Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 13

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 28. JANUAR 1994 13 JAFNRETTI AUSTURS OG VESTURS Umrœðan um utan- ríkismál heldur áfram á síðum Vikublaðsins og hér er hvatt til þess að íslendingar íhuga hvort bjóða eigi Austur-Evrópuríkjum aðild að Evrópska efnahagssvœðinu. Lýðveldisárið 1944 var tíma- mótaár í íslandssögunni, ekki aðeins vegna þess að íslendingar hlutu fullt sjálfstæði, heldur líka vegna þeirra framfara sem fylgdu í kjölfarið. Islendingar drógust inn í heimstyrjöldina síðari án þess að upplifa þær hörmungar sem hún kallaði yfir mest alla heimsbyggðina. Hemáminu fylgdi rnikil vinna og kærkominn gjaldeyrir og ekki síst nýr lífsstíll. Fiskverð hækkaði upp úr öllu valdi á meginlandinu og ferskfiskútflutningur jókst til mikilla muna til Bretlands þó sigl- ingar um Norður-Atlantshaf væm sannkallaðar svaðilfarir. Aldagam- alt bændasamfélag var að breytast í sjávarútvegsþjóð. Danmörk var hernumin af Þjóð- verjum og tengslin við gamla ný- lenduherrann endanlega rofin. Um leið opnuðust dyrnar til umheims- ins. Þann 17. júní 1944 upplifði ís- lenska þjóðin á sinn hátt þær miklu breytingar sem síðari heimstyrj- öldin hafði í för með sér um heim allan. Stríðið var upphafið að nýrri gullöld x íslandssögxmni. Upp- þygging fiskiskipastólsins og fisk- vitmslunnar var æfintýri líkust og innan fárra áratuga var ísland kom- ið í hóp þeirra ríkja sem buðu þegnum sínum upp á bestu lífsgæði sem völ var á. Þær miklu ffamfarir sem hér urðu vom ekkert einsdæmi í Vest- ur-Evrópu, en gagnstætt öðrum Evrópubúum upplifðu íslendingar efnahagsundrið og tæknibylting- una í fyrsta skipti á síðari hluta þessarar aldar. Menningarsamfélög Evrópu höfðu þróast öldum saman og nú háð tvær styrjaldir með skömmu millibili. Báðar höfðu þær gjörbreytt ríkjaskipan álfúnnar, meðal annars stöðu íslands. Þegar lýðveldishátíðin stóð sem hæst á Þingvöllum fyrir 50 árum var heimstyrjöldin að snúast bandamörmum í hag. Enn á ný voru breytingar á landakorti Evr- ópu í vændum. Síðustu dagar stríðsins voru því kapphlaup bandamanna um bráðina, Evrópu framtíðarinnar. Kalda stríðið var hafið. En það var víðar barist en í Evr- ópu. Framsókn Rússa við Kyrrahaf og uppgangur kommúnismans í Kína skutu Bandaríkjamönnum slíkan skelk í bringu að þeir gripu til örþrifaráða og merktu sér Japan með afgerandi hætti. I samningaviðræðum banda- manna um ffaintíðarskipan Evrópu var staða Rússa jafn sterk og vest- urveldanna tdl samans. Sá sem hafði flest tromp á hendi hét Jósef Stalín. Tvö Þýskalönd Það bíésu kaldir vindar um Evr- ópu vorið 1945. Heil heimsálfa var í rúst og „þriðja ríkið“ gjörsigrað. Þýskaland var ekki lengur til. Landið sein Þjóðverjum var ætlað samanstóð af fjórum herteknum svæðum bandamanna. Milljónir flóttamanna reikuðu milli her- námssvæða með aleiguna í fanginu. Skjálfandi hendur skiptust á gulli og brauði, klæðnaði og smjöri. Ein þróaðasta þjóð Evrópu bjó við steinaldarhagkerfi sem einkenndist af svartamarkaðsbraski og skorti á öllum sviðum. Rauði herinn réði yfir stjómar- byggingum í Berlín og í kjallara gamla Ríkisbankans prentuðu þeir seðla eins og þeim sýndist, enda litu Rússar á peninga sem þægileg- an gjaldmiðil frekar en hagstjóm- artæki og gera enn. Afleiðingin var skefjalaus verðbólga enda vöm- ffamboð í algeru lágmarki. Sam- búð bandamanna fór stöðugt versnandi og í þrjú ár biðu Þjóð- verjar milli vonar og ótta eftir því einu að mæta örlögum sínum. Ekk- ert samkomulag náist um að koma á fót sameiginlegu peningakerfi fyrir öll herteknu svæðin og svo fór að vesturveldin ákváðu myntbreyt- ingu fyrir þau svæði sem lutu þeirra herstjóm. Ollum borgumm vest- urhlutans vom afhent 40 nýslegin vesmrþýsk mörk. Peningamagn í umferð var takmarkað og Mars- hallaðstoðin lét hjólin snúast á nýj- an leik. Efhahagslegur aðskilnaður rnilli herteknu svæðanna 1948 var upp- hafið