Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 28. JANUAR 1994 Af erlendum vettvangi 11 Bill Clinton var kosinn fer- tugasti og annar forseti Bandaríkjanna þann 3. nóv- ernber 1992 og þar með lauk tólf ára valdaferli repúblikana í Hvíta húsinu. Jafhframt var þetta í ní- unda skipti í sögu Bandaríkjanna sem starfandi forseti nær ekki end- urkjöri. Síðast gerðist það árið 1980 er Ronald Reagan sigraði demókratann Jimmy Carter. Bush var fyrsti forseti repúblikana sem ekki fékk umboð kjósenda til að sitja annað kjörtímabil í forsetastóli frá því að Franklin Delano Roos- evelt felldi Herbert Hoover 1932. Fallið hjá Bush var því mikið, sök- urn þess að ekki voru liðnir margir mánuðir frá því að hann var í röð vinsælustu forseta Bandaríkjanna. Kosningarnar fóru á þann veg að Clinton fékk 370 kjörmenn og hafði betur í 33 fýlkjum. Bush fékk 168 kjörmenn og hafði betur í 18 fylkjum, Perot fékk engan kjör- mann. Kjörntenn Bandaríkjanna eru 538, þannig að ljóst er að Clinton vann yfirburðasigur. Þegar atkv<eði forsetafi-ambjóð- endanna þriggja ern athugnð nánar með tilliti til þjóðfélags- hópa þá kemur það mjög skýrt í Ijós að Clintonfékk atkvæði þeirra sem minna mega sín í Bandaríkj- nnum. Ilann fékk flest atkvæði blökkumanna (82%), spænsku- mælandi Ameríkana (62%), at- vinnulausra, fátækra, þeirra sem einungis eru með gagnfræðaskóla- menntun (43%) og einnig um 55% atkvæða þeirra sem ekki hafa út- skrifastúr gagnfræðaskóla. Clinton fékk þrjú af hverjum fimm atkvæð- um þeirra sem eru á mörkum fá- tæktar eða undir þeim, en hann fékk einungis eitt af hverjum þrem- ur atkvæðum vel stæðra kjósenda. Clinton fékk hærra hlutfall at- kvæða frá gyðingum (78%), en ffá öðrum hvíturn þjóðfélags- eða trú- arhópum. Einnig skiptist stuðning- ur við flokkana/frambjóðendurna ójafnt eftir kyni. Oftast nær hefúr reglan verið sú að hærra hlutfall karlmanna kýs repúblikanaflokk- inn, en meirihluti kvenna kýs demókrataflokkinn. I kosningun- um 1992 var stuðningur kvenna al- mennt 5% meiri við Bill Clinton en stuðningur karla við hann. O- giftar konur veitm Bill Clinton meiri smðning (51%), en giftar (42%). Hvað Bush varðar þá sýndu karlmenn honum ekki mikla holl- usm, í staðinn drógust þeir meira en konur að Ross Perot. Samt sem áður fékk Bush smðning 40% giftra karlmanna (Clinton 38%), en aðeins 32% ógiftra (Clinton 45%). Kynferði er kannski ekki meginskýringin á skiptingu at- kvæða. Smðningur kvenna við demókrata er ffekar afleiðing efha- hagslegrar stöðu þeirra. Smðning- urinn við Clinton var sérstaklega mikill rneðal kvenna, sem stóðu fjárhagslega illa; voru ógiftar, úti- vinnandi eða svartar. En Bush hlaut aftur á móti smðning þeirra kvenna sent voru heimavinnandi og bemr stæðar. I forsetakosningum eins og öðr- um kosningum hefur flokkurinn og hugmyndafræðin að sjálfsögðu sín áhrif á skiptingu atkvæða. Clinton gekk miklu bemr að halda gömlum smðningi og að ná nýjum kjósend- um til sín. Jafhvel með tilliti til framboðs Perots, þá vai> Clinton þess megnugur að halda atkvæðum Clinton hefur komist vel fró fyrsta embættisóri sínu. Hverjir kusu honn og hvaða breytinga kröfóust þeir? demókrata ntjög nálægt þeim fjölda sem Dukakis náði 1988. Mest valt á kjósendum sem voru hófsamir hugmyndafræðilega (id- eological moderates), en þeir voru stærsti hópurinn, sem sýndi mikla breytingu á milli þessara tveggja flokka, Clinton í hag. Bush