myndagerðarmenn. Nú síðast var haldin afar vel heppnuð Roman Polanski hátíð, en á þessu misseri verður sjálfur Orson Welles heiðr- aður og sýnd m.a. mynd hans Cit- izen Kane sem þykir einhver bcsta kvikmynd sögunnar. Aðrar myndir á Welles hátíðinni eru óstaðfestar en ekki er ólíklegt að titlar eins og Magnificent Ambersons og Touch of Evil verði þeirra á meðal. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér menningarheim sem er að nær öllu ólíkur okkar eigin verð- ur haldin hátíð þar sem einungis baskneskar myndir verða á boðstólnum. Engir titlar hafa verið staðfestir þar. Sýnd verður rokk- óperan Tommy eftir meðlimi The Who, leikstýrð af Ken Russell, mynd sem á tvímælalaust erindi í kvikmyhdahús þar sem hún nýtur sín engan veginn á myndbandi. Einnig verður boðið upp á aðra tónlistarmynd, Don't look back, sem er eins konar óformleg heim- ildarmynd um tónleikaferðalag Bob Dylan um England árið 1965. Nýleg mynd eftir kanadíska Ieik- stjóran John Kent Harrison verður sýnd, heitir hún Beautiful Drea- rners og gerist á Viktoríutímabil- en Rea, sem leikur einnig í Crying game og Interview with a Vampire. Einnig gefst kostur á að sjá mynd Peter Bogdanovich, Last Picture Show, sem hefur sankað að sér æ flefii aðdáendum í gegnum árin. Mynd Orson Welles, Citizen Kane eða Borgari Kane, er ein stórbrotnasta mynd kvikmyndasögunnar. Hún verður á dagskrá Hreyfimyndafélagsins. inu í Englandi. Að síðustu verður haldin hátíð þar sem sýndar verða austurlenskar myndir af þeirri tegund sem hefur notið vaxandi vinsælda á vestur- löndum, ekki síst hér á íslandi þar sem fólk er farið að tala um eitt- hvað „Manga æði“. Hvort sem téð æði er staðreynd eða auglýsingar- brella, má búast við góðri aðsókn á myndina Akira sein sýnd verður á hátíðinni. Hún er teiknimynd í vís- indaskáldsögustíl frá 1988 og má í raun segja að hún hafi frekar en aðrar kynnt þennan geira japanskra „fullorðinsteiknimynda“ fyrir öðr- um en Japönum sjálfum. Myndin er í leikstjórn Katsuhiro Otomo og inniheldur einhverjar stórbrotnustu senur sem sést hafa í teiknimyndum frá upphafi. Einnig verður boðið upp á myndina Terr- orizer, sem ég veit lítil deili á, en myndin Tetsuo 2: Body Hammer er eiginlega endurgerð á fyrri Tetsuo myndinni sem var svart- hvít, en leikstjóranum, Shinya Tsukamoto, fannst tilvalið að gera litaútgáfú þar sem hann hafði meiri pening milli handanna. Myndin þykir einhver besta útfærsla á „cyberpunk" hugtakinu sem fest hefur verið á filmu. Þá er það upptalið sem Hreyfi- myndafélagið hefur á prjónunum að bjóða upp á næstu mánuðina. Þetta getur að sjálfsögðu allt breyst, myndir dottið út og aðrar komið inn í staðinn, en ef dagskrá- in helst að mestu óbreytt tel ég að bíóunnendur geti vel við unað. Komið er inn á inörg svið listarinn- ar og þess gætt að vera ekki ein- göngu með þungar listrænar myndir. Slíkt myndaval myndi ein- ungis valda því að enn afmarkaðri hópur sæi myndirnar og Félagið stæði einfaldlega ekki undir kostn- aði. Persónulega þætti mér mikill missir ef félag þetta yrði að leggja upp laupanna, ef ekki væri fyrir starfsemi sem þessa myndu bíó- gestir nútímans eflaust aldrei fá tækifæri til að sjá þessar myndir á tjaldi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.