að myndun tveggja nýrra en ólíkra ríkja, Samhandslýðveldisins Þýskalands og Alþýðulýðveldisins Þýskalands. Þrem áramgum síðar var Vestur-Þýskaland orðið öflug- asta iðnríki Evrópu og þýskir auð- hringar teygðu anga sína hringinn í kringum hnöttinn. Ausmr-Þýska- land varð hinsvegar fyrirmyndar- ríki ausmrblokkarinnar og bauð upp á meiri lífsgæði en almennt gerðist í öðmm kommúnistaríkj- um. Þýsku þjóðirnar tvær vom eins og smækkuð mynd af þeirri Evrópu sem klofhaði í tvennt í stríðslok. Hvergi var gjáin á milli ausmrs og vesmrs jafn breið og í Þýskalandi og jámtjaldið eins sýnilegt og í Berlínannúrnum. Skipting Evrópu Stofhun Atlantshafsbandalagsins 1949 varð til þess að bilið milli austurs og vesmrs breikkaði enn. Rússar viðurkenndu vamarlínu NATO enda var hún í samræmi við niðurstöðu stríðsins. Rauði herinn yfirgaf Ausmrríki og Finn- land 1955 eftir að hafa fengið tryggingu fyrir því að þau gengju ekki í NATO. Um leið stofnuðu þeir Varsjárbandalagið á sínu á- hrifasvæði og þar með var Evrópa endanlega klofin í tvær andstæðar hemaðarblokkir. Stofnun Kola- og Stálbandalags- ins, undanfara Enahagsbandalags- ins 1951, jók enn á efnahagslegan aðskilnað Ausmr- og Vesmr-Evr- ópu og smðlaði ekki síst að algjörri einangrun kommúnistaríkjanna. Myndun Efhahagsbandalags Evr- ópu og Evrópubandalagsins síðar meir undirstrikaði þá stefriu vest- urlanda að evrópublokkimar tvær ætm enga samleið, enda efnahags- kerfin gjörólík. Með því að auka hernaðar- og efhahagstengsl Vest- ur-Evrópuríkja var reynt að koma í veg fyrir breytingar á þjóðskipulagi þeirra og kapítah'skt hagkerfi fest í sessi. Ríkisstjórnir á vesturlöndum höfðu fulla ástæðu til að óttast upp- gang kommúnistaflokka í Evrópu, einkum á Italíu og í Frakklandi. Sovétmenn höfðu nóg með sitt á þcssuin ámm, enda Ausmr-Evr- ópubúar ekki allir jafn sáttir við yf- irráð Rússa. Sovétmenn héldu utan um efna- hagssamstarf Ausmr-Evrópu með því að stofna COMECON og lögðu mikið kapp á uppbyggingu þungaiðnaðar. Það sem Rússar á- litu framfarir vom ekkert annað en afturför í augum flestra Austur- Evrópubúa. Efnahagskerfi Ausmr- Evrópu var nú sniðið að fyrirmynd Sovétríkjanna, fjölþjóðaríkis sem myndaðist í kjölfar byltingar í van- þróuðu rússnesku keisaradæmi og mótaðist af varnarbarátm tveggja heimsstyrjalda og undir járnhæl Stalíns. Það má því teljast krafta- verk að Ausmr-Evrópa náði að þróast jafh hratt og raun varð á. Allar tilraunir til að koma á frjálsari stjórnarhátmm í Ausmr- Evrópu vom bældar niður af Sov- étmönnum. Vestur-Evrópubúar höfðu sínar skoðanir á innrásunum í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, en ekkert ríld á vesturlöndum sýndi minnsm tilburði til að skerast í leikinn, enda yfirráð Sovétmanna yfir Ausmr-Evrópu viðurkennd. Um Kóreu, Víemain og jafnvel Kúbu gegndi öðm máli. Þar barði Kaninn í borðið og varð sér ævin- lega til skammar við shk tækifæri. Stórborgir Austur-Evrópu bám keim af „húsagerðarlist" Stalíns og menningarlífið snerist að mestu um raunsæisstefnu sósíalismans. Vesmr-Evrópubúar meðtóku hinsvegar lágmenningu Bandaríkj- anna og „ameríski draumurinn" sí- aðist inn í hug og hjörtu vesmr- landabúa. Austur- og Vesmr-Evr- ópa héldu áffarn að fjarlægjast á öllum sviðum. Slökunarstefnan Því hefur jafhan verið haldið ffam að í Kúbudeilunni hafi hættan á hemaðarátökum og jafnvel kjam- orkustyrjöld risaveldanna verið hvað mest. Hvort það er rétt skal ósagt látið en hitt er víst að Kúbu- deilan snerist ekki bara um stað- setningu kjamaflauga við húsgafl Bandaríkjanna, heldur líka um staðsemingu skammdrægra flauga við Iandamæri Sovétríkjanna, þ.e.a.s. í Evrópu. I upphafi 7. áramgarins hófúst viðræður risaveldanna á ný og snemst þær að mesm um afvopn- unarmál, eða réttara sagt um tak- mörkun vígbúnaðar. Vígbúnaðar- kapphlaupið setti mark sitt á Evr- ópu og víðvæðing hemaðarbanda- laganna beggja kostaði evrópska skattgreiðendur