aftur á móti tapaði allsstaðar, þó sérstak- lega á meðal miðju-repúblikana og bæði hjá hófsömum (moderate) og óháðum íhaldsmönnum (conserv- ative independent). Atkvæði Bush komu nánast al- gjörlega frá fólki sem kaus hann 1988. En Clinton fékk atkvæði úr miklu fleiri áttum, hann hélt nær öllum sem kusu Dukakis árið 1988 og náði til sín kjósendum sem áður höfðu kosið Bush, að ógleymdum nýjum stuðningsmönnum sem kusu ekki fjórum árum áður. Kosningabaráttan 1992 var aug- ljóslega öðruvísi en árin á undan. Ný tækni var notuð og baráttan byggð á einstaklingshyggju. Þessi nýja tækni var grundvölluð á notk- un ljósvakamiðla, kapalsjónvarpi, notkun gervitungla og fleira. At- hygli kjósenda fór upp úr öllu valdi, sem endurspeglaðist í mikilli hlustun á landsfundi og horfun á kappræður frambjóðendanna sem frarn fóru í sjónvarpi. Til þess að taka ákvörðun um það hvaða ffam- bjóðanda kjósendur æmi að greiða atkvæði, þá einblíndu þeir á mál- efhi og gagnrýndu harðlega per- sónulegar árásir. Alla kosningabar- átmna reyndi Bush að bægja at- hygli almennings ffá efhahagsá- standinu í landinu og að persónu- leika Clintons, með áherslu á lífs- stíl hans og undanbrögð frá her- þjónusm. Slagorð repúblikana varð „traust“ og demókrata „breyting- ar“. Elhahagskreppa, atvinnuleysi, vaxandi glæpatíðni í stórborg- unum, vanþróað heilbrigðiskerfi, misskipting auðs og hnignandi menntakerfi vom þeir málaflokkar sem efstir vom í hugum kjósenda á kjördag. George Bush greip ekki tækifærið eftir sigurinn glæsta í Persaflóastríðinu til að hrifsa til sín ffumkvæðið og boða sókn í átt til ffamfara, félagslegra urnbóta og lífskjarajöfhunar í bandarísku sam- félagi. Trúlega vom það ein mesm mistök hans. Þær skattahækkanir sem Clinton boðaði í kosningabarátm sinni munu bima á heimiluin þar sem tekjur em hærri en sem svarar uni ellefu milljónum íslenskra króna á ári, í raun er þetta ekkert annað en hátekjuskatmr. Sigur Clintons en ósigur Bush má rekja til margskon- ar mistaka sem hinn síðarnefhdi og undirsátar hans gerðust sekir um. Bush sveik loforðið ffá 1988 um að hækka ekki skatta í forsetatíð sinni, hann brást heldur ekki við efha- hagskreppunni í Bandaríkjunum og atvinnuleysinu sem henni hefur fylgt. Flestir em sammála um að kosningabarátta Bush hafi verið líf- vana frá upphafi. Hún hafi byrjað helst til seint og síðan hafi lítið far- ið fyrir fmmleikanum og hug- myndafluginu. Hin neikvæða aug- lýsingaherferð gegn Clinton mis- tókst. Almenningur reyndist ekki reiðubúinn til að hlýða á boðskap Bush. Viðleitni hans til að ná til bandaríska meðaljónsins inistókst. Beiðni hans til alþýðu manna um að tryggja honum fjögur ár til við- bótar í Hvíta húsinu var hafhað. Þegar litdð er ffamhjá þeirri áherslu sem Bush lagði á að Clint- on væri eldci treystandi fýrir hús- bóndavaldi í Hvíta húsinu, standa tvö mál upp úr sem urðu Bush tví- mælaust að falli. I'ullyrðingar Bush og fylgismanna hans um að repúblikönum væri einum treyst- andi á vettvangi utanríkismála, skipm ekki máli í hugum kjósenda þar eð kalda stríðið heyrði sögunni tdl. Þróun alþjóðamála gerði það einnig að verkurn að repúblikanar gátu ekki nýtt sér yfirburði, reynslu og þekkingu Bush á því sviði. Hitt atriðið sem brást að þessu sinni var kjarninn í heimspeki repúblikana- flokksins, að ríkisafskipti þau sem demókratar boða kalli á aukna skattheimtu og takmarki svigrúm