ómældar fórnir. Þýsku ríkin tvö urðu þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að standa andspænis hvort öðm grá fyrir jámum. Og þótt nýjar kynslóðir hefðu vaxið úr grasi vom austur og vesmr enn svarnir óvinir. I lok 6. áramgarins og upphafi þess 7. hafði orðið hugarfarsbreyt- ing meðal almennings. Háskóla- borgir Evrópu loguðu í óeirðum og krafan um breytingar heyrðist æ oftar. Ahrifanna gætti meðal ann- ars í kosningaúrslitum um alla Vesmr-Evrópu. Nú skyldi leitað nýrra leiða í alþjóðasamskipmm. Það kom í hlut Þjóðverja að opna dyrnar til ausmrs á ný. Willy Brandt, þáverandi kanslari Vestur- Þýskalands, mótaði slökunarstefh- una svonefhdu og fylgdi henni úr hlaði með opinbemm heimsókn- um til Ausmr-Þýskalands, Póllands og Sovétríkjanna. Viðmælendur kanslarans átm því sinn þátt í því að slökun spennu milli ausmrs og vesmrs varð komið á. Um miðjan 7. áratuginn tóku viðskipti að glæðast á milli Ausmr- og Vesmr-Evrópu og svo virtist sem allir vildu tala við alla. Eftir að ísinn var brotinn var ekki affur snú- ið. Hin nýja Evrópa Aukin tengsl Austur- og Vesmr- Evrópu urðu til þess að þau áttu sameiginlega hagsmuni á ný og smám saman grófu Evrópubúar undan forræði risaveldanna. Jám- tjaldið byrjaði að ryðga og kalda stríðið breyttist í hindrun fyrir ffamþróun Evrópu. Sovétrfldn vom úr sér gengin og þegar Gorbatjof komst til valda og tók að slaka á klónni hmndi ausmr- blokkin til gmnna. Þegar Berlínar- múrinn brotnaði var eins og Evr- ópa féllist í faðma á ný, en bilið milli austurs og vesmrs var enn til staðar. Og nú hefur komið í ljós að Ausmr-Evrópuríkin að Rússlandi meðtöldu em jafn ólík og þau em mörg og má segja að efnahagsá- standið sé verra efdr því sem austar dregur. Þær vonir sem almenning- ur í Ausmr-Evrópu batt við Vest- ur-Evrópuríkin hafa ekki ræst, og munu ekki rætast í bráð. Vesmr- Evrópa er að stærstum hluta bund- in á klafa Evrópubandalagsins og umlukin himinháum tollamúmm sem bima á Ausmr-Evrópu. EB- ríkin em jafnvel að fjarlægjast aust- urhluta álfunnar um þesar mundir. Samt liggur það fyrir að jafnrétti Evrópuríkja er forsendan fyrir ffamþróun efnahagsmála í Ausmr- Evrópu og ffiði í álfunni, m.ö.o. jafn aðgangur að mörkuðum hvors annars. Það hlýmr því að vera íhugunar- efhi hvort aðild Ausmr-Evrópu- ríkja að EFTA og þar með hinu Evrópska efhahagssvæði væri væn- legur kostur til að bæta stöðu þeirra gagnvart Vesmr-Evrópu. Það er ekki nóg að ausa fé í vestræn ráðgjafafyrirtæki sem tröllríða Ausmr-Evrópu um þessar mundir og það er heldur ekki nóg að vest- ræn fyrirtæki kaupi upp það litla sem bitastætt er í iðnaði Austur- Evrópu. Það sem Ausmr-Evrópa þarf á að halda em gagnkvæmir viðsldptasamningar, aukið samstarf við vestræn fyrirtæki, aðgangur að vestrænni tækni og ekki síst hag- stæðum lánum án óframkvæman- legra skilyrða. Isleningar hafa góða reynslu af viðskipmm við Ausmr-Evrópu og Rússa og vom lengi eina NATO- ríkið sem stundaði umfangsmikil vömskipti við Ráðstjómarrfldn. Ausmr-Evrópa hefur enn upp á mikið að bjóða og því ber að nýta alla möguleika til að endumýja gömul viðskipti og koma á nýjum. Við eram dæmd til að búa í sömu heimsálfu og það veltur á okkur öllurn hvemig sú sambúð verður. Vopnaskak hefur aldrei verið til góðs og hemaðarbandalög auka ekki traust manna í milium. Friður verður ekki tryggður með vopnum heldur með því að semja um hlutina, versla við hvorn annan og virða hvom annan. Evrópa hefur háð tvær styrjalcíÍF á þessari öld og Islendingar högn- uðust á þeim báðum. Við munum ekkert græða á þeirri þriðju. Höfundur starfar við ferða- þjónustu F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðariögun við leikskólann við Vesturhlíð. Helstu magntölur eru: Hellulagnir: 600 m2 Grassvæði: 700 m2 Gróðurbeð: 500 m2 Malarsvæði: 750 m2 Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. febrúar 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.