einstaklingsins. Kosningabarátta Clintons var afar vel skipulögð og þrek hans að- dáunarvert. Talsmenn demókrata brugðust jafhan fljótt við er sótt var að mannorði Clintons og banda- ríska þjóðin var tilbúin til að leggja við hlustir. Bandarískir ffétta- skýrendur halda því ffam að þetta flökt Bush á milli áherslna hafi að lokum kostað hann forsetaembætt- ið. Hann veigraði sér við að tala urn það sem rnestu máli skiptd, efnahagsmálin, og reyndi að telja fólki trú um að allt væri í lagi með hagstjórnina þótt almenningur fýndi það best á pyngju sinni að svo var ekki. Olíkur stíll í kosningabar- áttunni réð lílca miklu um úrslit, Clinton virðist hafa verið með boðlegri stefhuskrá en Bush í þeim málefiium sem mestu máli skiptu í kosningunum fýrir Bandaríkin. Nú þegar eitt ár er liðið frá því að Clinton tók við embætti, þá lifa Ameríkanar á milli vonar og ótta, leitandi að aðferðum til að leiða þjóðina í gegnum hremmingar þessarar aldar. Sjálfsagt hefði for7 setinn getað gert margt verra en að fýlgja eftirfarandi spakmæki: „...að snúa affur til heilbrigðrar skyn- semi“. Það eru tímar fagnaðar og örvæntingar. Flestir harðstjórar kommúnism- ans eru horfiúr, en friði í heirnin- um er nú raskað með deilum á rnilli þjóða eða þjóðernisbrota. Kjarn- orkuvopn eru ekki lengur ógn í borgum Bandaríkjanna, heldur eru það eimrlyfin sem valda mörgum áhyggjum. Tölvur koma stöðugt með nýjar upplýsingar í skólastof- urnar á meðan óttinn við byssu- skothríð er vaxandi meðal skóla- nemenda. Eins og aðrir forysm- menn og leiðtogar þá hefur Clint- on gert mistök, en því má ekki gleyma að hann hefúr tekið forystu í erfiðu pólitísku kerfi, lokkað það til aðgerða og uppskorið ffamfarir í endurlífguðu efhahagskerfi. Traust kjósenda hefur farið upp á við, en hlutfall atvinnuleysis og athygli al- mennings hefur farið niður á við. I könnun sem gerð var nýlega fyrir tímaritið U.S. News kemur í ljós að 59% aðspurðra segja Bandaríkjamenn hafa ástæðu til að óttast mjög um framtíð þjóðarinn- ar, en einungis 34% aðspurSfa halda að hægt sé að leysa vandamál hennar eins og áður. Þegar þátttak- endur í könnunni eru spurðir um hvort þeir haldi að börnum þeirra muni vegna bemr eða verr en þeim sjálfum, svara 28% betur en 37% verr. Meirihluti Ameríkana er nokkuð sátmr við aðgerðir Clintons í efha- hagsmálum. I httgum 40% að- spurðra eru gbepir, ojbeldi, eitur- lyj' og byssur helsta vandamál þjóðarinnar. 15% aðspurðra nefha efnahagslegt ástand þjóðarinnar og atvinnuleysi, 7% tala um siðferði'— og trúarbrögð, 5% telja mennmn helsta vandamálið og 3% heil- brigðiskerfið. Tveir af hverjum þremur Ameríkönum segja að rík- isstjómin eigi að taka virkan þátt í að leysa alvarlegusm vandamál þjóðarinnar og nánast jafh margir em tilbúnir til að greiða hærri skatta til að fjármagna það mark- mið. Þegar spurt er um hæfhi ríkis- stjórnarinnar til að leysa úr þessum tilteknu vandamálum, segja 42% hana „mikla“ eða „nokkra“ og 42% telja ríkisstjómina hafa „enga“ eða „ekki mikla hæfileika". Síðan em 16% sem vilja meina að hæfnin sé lítdl. Af þessu má draga þá ályktiífT að hugur kjósenda í garð Clintons og ríkisstjórnar hans er rnjög skipt- ur, og ef forsetinn á að halda vin- sældum sínum verður hann að láta verkin tala. Hann verður að knýja fram þær breytingar sem hann lofaði þjóðinni. Höfundur er stjómmálafræð- ingur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.